Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.04.2019, Qupperneq 58

Fréttablaðið - 17.04.2019, Qupperneq 58
ÁHEYRENDUR SEGJA: JÁ, ÞAÐ ER PLÁSS FYRIR AÐRA SINFÓNÍUHLJÓM- SVEIT Á ÍSLANDI OG ÞAÐ GERA LISTAMENNIRNIR EINNIG. Sinfóníuhljómsveit Norð-urlands stendur f y rir tvennum stórtónleikum í páskavikunni þegar tvö af mögnuðustu verkum Mozarts verða flutt í Hofi á Akureyri á skírdag og í Lang- holtskirkju á föstudaginn langa. Requiem, Sálumessa, eftir Mozart verður í f lutningi Garðars Thórs Cortes, Hönnu Dóru Sturludóttur, Ágústs Ólafssonar og Helenu Guð- laugar Bjarnadóttur. Kammerkór Norðurlands og Söngsveitin Fíl- harmónía mynda 80 manna kór á tónleikunum en hljómsveitar- stjórinn er hin finnska Anna-Maria Helsing. Alexander Edelstein verður síðan einleikari í hinum undurfal- lega píanókonsert nr. 20 í d-moll eftir Mozart. „Páskatónleikar Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands hafa gjarnan verið aðaltónleikar hljómsveitar- innar ár hvert í gegnum tíðina, eru gjarnan vel sóttir en núna er uppselt í Hofi. Þá fannst okkur upplagt að fara suður og f lytja dagskrána líka þar, eins og við gerðum í fyrra með Matteusarpassíuna og sýna Reyk- víkingum hvað við erum að bralla fyrir norðan,“ segir Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, framkvæmda- stjóri hljómsveitarinnar. „Áheyr- endur á Íslandi hafa svo sannarlega kveðið upp sinn dóm um það hvort pláss sé fyrir aðra sinfóníuhljóm- sveit á Íslandi, en síðustu fimm árin hefur verið fullt hús á nær öllum okkar tónleikum, líka þeim sem við höfum flutt í Reykjavík og Fær- eyjum, en á Matteusarpassíunni í fyrra var uppselt í Hallgrímskirkju. Áheyrendur segja: Já, það er pláss fyrir aðra sinfóníuhljómsveit á Íslandi og það gera listamennirnir einnig. Síðastliðið vor auglýstum við eftir hljóðfæraleikurum sem vildu koma á samning við okkur. Eitt hundrað manns sóttu um og nú erum við með fimmtíu manna kjarna en í stærri verkefnum eru þrjátíu til viðbótar kallaðir út.“ Á hátindi ferils síns Hljómsveitarstjórinn Anna-Maria Helsing er vel þekkt í heimi sígildrar tónlistar. „Það er mjög mikilvægt fyrir hljómsveit eins og okkar að fá reynda stjórnendur sem eru á hátindi ferils síns eins og Anna- Maria er,“ segir Þorvaldur. „Það er líka hluti af stefnu okkur að jafna hlut kvenna í hinum karllæga heimi hljómsveitarstjóra. Hallfríður Ólafsdóttir var stjórnandi hjá okkur fyrir jól og í kjölfarið kemur Anna- Maria. Það er alls ekki sjálfsagt að hún komi til okkar en það vildi þannig til að ég sá hana í búnings- herbergi í Hörpu þar sem hún var að æfa sig og spurði hana hvort hún vildi koma til okkar og hún sagði já. Einfalt og gott!“ Einleikarinn í hinum fræga píanókonsert nr. 20 í d-moll eftir Mozart er ungur að árum. „Alex- ander Edelstein er kominn af magnaðri tónlistarætt. Hann er sonur Kristjáns Edelstein gítar- leikara sem býr hér fyrir norðan og er allt í öllu í blúsnum og djass- inum og kennir hér á gítar. Genin eru alveg á réttum stað hjá honum og hann valdi ungur að helga sig algjörlega klassískri tónlist og lætur Sinfóníuhljómsveit með bjarta drauma Sinfóníuhljómsveit Norðurlands heldur stórtónleika í Hofi á Akureyri á skírdag og í Langholtskirkju á föstudaginn langa. Heimsfrægur hljómsveitarstjóri og ungur píanóleikari með genin á réttum stað. Þorvaldur Bjarni er ánægður en hljómsveitin slær í gegn hér heima og erlendis. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN NÍELSSON Alexander Edelstein valdi ungur að helga sig algjörlega klassískri tónlist. Anna-Maria Helsing hljómsveitar- stjóri. MYND/TIMO HEIKKALA ekkert annað truf la sig. Ungur að árum er hann kominn mjög langt í sínu námi og er núna í Listahá- skólanum að undirbúa lokaprófið. Hann fær ekki betri þjálfun fyrir það en að takast á við píanókonsert með alvöru sinfóníuhljómsveit og frábærum stjórnanda. Ég get ekki beðið eftir að heyra afraksturinn.“ Í öflugri útrás Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefur sannarlega sett sitt mark á tónlistarlífið hér á landi, en hún hefur einnig verið í öf lugri útrás því hún hefur leikið inn á fjölda erlendra og innlendra kvikmynda og þátta. Hljómsveitin átti nýlega 25 ára afmæli og hélt af því tilefni hátíðartónleika á Akureyri og af sama tilefni var opnað kvikmynda- tónlistarverkefni sem hefur verið í smíðum síðan 2015 að viðstöddum forseta Íslands, Guðna Th. Jóhann- essyni, og Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra sem opnaði verkefnið formlega. Verkefnið er kallað SinfoniaNord. „Þetta hafði samstundis þau áhrif að hljómsveitinni var boðið í eins konar hátíðarkvöldverð þar sem við fengum að kynnast og hitta áhrifafólk í tónlistarbransanum í Los Angeles, sem ákveður hvar svona tónlist er tekin upp í heim- inum hverju sinni, þetta var hluti af verkefni á vegum ÚTÓN sem heitir Record in Iceland,“ segir Þorvaldur Bjarni. „Þetta var mikilvægt því við höfum spilað tónlist inn á myndir þaðan og höfðum því töluvert efni til að sýna, nýbúin að opna heima- síðuna sinfonianord.is. Fyrir þá sem sjá heimasíðuna er engu líkara en við værum búin að vera í brans- anum í tíu ár.“ Munur á framlögum Þorvaldur er óþreytandi við að vekja athygli á tilveru SN og hversu mikill munur er á framlögum ríkisins til menningarstarfsemi á höfuðborgarsvæðinu og til dæmis markaðssvæðis Menningarfélags Akureyrar. „Sinfóníuhljómsveit Norðurlands á ekki í samkeppni við Sinfóníuhljómsveit Íslands, enda væri það ekki hægt. Munurinn á framlögum til sveitanna er rúm- lega einn og hálfur milljarður. Þessi munur er óeðlilega mikill miðað við markaðssvæði hljómsveitanna. Segja má að á markaðssvæði tón- leika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu búi um 250.000 manns á móti um 30.000 manns að baki Sinfóníuhljómsveit Norðurlands í Hofi. Það liggur í augum uppi að þessi munur á framlögum er óeðli- lega mikill,“ segir Þorvaldur. Þess vegna telur hann að eðlilegt sé að Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hljóti framlög sem nemi um 10 pró- sentum af framlögum til Sinfóníu- hljómsveitar Íslands. „Það væri sanngjarnt miðað við svörunina sem Sinfóníuhljómsveit Norður- lands fær á sínu markaðssvæði og þó víða væri leitað. Núna eru fram- lögin innan við þrjú prósent. Þessu þarf að breyta,“ segir Þorvaldur að lokum. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is 1 7 . A P R Í L 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R26 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 1 7 -0 4 -2 0 1 9 0 7 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 D 4 -A B F 8 2 2 D 4 -A A B C 2 2 D 4 -A 9 8 0 2 2 D 4 -A 8 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 1 6 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.