Fréttablaðið - 17.04.2019, Page 22

Fréttablaðið - 17.04.2019, Page 22
1,4 milljarðar króna er mark- aðsvirði hlutar VÍS í Kviku banka. Vátryggingafélag Íslands hefur minnkað  hlut sinn í Kviku banka um liðlega  1,6 pró- sent af hlutafé fjárfestingabankans, samkvæmt nýjum hluthafalista, og er nú þriðji stærsti hluthafi bank- ans með 6,45 prósenta eignarhlut. Miðað við núverandi hlutabréfa- verð hefur VÍS því selt í Kviku fyrir nærri 350 milljónir króna. Þá er Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild, stærsti lífeyrissjóð- ur landsins, kominn í hóp tuttugu stærstu hluthafa fjárfestingabank- ans með 1,34 prósenta hlut. Hefur sjóðurinn tvöfaldað eignarhlut sinn í Kviku frá áramótum.    Hlutur VÍS, sem kom fyrst inn í eigendahóp Kviku í ársbyrjun 2017, er metinn á ríf lega 1,4 milljarða króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í bankanum en um er að ræða stærstu einstöku fjárfestingar- eign félagsins. Hluthafafundur tryggingafélags- ins samþykkti sem kunnugt er síð- asta sumar að lækka hlutafé félags- ins með 1,8 milljarða króna greiðslu til hluthafa í formi bréfa í Kviku. Við greiðsluna fór eignarhlutur VÍS í bankanum úr 21,8 prósentum í 9,6 prósent en síðan þá hefur hluturinn minnkað enn frekar. Á meðal umsvifamestu hlut- hafa VÍS eru félög í eigu hjónanna Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, stjórnarmanns í tryggingafélaginu, og Guðmundar Arnar Þórðarsonar með samtals ríf lega sjö prósenta hlut. Félag þeirra er einnig í hópi stærstu eigenda Kviku banka með 7,7 prósenta eignarhlut og þá situr Guðmundur Örn í stjórn bankans. Hlutabréf í Kviku banka, sem var skráður á aðallista Kauphallarinnar í lok síðasta mánaðar, hafa hækkað um liðlega 40 prósent í verði frá ára- mótum. Er markaðsvirði bankans í dag nærri 22 milljarðar króna. Bréfin ruku upp um hátt í níu prósent á mánudag eftir að bank- inn greindi frá því að afkoma fyrsta ársfjórðungs hefði verið umtalsvert betri en gert hafði verið ráð fyrir. Er útlit fyrir að hagnaður Kviku verði á bilinu 830 til 880 milljónir króna. Helsta ástæða bættrar af komu er sú að þóknanatekjur voru umfram áætlun, einkum vegna þess að markaðsaðstæður voru hagfelldar á fyrsta fjórðungi ársins.  – kij VÍS selur í Kviku fyrir 350 milljónir Íslensk ar smásölu keðju r skoða möguleikann á að minnka þjónustustig til að bregðast við þeim launa-hækkunum sem nýr kjara-samningur kveður á um. Tvær af þremur stærstu keðjum landsins segjast reiðubúnar að endurskoða opnunartíma verslana. Gunnar Egill Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri verslunarsviðs Sam- kaupa, segir í samtali við Markað- inn að hlutfall launakostnaðar hjá Samkaupum hafi vaxið ört á síðustu fimm árum. „Við höfum ekki svig- rúm til þess að taka á okkur þessar hækkanir án þess að bregðast við með einhverjum hætti,“ segir Gunnar Egill en að hans mati felst stærsta tækifærið til hagræðingar í þjónustustiginu. „Þjónustustigið á Íslandi er mjög hátt miðað við það sem gengur og gerist í kringum okkur. Ef við skoð- um til dæmis opnunartíma verslana í Þýskalandi þá eru þær flestar lok- aðar á sunnudögum. Við þurfum að endurskoða hversu margar versl- anir þurfa að vera opnar allan sólar- hringinn,“ segir hann en alls eru tíu verslanir á vegum Samkaupa opnar allan sólarhringinn. Samkaup muni ekki leggja upp með fækkun starfsfólks ef kjara- samningarnir verða samþykktir en lækkun þjónustustigs hafi óhjá- kvæmilega í för með sér minni eftir- spurn eftir vinnuafli. Þá segir Gunnar Egill lítið svig- rúm til þess að f leyta hækkunum út í verðlagið en hækkanir frá fram- leiðendum og heildsölum setji þó þrýsting á verðið. „Hækkanirnar munu því brjótast fram í verðlag- inu upp að vissu marki vegna þess að við erum nú þegar farin að fá til okkar hækkanir frá framleiðendum og heildsölum. Ef innkaupaverðið hækkar þá hækkar söluverð á öllum smásölumarkaðinum. Við erum að hafna því að framleiðendur og heildsalar fleyti kostnaðinum beint á verslunina án þess að skoða hag- ræðingarkosti eins og við erum að gera,“ segir Gunnar Egill. Atvinnuleysi sögð líklegri útkoma en verðbólga Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar, sem rekur Krónuna, N1, og ELKO, segir einnig að fyrirtækið sé að skoða styttingu á opnunar- tímum. Þá sé viðbúið að segja þurfi upp starfsfólki ef kjarasamning- arnir verða samþykktir. „Það er því miður ekki hægt að bregðast við með öðrum hætti,“ segir Eggert Þór. „Það eru í sjálfu sér aðeins tvær leiðir. Annaðhvort fer launahækk- unin út í verðlagið eða fyrirtækin hagræða og fækka starfsfólki,“ segir Eggert Þór en hann telur að nú séu aðstæður þannig að launahækk- anir séu líklegri til að koma fram í atvinnustigi en verðlagi. „Það er engin spurning að áður fyrr fóru allar launahækkanir út í verðlagið. Verðlagið rauk af stað og þannig voru miklar hækkanir leiðréttar með gengisfellingu krón- unnar. Nú hefur staðan hins vegar breyst. Seðlabankinn er með risa- vaxinn gjaldeyrisforða og erlend staða þjóðarbúsins er sterk. Það eru því engar líkur á að krónan fari að veikjast mikið og þess vegna held ég að þessar launahækkanir brjótist frekar fram í atvinnustiginu.“ Þjónustustig líði fyrir launahækkanir Íslenskar smásölukeðjur skoða möguleikann á því að minnka þjónustustig til þess að geta staðið undir launahækkunum. Forstjóri Festar telur líklegt að hækkanirnar brjótist fram í atvinnustigi fremur en verðbólgu. Hagkaup hyggst ekki breyta opnunartímum. Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@frettabladid.is Ýtir undir sjálfvirknivæðingu Stærstu smásölufyrirtækin, Samkaup, Festi og Hagar, hafa öll komið fyrir sjálfsafgreiðslu í völdum verslunum. Finnur Árnason, forstjóri Haga, sagði í miðopnuviðtali við Markaðinn í mars að sjálfsafgreiðslukassar væru í níu verslunum Haga og að stefnt væri að því að þeir yrðu í 18 verslunum á þessu ári. „Um 34-52 prósent afgreiðslna fara þar í gegn sem er meira en við bjuggumst við,“ sagði Finnur. Krónan, sem er undir hatti Festar, hefur aukið sjálfvirkni- væðingu afgreiðsluferla á síðustu misserum. Eggert Þór segir að launahækkanir ýti undir sjálf- virknivæðinguna. „Það verður fýsilegra að fjárfesta í tækni þannig að færri hendur komi að,“ segir hann. Við þurfum að endurskoða hversu margar verslanir þurfa að vera opnar allan sólarhring- inn. Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmda- stjóri verslunar- sviðs Samkaupa Það eru engar líkur á að krónan veikist mikið og þess vegna held ég að þessar launahækkanir brjótist fram í atvinnustig- inu. Eggert Þór Kristófersson, forstjóri Festar Smásölukeðjur leita leiða til að bregðast við launahækkunum. Verslunum sem eru opnar allan sólarhringinn getur fækkað. Fréttablaðið/Ernir Hyggjast ekki stytta opnunar- tíma í verslunum sínum Smásölukeðjan Hagkaup rekur tvær verslanir sem eru opnar allan sólar- hringinn. Gunnar Ingi Sigurðsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, seg- ist ekki gera ráð fyrir breyttu þjón- ustustigi gagnvart viðskiptavinum. „Við þurfum að leggja okkur meira fram við að hagræða í rekstr- inum. Eins og staðan er í dag höfum við ekki í hyggju að breyta opnun- artímunum. Í þessum rekstri sem öðrum eru allir möguleikar skoð- aðir,“ segir Gunnar. Hafin er atkvæðagreiðsla meðal aðildarfyrirtækja Samtaka atvinnu- lífsins um kjarasamninga við verka- fólk og verslunarmenn fyrir tíma- bilið 2019-2022. Hún stendur yfir til 24. apríl. Kjarasamningurinn felur í sér sérstaka áherslu á kjarabætur til tekjulágs launafólks þar sem launa- hækkanir samningsins eru allar í formi krónutöluhækkana á kaup- taxta og föst mánaðarlaun fyrir dagvinnu. Launahækkanir til þeirra sem starfa á töxtum nema 90 þús- und krónum á samningstímanum. 1 7 . A P R Í L 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN 1 7 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 D 4 -A 7 0 8 2 2 D 4 -A 5 C C 2 2 D 4 -A 4 9 0 2 2 D 4 -A 3 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 1 6 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.