Fréttablaðið - 20.03.2019, Side 44

Fréttablaðið - 20.03.2019, Side 44
Sö n g k o n a n S v a n l a u g Jóha nnsdót t ir sa f na r skóm. Meira að segja skóm sem hún passar ekki í og konur sem hún lítur upp til hafa gengið í. Allir eiga skórnir og konurnar sem áttu þá áður sér sögur, sögur sem hún ætlar að syngja og segja í sýningunni Í hennar sporum í Tjarnarbíói. „Kynin eru undanfarið mikið búin að vera að gera það upp hvern- ig þau eiga samskipti sín á milli og hvernig þau ætla að vera saman í þessu þjóðfélagi,“ segir Svanlaug. „Og mannkynssagan er nú bara þannig að hún er bara skrifuð af körlum um karla út frá karllægum gildum,“ segir Svanlaug sem ákvað að feta sögur kvenna, í þeirra eigin skóm, með kvenlegri leikgleði og skemmtilegheitum. „Ég spurði sjálfa mig hvernig sögu ég fengi þá? Þá fæ ég ekki 160 þúsund hermenn árið 1870 eða eitthvað. Ég fæ einhvern veginn allt öðruvísi sögur og mig langaði að sjá hvert það myndi leiða mig. Langaði bara til að tékka á hvaða sögur hægt er að segja um konur út frá kven- legum gildum.“ Svanlaug á til dæmis skó frá Vig- dísi Finnbogadóttur, Herdísi Egils- dóttur og Hugrúnu Árnadóttur í Kronkron. „Mér finnst svo mikil- vægt að geta fengið hluta af fólki lánaða,“ segir Svanlaug sem telur Svanlaug safnar skóm en segir þó ekki um þráhyggju að ræða og notar slatta af skóm úr safni sínu þegar hún segir sögur kvenna í Tjarnarbíói. Skórnir sem Svanlaugu hafa áskotn­ ast passa ekki allir en það má hins vegar vel máta sig við sögur fyrri eigenda. MYND/ EYDÍS EYJÓLFSDÓTTIR „Á þessum skóm stóð ég til þess að vera stór og sterk inni í sjálfri mér.“ MYND/ EYDÍS EYJÓLFSDÓTTIR „Skór eru svo sérstakir. Þeir eru alls konar í laginu, alls konar á litinn og fjöl­ breytilegir eftir tísku,“ segir Svanlaug. MYND/ EYDÍS EYJÓLFSDÓTTIR „Það skipti máli að eiga nesti og nýja skó þegar ævintýrin hófust og enn hefjast mörg ævintýri á nýju pari. Skór og konur … ei­ líf ástarsaga.“ MYND/ EYDÍS EYJÓLFSDÓTTIR í þeirra eigin skóm Rekur sögur kvenna Söngkonan Svanlaug Jóhannsdóttir bregð- ur sér í alls konar skó og segir sögur kvenna sem áttu þá á undan henni í Tjarnarbíói. Vigdís Finnbogadóttir og Herdís Egilsdóttir eiga skó í sýningunni Í hennar sporum. að þannig megi spegla sig í reynslu annarra. „Ég elska fólk og ég elska að fá hugmyndir frá sem flestum í kringum mig.“ Svanlaug fór til fundar við konur sem hún lítur upp til og bar einfald- lega upp erindið: „Hæ, viltu gefa mér sögu og skó?“ og þannig hafi hún eignast skó, sögur og einhvern hluta af lífreynslu kvennanna. „Þessar konur gáfu mér ekki bara skóna sína heldur leyfðu þær mér að taka eitthvert augnablik úr lífi þeirra, viðkvæmt eða ekki viðkvæmt, og bara hlaupa með það. Engin þeirra hefur beðið um að fá að lesa hand- ritið þannig að það felst í þessu rosa mikið traust.“ Svanlaug frumsýnir Í hennar sporum í Tjarnarbíói á föstudags- kvöld klukkan 20.30 og segist bíða spennt eftir að feta sögur kvenna í alls konar skóm en hún skiptir vita- skuld oftar um skó á sviðinu eftir því sem sögunum fjölgar. thorarinn@frettabladid.is ÞESSAR KONUR GÁFU MÉR EKKI BARA SKÓNA SÍNA HELDUR LEYFÐU ÞÆR MÉR AÐ TAKA EITTHVERT AUGNABLIK ÚR LÍFI ÞEIRRA, VIÐKVÆMT EÐA EKKI VIÐ- KVÆMT, OG BARA HLAUPA MEÐ ÞAÐ. 2 0 . M A R S 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R20 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ 2 0 -0 3 -2 0 1 9 0 4 :2 2 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 9 9 -1 6 C C 2 2 9 9 -1 5 9 0 2 2 9 9 -1 4 5 4 2 2 9 9 -1 3 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 1 9 _ 3 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.