Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.04.2019, Qupperneq 84

Fréttablaðið - 13.04.2019, Qupperneq 84
Þrátt fyrir allt hefur vínyllinn verið að auka við sig í sölu undanfarinn áratug þannig að við sjáum fram á góða tíma. Starri Freyr Jónsson starri@frettabladid.is Alþjóðlegur dagur plötu-búða er í dag, laugardag, og er honum fagnað víða um heim, m.a. í Japan, Ástralíu, Bandaríkjunum, Mexíkó og víða í Evrópu. Nokkrar plötubúðir hér á landi taka þátt, m.a. Smekk- leysa plötubúð sem er á mótum Skólavörðustígs og Óðinsgötu í Reykjavík, en þar hefur deginum verið fagnað undanfarin ár með góðum árangri að sögn Ólafs Sverris Traustasonar, sölumanns verslunarinnar. „Þetta er dagur sem er hugsaður til að vekja athygli á plötubúðunum sjálfum, sérstaklega þessum litlu sjálfstæðu einingum sem gefa svo mikið af sér til tónlistaráhugafólks og sam- félagsins. Við ætlum svo sem ekki að bjóða upp á flókna dagskrá, aðallega ætlum við að hella upp á kaffi og hafa það huggulegt með gestum okkar. Þessi dagur hefur alltaf verið hrikalega skemmti- legur og ég mæli með því að taka hringinn í miðbænum og fara í allar plötubúðirnar. Þær taka allar þátt og það er mjög gaman að geta fagnað þessu almennilega svona einu sinni á ári.“ Margt hefur breyst Það eru fáar tegundir verslana sem hafa gengið í gegnum jafn róttækar breytingar og plötubúðir á undan- förnum 10-15 árum enda sækja flestir tónlist í dag gegnum síma og tölvur. „Fyrir vikið hafa plötu- búðir eðlilega þurft að breyta um áherslur, bæði varðandi vöruúrval og þjónustu. Í dag myndi ég segja að hlutverk plötubúða snúist mikið um persónulega þjónustu við kúnnana og að panta t.d. inn plötur fyrir þá. Um leið þarf líka að vinna sér inn nýja fasta kúnna sem maður reynir síðan að þjónusta með sama hætti. Þrátt fyrir allt hefur vínyllinn verið að auka við sig í sölu undanfarinn áratug þannig að við sjáum fram á góða tíma og alþjóðlegur dagur plötu- búða minnir okkur svo á það.“ Þrátt fyrir miklar breytingar segir hann plötubúðir enn vera mjög nytsamlegar. „Í verslunum hér í miðbænum vinna plötusafnarar, tónlistarfólk, plötusnúðar og alls kyns tónlistarnördar. Þannig er hægt að nýta sér starfsfólkið í búðunum, endurvekja mannlegu hliðina, fá að hlusta á plötur og spjalla og kannski kynnast ein- hverju nýju.“ Með breiðan smekk Þar sem Ólafur vinnur í plötubúð hlustar hann á tónlist nær alla daga og öll kvöld og hefur breiðan tónlistarsmekk. „Ég hlusta mjög mikið á djass, kannski of mikið, en annars er ég alltaf mjög opinn og reyni að hlusta á eins mikið og ég kemst yfir. Ég safna sjálfur plötum og finnst ekkert betra en að setja góða plötu á fóninn heima. Auk þess nota ég líka Spotify eins og allir og síðan finnst mér Band- camp vera virkilega góður staður til að kynnast tónlist og styrkja tónlistarmenn beint. Svo er ég reyndar að leita að kassettutæki í augnablikinu.“ Aðrar plötubúðir sem eru í mið- bænum og nágrenni hans, og halda upp á alþjóðlegan dag plötubúðar- innar eru m.a. Reykjavík Record Shop á Klapparstíg, 12 tónar á Skólavörðustíg og Lucky Records á Rauðarárstíg. Hljómplatan lifir enn góðu lífi Í dag fagna plötubúðir víða um heim alþjóðlegum degi plötubúðarinnar. Nokkrar plötubúðir í Reykjavík taka þátt og taka vel á móti gestum. Sala á vínylplötum hefur aukist jafnt og þétt. Plötubúðir bjóða flestar upp á gott úrval af nýjum og gömlum plötum. Það er fátt notalegra og meira róandi fyrir hugann en að róta í plötum. Ólafur Sverrir Traustason, sölumaður hjá Smekkleysu plötubúð, einni þeirra plötubúða sem taka þátt í viðburðinum á morgun. MYNDIR/SIGTRYGGUR ARI MÓTORHJÓL Veglegt sérblað Fréttablaðsins um Mótorhjól kemur út laugardaginn 27. apríl. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Nánari upplýsingar um blaðið veitir: Atli Bergmann markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 550 5657 / atli@frettabladid.is FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vit að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur o ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is 8 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 3 . A P R Í L 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 1 3 -0 4 -2 0 1 9 1 1 :2 4 F B 1 2 8 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 C F -B F A C 2 2 C F -B E 7 0 2 2 C F -B D 3 4 2 2 C F -B B F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 2 8 s _ 1 2 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.