Fréttablaðið - 13.04.2019, Page 62

Fréttablaðið - 13.04.2019, Page 62
Stjörnugrís hf, sem er eitt af leiðandi fyrirtækjum í kjötiðnaði á Íslandi, auglýsir eftir kjötiðnaðarmönnum og mönnum vönum kjötskurði til framtíðarstarfa. Umsóknarfrestur er til 17. Apríl. Vinsamlegast sendið umsóknir og fyrirspurnir á leifur@svinvirkar.is Lausar stöður grunnskólakennara í Stóru-Vogaskóla Stóru-Vogaskóli óskar eftir að ráða grunnskólakennara í eftirfarandi stöður: • Umsjónarkennslu • Náttúrufræði • Heimilisfræði • Smíði • Textíl • Sérkennslu Stóru-Vogaskóli er 170 barna grunnskóli þar sem skóla- starf er í senn metnaðarfullt og faglegt. Einkunnarorð skólans eru virðing, vinátta og velgengni sem endur- speglast í daglegu starfi í skólanum. Í skólanum er góður starfsandi og hefur skólinn á að skipa öflugu og áhugasömu starfsfólki. Skólinn er staðsettur í einstöku umhverfi í nálægð við fjölbreytta náttúru. Stóru-Vogaskóli er grænfánaskóli. Menntunar- og hæfniskröfur: • Leyfisbréf sem grunnskólakennari • Frumkvæði, sjálfstæði og faglegur metnaður • Færni í samvinnu og teymisvinnu • Jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum • Ábyrgð og stundvísi • Áhugi á að starfa með börnum Fyrirspurnir og umsóknir skal senda á póstfangið skoli@vogar.is fyrir föstudaginn 27. apríl 2019. Nánari upplýsingar veita Hálfdan Þorsteinsson skólastjóri og Hilmar Egill Sveinbjörnsson aðstoðarskólastjóri í síma 440-6250. Til þjónustu reiðubúin Verið velkomin í öflugt lið fagfólks á HSS! Heilbrigðisstofnun Suðurnesja leitar að metnaðaðarfullum einstaklingum til framtíðarstarfa á spennandi vinnustað þar sem áhersla er á góða þjónustu, þverfaglega teymisvinnu og jákvæðan starfsanda. • Hjúkrunarfræðingar • Sálfræðingar • Sérfræðingar í heimilislækningum • Barnageðlæknir • Geðlæknir Frekari upplýsingar á Starfatorgi og á vef HSS. www.skagafjordur.is Leikskólastjóri óskast til starfa Vilt þú vera hluti af öflugu stjórnendateymi í leik- og grunnskólum Skagafjarðar? Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir stöðu leikskólastjóra lausa til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna frá 1. júní 2019 eða eftir samkomulagi. Leitað er að öflugum einstaklingi sem er tilbúinn til að leiða skólastarfið með jákvæðum hætti, stilla saman strengi starfsmanna og heimila og vera tilbúinn til að vinna í teymum með sérfræðingum skólaþjónustu og yfirstjórn skólamála í héraðinu. Hann þarf að vera framsýnn, lausnamiðaður, hugmyndaríkur og umbótasinnaður. Ítarlegri upplýsingar um starfið auk menntunar- og hæfniskröfur má finna á heimasíðu sveitarfélagsins. Umsóknarfrestur er til og með 1. maí 2019. Nánari upplýsingar veitir Herdís Á Sæmundardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs í síma 455 6000 eða has@skagafjordur.is Umsóknum ásamt fylgigögnum skal skilað í gegnum íbúagátt sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf). Karlar, sem og konur, eru hvattir til að sækja um. Laus er til umsóknar staða skólastjóra Dalvíkurskóla Dalvíkurskóli er 220 nemenda grunnskóli. Einkunnarorð skólans eru: Þekking og færni, virðing og vellíðan. Skólinn flaggar Grænfána og vin- nur eftir hugmyndafræði Uppbyggingarstefnunnar. Skólastarfið byggist á teymisvinnu og að nám og kennsla sé ávallt einstaklingsmiðað með áherslu á snemmtæka íhlutun. Leitað er eftir einstaklingi sem er tilbúinn til að ganga glaður til verka og leiða af dugnaði öflugt skólasamfélag með samstöðu, jákvæðni og árangur að leiðarljósi. Starfssvið: l Að veita skólanum faglega forystu og leiða þróun skólastarfs til framtíðar í samræmi við skólastefnu Dalvíkurbyggðar, Aðalnámskrá grunnskóla og lög um grunnskóla lAð stýra og bera ábyrgð á rekstri og daglegri starfsemi skólans lAð bera ábyrgð á samstarfi við aðila skólasamfélagsins. Menntunar- og hæfniskröfur: lKennaramenntun og leyfisbréf til kennslu á grunnskólastigi er skilyrði lFramhaldsmenntun á sviði stjórnunar og/eða uppeldis- og menntunarfræða er kostur lÞekking á áætlanagerð, fjármálastjórnun og stefnumótunarvinnu er kostur lReynsla á sviði stjórnunar og faglegrar forystu menntastofnana er kostur lFrumkvæði, leiðtogahæfni og góðir skipulagshæfileikar lFramúrskarandi færni í samskiptum lGóð íslenskukunnátta og færni til að miðla upplýsingum Leitað er að einstaklingi sem hefur skýra framtíðarsýn í skólamálum og er skapandi og metnaðarfullur. Staðan er laus frá 1. ágúst 2019. Launakjör eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Umsókn þarf að fylgja greinargott yfirlit um nám og störf (ferilskrá), leyfisbréf til kennslu, upplýsingar um frumkvæði á sviði skólamála og annað er málið varðar (kynningarbréf). Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Við hvetjum bæði konur og karla til að sækja um starfið. Dalvíkurbyggð er 1900 manna sveitarfélag við Eyjafjörð. Þar er blómlegt atvinnulíf, öflugt menningarlíf og lærdómssamfélag og aðstaða til íþróttaiðkunar framúrskarandi. Umhverfið er sérlega fjölskylduvænt og aðstæður til útivistar eru með því besta sem gerist hér á landi, jafnt sumar sem vetur. Dalvíkurbyggð er heilsueflandi samfélag. Sveitarfélagið er framsækið og leggur metnað sinn í að veita íbúum góða þjónustu Umsóknarfrestur er til og með 26. apríl 2019 Upplýsingar gefur Gísli Bjarnason, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs Dalvíkurbyggðar, netfang gisli@dalvikurbyggd.is eða í símum 4604916 og 8631329. Umsókn ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi skal sent á netfangið gisli@dalvikurbyggd.is. Skólastjóri Dalvíkurskóla 1 3 -0 4 -2 0 1 9 1 1 :2 4 F B 1 2 8 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 C F -C 4 9 C 2 2 C F -C 3 6 0 2 2 C F -C 2 2 4 2 2 C F -C 0 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 2 8 s _ 1 2 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.