Fréttablaðið - 13.04.2019, Síða 100
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5055.
Hjartans þakkir til ykkar allra sem
sýnt hafið okkur samúð og hlýhug
við andlát og útför elsku eiginmanns
míns, föður okkar, tengdaföður,
afa og bróður,
Gunnsteins Stefánssonar
læknis.
Helga Snæbjörnsdóttir
Snæbjörn Gunnsteinsson
Stefán S. Gunnsteinsson
Árni Pétur Gunnsteinsson
Gunnar Helgi Gunnsteinsson
tengdadætur, barnabörn og systkini hins látna.
Faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
Steingrímur Gíslason
frá Torfastöðum,
lést aðfaranótt 8. apríl
á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum,
Selfossi. Útförin fer fram frá Selfosskirkju
þriðjudaginn 16. apríl kl. 13.00. Blóm og kransar
vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans
er bent á Krabbameinsfélagið eða Vinafélag Ljósheima,
reikn. 0152 26 60860, kt. 690216 0860.
Árný V. Steingrímsdóttir Friðgeir Jónsson
Jensína Sæunn Steingrímsd. Ægir Stefán Hilmarsson
Aðalheiður Jóna Steingrímsd. Björn Magnússon
Gísli Steingrímsson Ragnheiður Sigmarsdóttir
Sigurður Þór Steingrímsson Guðbjörg Bergsveinsdóttir
Birgir Árdal Steingrímsson Margrét Jónsdóttir
Bergur Geir Guðmundsson Sigrún Óskarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Emilía Jónsdóttir,
félagsráðgjafi
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Vesturhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Kindur heyrast jarma þegar Geirmundur Valtýsson tónlistarmaður tekur upp tólið og þegar ég hef orð á því hefur hann skýringu á reiðum höndum. „Þær
urðu fúlar við mig þegar þær sáu að ég
ætlaði að fara að tala í símann.“ Hann er
sem sagt að gefa á Geirmundarstöðum.
Ég furða mig á að hann gefi sér enn tíma
til að vera bóndi, maður sem er úti um
allar koppagrundir að spila. Er hann
ekkert að hætta búskapnum? „Nei, nei.
Ég er reyndar bara með um hundrað fjár
á vetrarfóðrum og þrjátíu hross, hugsa
að ég fjölgi fénu í haust, það er svo góð
staða í sauðfjárræktinni,“ segir hann – í
gríni. „En svo er ég auðvitað líka að spila
og semja lög.“
Sem sagt ekkert gefið eftir. „Nei, á
maður eitthvað að gera það? Maður
verður búinn þegar maður leggst. En
fyrst maður er á fótum verður eitthvað
að hafa að gera.“
Það er 75 ára afmælið hans Geirmund-
ar sem ég vil ræða en hann er ekkert sér-
staklega spenntur fyrir því. „Ég á við það
að stríða, eins og þú, að eldast um eitt ár
á ári. En er náttúrlega yfir mig rogginn
yfir að vera enn sprækur og hafa nóg að
gera, eiginlega brjálað að gera. Það er
yndislegt.“
Ætlarðu ekki að halda veglega upp á
afmælið? „Ekki núna og það er kannski
of snemmt að tala um það en ég ætla að
halda afmælistónleika í Salnum í haust,
12. og 19. október. Þau verða með mér
Diddú, Helga Möller og Ari Jóns. Þá
getur fólkið komið og skemmt sér. Þetta
verður alvöru. „Ég hef haldið rækilega
upp á afmælið mitt, bæði þegar ég varð
sextugur og eins hélt ég upp á 50 ára tón-
listarafmælið mitt. Tónleikarnir í haust
eru fyrst og fremst í tilefni þess að ég er
búinn að spila í 60 ár.“
Þegar nánar er grennslast kemur í
ljós að Geirmundur hefur nóg annað að
gera um helgina en að halda veislu. „Ég
er að keyra suður til Reykjavíkur núna
að spila í sjötugsafmæli, svo þarf ég að
vera í fermingu norður á Akureyri á
laugardag og annarri hér í Skagafirði á
sunnudaginn.“
Nú verð ég að sleppa söngvaranum
úr símanum svo ærnar verði ekki mál-
þola. Þegar ég spyr hvort hann eigi ein-
hverja nýlega mynd segir söngvarinn
ákveðinn: „Þið eigið nóg af myndum af
mér, taktu bara flottustu myndina sem
þú sérð!“ gun@frettabladid.is
Eiginlega brjálað að gera
Sveiflukóngurinn Geirmundur Valtýsson er sjötíu og fimm ára í dag. Hann má ekkert
vera að því að halda upp á það núna en lofar tvöföldum afmælistónleikum í október.
Geirmundur hefur fullt að gera alla afmælishelgina en lofar stuði síðar.
Smáraskóli í Kópavogi var með þema-daga í þessari viku. Þar voru heims-markmið Sameinuðu þjóðanna í
öndvegi svo sem loftslagsmál og mengun,
heilbrigði og efnahagur.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
ávarpaði nemendur og starfsfólk með
hvatningarorðum varðandi verkefnin.
Hún talaði um mikilvægi þess að full-
orðnir skili jörðinni af sér í góðu ásig-
komulagi og að allir sýni ábyrgð í neyslu
og endurvinnslu á plasti. Nefndi einnig
mikilvægi þess að öll börn í heiminum
fengju að ganga í skóla.
Vinna nemenda Smáraskóla var fjöl-
breytt. Þeir fóru í vettvangsferðir, tóku
viðtöl og bjuggu til hlaðvarpsþætti, héldu
fata- og skósölu og styrktu góðgerðar-
málefni. Þeir fengu gesti og fyrirlesara
til að fjalla um geðheilbrigði og vellíðan
og nokkrir nemendur prófuðu að synda í
plastmenguðu vatni, Kópavogslaug veitti
góðfúsleg afnot af lauginni.
Salaskóli, Hörðuvallaskóli og Álfhóls-
skóli í Kópavogi hafa allir unnið með
heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í
vetur og bæjarstjórnin samþykkti síð-
astliðið haust að gera þau að yfirstefnu
Kópavogsbæjar. – gun
Nemendur syntu í plastmenguðu vatni
Nemendur Salaskóla hlýddu af athygli á Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.
Ég er reyndar bara með um
hundrað fjár á vetrarfóðrum
en hugsa að ég fjölgi því í
haust, það er svo gott útlit
með lambakjötið.
1 3 . A P R Í L 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R40 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT
1
3
-0
4
-2
0
1
9
1
1
:2
4
F
B
1
2
8
s
_
P
1
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
1
0
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
8
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
C
F
-7
A
8
C
2
2
C
F
-7
9
5
0
2
2
C
F
-7
8
1
4
2
2
C
F
-7
6
D
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
1
2
8
s
_
1
2
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K