Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.04.2019, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 17.04.2019, Qupperneq 20
5,9% er hækkun á hlutabréfaverði Símans frá áramótum. MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5051 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is Greinandi Capacent klórar sér alla jafna mikið í kollinum yfir verði HB Granda á mark- aði. Capacent á mjög erfitt með að sjá hvernig hægt er að fá út markaðsvirði GB Granda með hefðbundnu sjóð- streymisverðmati,“ segir í verðmats- greiningu Capacent á HB Granda. Samkvæmt því er verðmatsgeng- ið 20,3 krónur á hlut en markaðs- virði félagsins er 29,95 krónur á hlut. Önnur leið til að meta markaðs- virði útgerðar er að reikna upp- lausnarvirði hennar en verðmæt- ustu eignirnar eru af laheimildir. Capacent metur virði aflaheimilda HB Granda á 54-60 milljarða króna. Til samanburðar er markaðsvirði HB Granda 54 milljarðar króna og sjóðstreymismat Capacent hljóðar upp á 37 milljarða króna. „Vissulega henta félög eins og HB Grandi vel í hlutabréfasafn en þegar harðnar í ári gengur sjávarútvegur- inn gjarnan vel líkt og eftir banka- hrunið. Lágt gengi krónu og slaki á vinnumarkaði í kjölfar efnahags- samdráttar eykur hagnað félags líkt og HB Granda. Hins vegar er spurn- ing hversu hátt verð fjárfestar eru til í að greiða fyrir þennan eiginleika,“ segir í Capacent. Rekstur sjávarútvegsfyrirtækja hefur gengið erfiðlega á undan- förnum árum, framlegð HB Granda hefur til að mynda dregist saman um 20 prósent á þremur árum, og því vekur það athygli Capacent að verðmæti aflaheimilda hafi hækkað síðastliðið ár. Samkvæmt einfaldri greiningu Capacent má ekki rekja hækkunina til útlánaaukningar þótt ekki sé hægt að útiloka að það hafi haft einhver áhrif. – hvj Telur gengi Granda ofmetið um 33% Guðmundur Kristjánsson er forstjóri HB Granda. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR Erlendir f járfestingarsjóðir í hluthafahópi Símans hafa selt samanlagt um 2,4 prósenta hlut, jafnvirði um 900 milljóna króna miðað við núverandi hlutabréfaverð, í fjarskiptafyrirtækinu frá síðustu mánaðamótum. Þetta má lesa út úr nýjum lista yfir alla hluthafa Símans sem Markaðurinn hefur séð. Um er að ræða sjóði í stýringu þriggja fyrirtækja, bandarísku sjóðastýringarfyrirtækjanna Eaton Vance Management og Wellington Management og breska vogunar- sjóðsins Lansdowne Partners. Þannig hafa tveir sjóðir á vegum Eaton Vance, sem hefur undanfarin ár verið umsvifamesti erlendi fjár- festirinn hér á landi, minnkað hlut sinn í Símanum um samanlagt 0,6 prósent af hlutafé fjarskiptafyrir- tækisins á undanförnum tveimur vikum. Fara sjóðirnir Global Macro Absolute Return Advantage og Glo- bal Macro Portfolio nú með 8,4 pró- senta hlut í félaginu. Þá hefur sjóður í stýringu Well- ington Management selt á sama tíma um 0,7 prósenta hlut og sjóður Lansdowne Partners minnkað hlut sinn um liðlega 1,1 prósent. Fer fyrr- nefndi sjóðurinn nú með 2 prósenta hlut í Símanum og sá síðarnefndi tæpan 1,4 prósenta hlut. Á sama tíma og erlendu fjárfest- arnir hafa minnkað við sig í fjar- skiptafyrirtækinu hefur eignar- hlutur, sem Kvika banki er skráður fyrir, aukist úr 1,6 prósentum í 4,6 prósent. Gengi hlutabréfa í Símanum hefur hækkað um 5,9 prósent það sem af er ári eftir að hafa lækkað um 9,3 prósent á síðasta ári. Er núver- andi markaðsvirði félagsins um 36 milljarðar króna. Lífeyrissjóðir eru áberandi í hópi stærstu hluthafa Símans en Líf- eyrissjóður verslunarmanna er sem dæmi stærsti hluthafi félagsins með um 13,5 prósenta hlut og Lífeyris- sjóður starfsmanna ríkisins sá næst stærsti með um 11,3 prósenta hlut. Þá heldur Gildi jafnframt á um 9,3 prósenta hlut í félaginu. – hae, kij Erlendir sjóðir seldu fyrir nærri milljarð í Símanum Erlendir sjóðir minnka við sig í Símanum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GÍRAR - FÆRIBÖND - RAFMÓTORAR - LEGUR 588 80 40 www.scanver.is RAFMÓTORAR Íslenska ríkið mun fá rúmlega sex milljarða króna í sinn hlut vegna sölu eignarhaldsfélags Kaupþings á liðlega fimmtán prósenta hlut í Arion banka fyrr í þessum mánuði fyrir samtals um 20,5 milljarða króna. Það kemur til vegna af komuskiptasamnings milli Kaupþings og stjórnvalda, sem var á meðal stöðugleikaskilyrða sem slitabúið þurfti að undirgang- ast við samþykkt nauðasamninga í árslok 2015, en þetta er í fyrsta sinn sem ríkið fær greitt á grundvelli samningsins. Samtals hefur ríkissjóður þá feng- ið um 90 milljarða króna í tengslum við söluferli Kaupþings á eignar- hlutum sínum í Arion banka, sem hófst í mars 2017, en auk þess hefur félagið greitt um 8,3 milljarða króna í vexti vegna 84 milljarða króna veðskuldabréfs sem það gaf út til ríkisins í ársbyrjun 2016. Skulda- bréfið, sem var með veði í hluta- bréfum í Arion banka og var hluti af stöðugleikaframlagi Kaupþings, var greitt upp að fullu í fyrra. S a m k væmt a f komu sk ipt a- samningnum fær íslenska ríkið þriðjung af öllu söluandvirði Kaupþings á eignarhlutum félags- ins í Arion banka milli 100 og 140 milljarða króna en helminginn á milli 140 og 160 milljarða króna. Þá fær ríkissjóður þrjá fjórðu í sinn hlut af söluandvirði umfram 160 milljarða króna. Áður en Kaupþing minnkaði hlut sinn í Arion banka í byrjun þessa mánaðar hafði eignar- haldsfélagið selt í bankanum, ásamt öðrum ráðstöfunum í tengslum við söluferlið eins og meðal annars sér- stakar arðgreiðslur, fyrir samtals nærri 99 milljarða króna. Kaupþing seldi sem fyrr segir fyrir skemmstu fimmtán prósenta hlut í Arion banka fyrir 20,5 milljarða. Annars vegar keyptu innlendir og erlendir fjárfestar, meðal annars fjárfestingafélagið Stoðir, sem er í dag stærsti íslenski fjárfestirinn í hlutahafahópnum, tíu prósenta hlut fyrir samtals 14 milljarða og þá var fimm prósenta hlutur seldur til bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capital fyrir 6,5 milljarða. Eignar- hlutur Kaupþings í Arion banka nemur í dag 20 prósentum en var þegar mest lét 87 prósent. Miðað við núverandi hlutabréfaverð, sem var 76,9 krónur á hlut við lokun markaða í gær, er hlutur Kaupþings metinn á um 28 milljarða. Ljóst er að íslensk stjórnvöld hafa ríka hagsmuni af því, vegna af komuskiptasamningsins, að Kaupþing fái sem hæst verð fyrir þann eignarhlut í bankanum sem er enn í eigu félagsins. Það mun skila sér í hærra stöðugleikafram- lagi Kaupþings til ríkissjóðs, sem gæti hæglega numið mörgum millj- örðum króna. Ólíklegt er talið, að sögn þeirra sem þekkja vel til, að Kaupþing muni minnka mikið við hlut sinn í bankanum á næstu miss- erum. Samkvæmt stöðugleikaskilyrð- um Kaupþings hafa íslensk stjórn- völd sem kunnugt er forkaupsrétt á öllum hlutabréfum Kaupþings í Arion banka ef til stendur að selja þau á genginu 0,8 eða lægra miðað við eigið fé bankans. Ríkið átti því þess kost að ganga inn í nýafstaðin kaup fjárfesta á 15 prósenta hlut í Arion banka, sem voru gerð á gengi sem var vel undir 0,7 miðað við eigið fé, en kaus hins vegar að nýta sér ekki forkaupsrétt sinn. Arion banki var skráður á markað á Íslandi og í Svíþjóð í júní í fyrra þegar Kaupþing seldi samtals um 29 prósenta hlut í bankanum í almennu hlutafjár útboði. Fyrir utan Kaup- þing eru stærstu hluthafar bankans ýmsir erlendir sjóðir, meðal annars vogunarsjóðirnir Taconic Capital, Attest or Capital og Och-Ziff Capital. hordur@frettabladid.is Ríkið fær sex milljarða við sölu Kaupþings Afkomuskiptasamningur stjórnvalda og Kaupþings vegna Arion banka hefur virkjast í fyrsta sinn. Fjármunir vegna sölu Kaupþings fyrr í þessum mánuði á 15 prósenta hlut fyrir samtals 20,5 milljarða renna að stórum hluta til ríkisins. Hlutabréfaverð Arion banka hefur hækkað um 9 prósent frá áramótum. Markaðsvirði bankans er nú um 140 milljarðar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Hvernig skiptist söluandvirði hluta Kaupþings í Arion banka? 0 - 84 milljarðar Inn á skuldabréf til ríkisins. 84 - 100 milljarðar Fer allt til Kaupþings. 100 - 140 milljarðar 1/3 til ríkisins, 2/3 til Kaupþings. 140 til 160 milljarðar 1/2 til ríkisins, 1/2 til Kaupþings. Yfir 160 milljarðar 3/4 til ríkisins, 1/4 til Kaupþings. ✿ Afkomuskiptasamningur 1 7 . A P R Í L 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN 1 7 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 D 4 -9 3 4 8 2 2 D 4 -9 2 0 C 2 2 D 4 -9 0 D 0 2 2 D 4 -8 F 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s _ 1 6 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.