Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.04.2019, Qupperneq 102

Fréttablaðið - 13.04.2019, Qupperneq 102
Móðurbróðir okkar, Hjálmar Þórðarson verkfræðingur, Kúrlandi 2, Reykjavík, lést 2. apríl að Skógarbæ. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Aðstandendur. Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, Ingvar J. Kristjánsson Tröllakór 1-3, Kópavogi, lést að morgni föstudags 29. mars á Landspítalanum við Hringbraut. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Halla Ágústsdóttir Ágústa Kristrún Ingvarsdóttir Ragnhildur Björk Ingvarsdóttir Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Björgvin Guðmundsson andaðist á heimili sínu að Hlaðhömrum 2, þriðjudaginn 9. apríl, 2019. Útför hans fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 24. apríl, kl. 13.00. Þorvaldur Björgvinsson Guðmundur Björgvinsson Björgvin Björgvinsson Pirjo Aaltonen Þórir Björgvinsson Unnur Kristjánsdóttir Rúnar Björgvinsson Elín Traustadóttir Hilmar Björgvinsson Sjöfn Marvinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Petter Amandus Tafjord er látinn. Útförin fer fram frá Fella- og Hólakirkju miðvikudaginn 17. apríl kl. 13.00. Sigurrós Tafjord Ármann Baldursson Jóhann Á. Tafjord Elín Jónbjörnsdóttir Kristján Tafjord Jarþrúður Bjarnadóttir Birna Tafjord Birgir Kristjánsson Pétur Smári Tafjord Þórey Svana Þórisdóttir barnabörn og barnabarnabörn.Hugheilar þakkir til allra þeirra sem sýnt hafa okkur samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, stjúpmóður, tengdamóður og ömmu, Sigríðar Maríu Jónsdóttur Einnig færum við öllum þeim sem önnuðust Sigríði í veikindum hennar á kvennadeild Landspítalans þakkir fyrir þeirra góðverk, umönnun og hjúkrun. Enn fremur þökkum við þeim fjölmörgu sem sýndu Sigríði og fjölskyldunni stuðning og umhyggju með hlýhug sínum og fyrirbænum. Árni Andersen Pétur Már Ólafsson Nína Sif Pétursdóttir Karvel Halldór Árnason Linda Sóley Halldórsdóttir Margrét Árnadóttir Eyþór Árnason Ása Óðinsdóttir Við þökkum ættingjum og vinum auðsýnda samúð og hlýhug er móðir okkar, tengdamóðir, frænka, amma, langamma og langalangamma, Guðbjörg Ámundadóttir Minna-Núpi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi, andaðist í mars síðastliðnum. Sérstakar þakkir til starfsfólksins á dvalarheimilinu Ási í Hveragerði og Lundi á Hellu fyrir einstaka umönnun undanfarna mánuði. Guðrún Ingólfsdóttir Auðunn Gestsson Herdís Kristjánsdóttir Trausti Sveinbjörnsson Ámundi Kristjánsson Viðar Ingólfsson Nína Björg Borgarsdóttir Guðbjörg Emma Ingólfsd. Gunnlaugur Óttarsson Snorri Arnarson Erla Gunnarsdóttir Erla Arnardóttir Ingi Björnsson langömmu- og langalangömmubörn. Ástkær sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, Sigurður Guðmundsson Lyngmóa 17, Reykjanesbæ, lést á heimili sínu laugardaginn 6. apríl. Útförin fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Guðmundur Sigurðsson Kolbrún Geirsdóttir Gunnfríður Friðriksdóttir Antonio Manuel Goncalves Friðrik Guðmundsson Kolbrún Guðmundsdóttir Karl Kristján Davíðsson Salka Snæbrá og Kolbeinn Friður Elskulegur faðir okkar, bróðir og mágur, Vigfús Grétar Björnsson bakarameistari, Asparfelli 6, andaðist á líknardeild Landspítalans 31. mars. Útförin fór fram í kyrrþey að ósk hins látna. Inga Brá Vigfúsdóttir Sigursteinn Freyr Vigfússon Auðunn Björnsson Gunnar Lúðvík Björnsson Guðlaug Björnsdóttir Svavar Garðarsson Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Ingiberg J. Hannesson fyrrv. prófastur og alþingismaður, lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni sunnudaginn 7. apríl. Útför hans fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði mánudaginn 15. apríl kl. 13.00. Helga Steinarsdóttir Birkir Ingibergsson Sigurveig Þ. Guðjónsdóttir Þorsteinn H. Ingibergsson Marelie Nacilla Rubio Bragi J. Ingibergsson Stefanía Ólafsdóttir Sólrún H. Ingibergsdóttir Pétur Fannar Hjaltason barnabörn og barnabarnabörn. Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055. Það er söngkonurödd sem svarar í símann, þegar ég hringi í Silju Elsa­betu. Hún er í páskafríi heima í Vestmanna­eyjum – í hávaðaroki. Annars er hún í Royal Academy of Music í London og tekur bakkalár­ gráðu í vor eftir fjögurra ára nám. „Það er svo þægilegt hvernig þeir stilla fríunum upp í skólanum úti, þeir safna litlu fríunum saman í stór þannig að þegar við fáum sumarfrí, jólafrí og páskafrí þá náum við að koma heim. Það er alveg dásam­ legt. Gaman að kíkja á fjölskylduna, systir mín er að fermast á morgun, það verður góð fjölskyldustund.“ Silja Elsabet ætlar í sérnám við óperudeildina í skólanum. Ad­ vanced Diploma in Opera nefnist sú deild og þar er mastersgráða inntökuskilyrði en hún fékk undan­ þágu til að hefja nám strax, út á sína rödd. „Ég fékk hálfgert sjokk, ætlaði bara ekki að trúa þessu, því Bretar eru nú frekar fastheldnir á reglur. Þetta er auðvitað stórkostlegt, enda er óperusöngur ástríða mín og æðsti draumur.“ Vissulega er námið strangt að sumu leyti að sögn Silju Elsabetar. „Ég kalla þetta starfsnám þegar fólk er að spyrja mig út í það. Við nem­ endurnir komum til með að syngja í óperum og setja upp óperur og svo erum við jafnvel fengin til að syngja líka utan skólans í ýmsum verkefn­ um. Þetta er ofboðslega spennandi.“ Hún segir sig muna verulega um þessa milljón sem hún fékk í styrk og vera þakklát fyrir hana. „Ég hef verið að vinna á bar með skólanum úti, og þegar ég fékk styrkinn þá hugsaði ég, nú get ég hætt að vinna og bara einbeitt mér að skólanum. Það er geggjað! Ég var oft fram á nætur í vinnunni.“ Hún kveðst kunna afar vel við sig í London. „Borgin er svo rosalega stór og fjölbreytt og mér finnst ég aldrei vera búin að sjá nema pínu­ lítinn hluta af henni. Samt er þetta fjórða árið mitt núna. Mér finnst voða gaman þegar ég fæ gesti, þá fæ ég afsökun fyrir að fara í skoðunar­ ferðir, ég geri það ekkert dagsdag­ lega, því það er nóg að gera í skól­ anum. Hún kveðst hafa haft íbúð frá skólanum í eitt ár en það hafi verið dýrt. „Svo ég fór á almenna leigu­ markaðinn, það er ódýrara, svo fáránlegt sem það er.“ En hvernig ver hún sumrunum. Fer hún þá kannski á einhverjar tón- listarhátíðir? „Ég hef ekki gert það, hef alltaf komið heim að vinna. Var tíu ár í fiskinum hér í Eyjum, eitt sumar á Hótel Vestmannaeyjum og í fyrra­ sumar vann ég í Eldheimum. Það er svo þægilegt að koma heim til mömmu og þurfa ekki að eyða neinu!“ Ekki kveðst Silja Elsabet búin að frétta hvaða óperur verði settar upp í haust, hvað þá hlutverka­ skipan. „Það er allt á huldu ennþá. Skólinn byrjar í september og mér finnst líklegt að ég fái eitthvað að vita áður en ég fer í sumarfríið. En ég hef planað að vera með tónleika á Íslandi í sumar, bæði hér í Eyjum og líka í Reykjavík. Einhvern tíma í júlí­ágúst.“ gun@frettabladid.is Fer beint í óperudeild – út á röddina Ég hef verið að vinna á bar með skólanum úti, og þegar ég fékk styrkinn þá hugsaði ég, nú get ég hætt að vinna og bara einbeitt mér að skól- anum. Það er geggjað! Silja Elsabet er á heimaslóðum sínum í Vestmannaeyjum og hlakkar til fjölskyldustundar á morgun við fermingu systur sinnar. Silja Elsabet Brynjars- dóttir mezzósópran hlaut nýlega einnar milljónar króna styrk Söngmenntasjóðs Marinós Péturssonar til áframhaldandi söngnáms. Óperu- söngur á sviði er ástríða hennar, áhuga- mál og æðsti draumur. 1 3 . A P R Í L 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R42 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 3 -0 4 -2 0 1 9 1 1 :2 4 F B 1 2 8 s _ P 1 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 C F -8 E 4 C 2 2 C F -8 D 1 0 2 2 C F -8 B D 4 2 2 C F -8 A 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 1 2 8 s _ 1 2 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.