Fréttablaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 17.04.2019, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —8 9 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 1 7 . A P R Í L 2 0 1 9 Settu punktinn yfir ferðalagið HEILBRIGÐISMÁL Plássleysi á gjör- gæslu Landspítalans verður til þess að sjö mánaða gömul stúlka þarf að bíða eftir aðgerð þangað til í lok mánaðarins. Foreldrar Sóllilju Ásgeirsdóttur eru ekki sáttir við að þurfa að bíða, verið sé að setja óþarfa álag á fjölskylduna en sér- staklega dóttur þeirra. Hyggjast þau skrifa heilbrigðisráðherra bréf vegna málsins. Það kom í ljós áður en Sóllilja fæddist að hún er með þrengingu í þvagleiðara sem getur skemmt nýrun ef ekkert er að gert. Hún þótti of lítil við fæðingu til að gera aðgerðina strax. Fyrsta aðgerðin átti að fara fram í mars, en þá veikt- ist hún. Á mánudaginn átti hún að fara í aðgerð, þegar komið var á spítalann var fjölskyldunni tjáð að ekkert yrði af aðgerðinni vegna plássleysis á gjörgæsludeild. Ásgeir Yngvi Ásgeirsson, faðir Sóllilju, segir mikið lagt á dóttur sína, hún þarf að fasta nóttina fyrir aðgerðina og mæta í blóðprufu nokkrum dögum áður. „Þegar maður er lítill, þá er mjög sársauka- fullt og erfitt að finna æðar. Hún var stungin ansi oft í fyrra skiptið en það gekk betur í seinna skiptið.“ Hann tekur fram að ekki sé við starfsfólk Landspítalans að sakast heldur sé staðreyndin að plássleysi verði til þess að Sóllilja þurfi að bíða eftir aðgerð. Hafa þau ekki fengið skýr svör um hversu lengi Sóllilja má bíða eftir aðgerð áður en þreng- ingin á þvagleiðaranum veldur nýrnaskaða. Foreldrarnir hyggjast skrifa Svandísi Svavarsdóttur heil- brigðisráðherra bréf vegna málsins. „Starfsmenn spítalans hvöttu okkur til að skrifa ráðherra bréf, því þetta er viðvarandi vandamál inni á spítalanum.“ – ab / sjá síðu 8 Aðgerð sjö mánaða stúlku frestað á ný vegna plássleysis Sjö mánaða gömul stúlka þarf að bíða til lok mánaðarins eftir aðgerð á Landspítalanum. Aðgerðin átti upphaflega að fara fram á mánudaginn en var frestað vegna plássleysis á gjörgæsludeild. Veikindi henn- ar geta leitt til skemmda á nýrum. Starfsfólk spítalans hvatti foreldrana til að skrifa ráðherra bréf. Starfsmenn Landspítala hvöttu foreldra Sóllilju til að rita heilbrigðisráðherra bréf. V E R S LU N Íslensk a r smá sölu- keðjur skoða möguleikann á því að minnka þjónustustig, til dæmis með því að stytta opnunartíma, til þess að geta staðið undir launa- hækkunum nýrra kjarasamninga. Framkvæmdastjóri verslunar- sviðs Samkaupa segir að stærsta tækifærið til hagræðingar felist í þjónustustiginu. Forstjóri Festar segir að aðstæður í hagkerfinu séu þannig að líklegra sé að launahækkanirnar brjótist fram í atvinnustigi fremur en verð- lagi. Nýjum kjarasamningum muni fylgja uppsagnir. – þfh / sjá Markaðinn Skoða styttingu opnunartíma Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmda- stjóri verslunar- sviðs Samkaupa Ömurlegt veður skall á íbúum á Suður- og Suðvesturlandi í gær. Við tónlistarhúsið Hörpu gerði öf lugur vindstrengur ferðamönnum erfitt fyrir. Þó virtust margir mæta ofsa veðurguðanna með bros á vör. Það dregur úr vindi á næstu dögum og fram á páskadag. Að auki hlýnar nokkuð og því verða víða leysingar og auknar líkur á vatnavöxtum næstu daga. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 1 7 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 D 4 -7 0 B 8 2 2 D 4 -6 F 7 C 2 2 D 4 -6 E 4 0 2 2 D 4 -6 D 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 6 4 s _ 1 6 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.