Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.04.2019, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 13.04.2019, Qupperneq 8
VR • Kringlunni 7 • 103 Reykjavík • Sími: 510 1700 • vr@vr.is • vr.is Kjósum um kjarasamninga VR Kynntu þér nýja kjarasamninga VR og greiddu þitt atkvæði rafrænt á vr.is Atkvæðagreiðslu lýkur mánudaginn, 15. apríl kl. 12.00 á hádegi. Þitt atkvæði skiptir máli. DÓMSMÁL Landsréttur hefur þyngt fangelsisrefsingu manns úr fjórum árum í sjö vegna kynferðisbrota gegn barnungum dætrum sínum tveimur og fyrir brot gegn nálg- unarbanni. Maðurinn var ákærður fyrir kyn- ferðisbrot gegn stúlkunum í fjórum liðum en var sýknaður að hluta í héraði, meðal annars á þeim grund- velli að frásögn eldri stúlkunnar þætti ekki nægilega nákvæm og afdráttarlaus og spurningar lög- reglu hefðu verið leiðandi. Var maðurinn af þessum sökum sýkn- aður í héraði af ákæru um að hafa haft samræði við stúlkuna í um eða yfir tíu skipti á nokkurra ára tíma- bili. Stúlkan gaf viðbótarskýrslu fyrir Landsrétti og að mati réttarins var frásögn hennar trúverðug. Ekkert væri fram komið í málinu, annað en neitun ákærða, sem bent gæti til þess að stúlkan gæfi rangan fram- burð um brot mannsins. Sýknu héraðsdóms á umræddum ákæru- lið var því snúið við og maðurinn sakfelldur fyrir brotin gegn eldri dótturinni. Þá var sakfelling héraðs- dóms staðfest um ítrekuð kynferðis- brot gagnvart yngri dótturinni sem framin voru þegar hún var á aldr- inum sjö til níu ára. Sami maður var fyrir nær 30 árum dæmdur til fangelsisvistar fyrir kyn- ferðisbrot gegn elstu dóttur sinni, hálfsystur stúlknanna tveggja. – aá Faðir fær sjö ára fangelsi fyrir brot gegn dætrum Landsréttur þyngdi dóm héraðsdóms um þrjú ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR BRETLAND Nigel Farage, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisf lokks Bret- lands (UKIP) og einn helsti hvata- maður Brexit, tilkynnti í gær um stofnun nýs stjórnmálaflokks. Nýi f lokkurinn ber hið einfalda nafn Brexit Party, eða Útgönguflokkur- inn, og stefnir á þátttöku í væntan- legum Evrópuþingskosningum sem Bretar þurfa að öllum líkindum að taka þátt í í maí þar sem útgöngunni úr Evrópusambandinu hefur verið frestað. Þessi frestun og pattstaðan sem ríkir í Brexit-málum er hvatinn að stofnun f lokksins. Farage hefur ítrekað talað um að breska þingið sé að „stela Brexit af þjóðinni“. Stefnumálin verða þau sömu og hjá UKIP, sagði Farage við BBC. „En þegar horft er til mannskapsins er mikill munur. UKIP hefur átt erfitt með að laða til sín gott fólk og öfga- menn hafa svert vörumerkið.“ – þea Farage stofnar nýjan flokk Farage hefur kannski einhvern tímann mætt í Brexit-partí. Nor- dicphotos/AFP STJÓRNMÁL Gunnar Bragi Sveins- son, þingmaður og þingflokksfor- maður Miðf lokksins, er kominn aftur til starfa á Alþingi eftir að hafa verið í veikindaleyfi undanfarna daga. Unnur María Óskarsdóttir, varaþingmaður Miðflokksins, mun því víkja af þingi. Gunnar Bragi er einn níu þing- manna sem tóku sæti á Alþingi á ný í gær, ýmist eftir ferðalög eða veik- indi. Auk Gunnars Braga tóku tveir aðrir þingmenn M i ð f l o k k s i n s sæti á ný, þeir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bergþór Ólason. Næsti þing- fundur verður haldinn mánu- daginn 29. apríl. – khn Gunnar Bragi tekur sæti á þingi á ný K JARAMÁL Hjúkrunarráð Land- spítala skorar á samningsaðila í komandi kjaraviðræðum hjúkr- unarfræðinga að hafa að leiðar- ljósi skort á hjúkrunarfræðingum á Landspítala. „Nauðsynlegt er að leitað verði allra mögulegra leiða til að bæta kjör og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga,“ sagði í álykt- un sem ráðið sendi frá sér í gær. Úrskurður gerðardóms um kjör hjúkrunarfræðinga frá árinu 2015 rann út um mánaðamótin. Kjara- deilan fyrir fjórum árum var afar strembin og eftir tæplega þriggja vikna verkfall setti Alþingi lög- bann á verkfallið, sem og lengra verkfall BHM. Að því er kom fram í ályktun hjúkrunarráðsins bitnar skortur á hjúkrunarfræðingum á Land- spítala einna verst á bráðamót- tökunni. Þar hafa legið að meðal- tali 20 til 30 sjúklingar undanfarið ár sem bíða eftir að komast á legu- deild og er meðaldvalartími inn- lagðra á bráðamóttökunni nú um 24 klukkustundir. Miðað er við að sjúklingar dvelji ekki lengur en í sex tíma á bráða- móttöku og sagði í ályktuninni að rannsóknir sýndu að óþarf- lega löng dvöl gæti haft alvarlegar af leiðingar fyrir sjúklinga. „Viðunandi mönnun hjúkrunar- fræðinga er grundvallarforsenda þess að Landspítali geti sinnt lög- bundnu hlutverki sínu. Til að ná fram viðunandi mönnun er nauð- synlegt að bæta kjör og starfsum- hverfi þessarar lykilstéttar,“ sagði í ályktuninni aukinheldur. Kjaraviðræður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og samninga- nefndar ríkisins eru hafnar en aðil- ar hittust síðast í byrjun vikunnar. Næsti fundur er áformaður strax eftir páska. Þá eru viðræður hafnar við Reykjavíkurborg. Guðbjörg Pálsdóttir, formaður félagsins, sagði fyrr í vikunni að lítið væri að frétta af viðræðunum. Staðreyndin væri sú að beðið hefði verið eftir því að kjarasamningar tækjust á almenna vinnumark- aðnum. Nú væri hins vegar hægt að setja aukinn kraft í vinnuna. Ljóst er að staðan á Landspítala er slæm þegar kemur að mönnun hjúkrunarfræðinga. Eftir fall WOW air bárust af því fréttir að hjúkr- unarfræðingar, sem höfðu fært sig yfir í störf f lugfreyja hjá félaginu, væru farnir að hafa samband til að spyrjast fyrir um laus störf. Anna Sig r ún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Land- spítalans, sagði þá að brýn þörf væri fyrir um eitt hundrað hjúkr- unarfræðinga til að halda uppi þeirri starfsemi sem spítalinn ætti að sinna. Enn f leiri hjúkrunarfræð- inga vantaði hins vegar til þess að hægt væri að sinna öllu sem spítal- inn vildi gera. thorgnyr@frettabladid.is sighvatur@frettabladid.is Samningsaðilar hafi skort á hjúkrunarfræðingum í huga Hjúkrunarráð Landspítalans hefur áhyggjur af skorti á hjúkrunarfræðingum á spítalanum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Hjúkrunarráð Land­ spítala sendi í gær frá sér áskorun þar sem skorað er á samnings­ aðila í komandi kjara­ viðræðum hjúkrunar­ fræðinga að hafa skort á hjúkrunarfræðingum á spítalanum að leiðar­ ljósi. Gerðardómur frá 2015 er runninn út og viðræður við samninga­ nefnd ríkisins hafnar. 1 3 . A P R Í L 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 3 -0 4 -2 0 1 9 1 1 :2 4 F B 1 2 8 s _ P 1 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 C F -9 8 2 C 2 2 C F -9 6 F 0 2 2 C F -9 5 B 4 2 2 C F -9 4 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 8 s _ 1 2 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.