Fréttablaðið - 01.05.2019, Side 6

Fréttablaðið - 01.05.2019, Side 6
Fáðu blað dagsins í tölvupósti kl. 5.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista Frétta- blaðsins á www.frettabladid.is/ nyskraning. Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið SAMGÖNGUMÁL Settur hefur verið á fót stýrihópur til að hefja viðræður til að móta tillögur um næstu skref í uppbyggingu samgangna á höfuð- borgarsvæðinu. Í hópnum sitja fyrir hönd ríkis- stjórnarinnar forsætisráðherra, samgöngu- og sveitarstjórnarráð- herra og fjármála- og efnahagsráð- herra. Þá eiga formaður og vara- formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sæti í hópnum auk borgarstjóra. Hópnum er ætlað að vinna tillög- ur út frá fyrirliggjandi hugmyndum um framkvæmdir á höfuðborgar- svæðinu og skýrslu viðræðuhóps frá 2018. Þar er meðal annars að finna samkomulag um tillögu að fram- kvæmdum á stofnvegum og inn- viðum borgarlínu til næstu 15 ára. Fram kemur í tilkynningu að markmið viðræðnanna sé að móta sameiginlega sýn um fjármögnun 102 milljarða fjárfestingaráætl- unar í samgöngumálum á höfuð- borgarsvæðinu. Þá mun hópurinn leggja fram beinar tillögur um fjár- mögnun einstakra framkvæmda og hvernig verkaskiptingu milli ríkis og sveitarfélaga verður háttað. – sar Stýrihópur um samgöngumál FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI STJÓRNSÝSLA Stjórn út gerðar fé- lagsins Sam herja og Þor steinn Már Bald vins son, for stjóri Sam herja, hafa lagt fram kæru til lög reglu á hendur Má Guðmundssyni seðla- bankastjóra og fimm öðrum stjórn- endum Seðla bankans vegna ætlaðra brota í starfi. Þor steinn Már birtir kæruna á heima síðu út gerðar fé lagsins, og ritar pistil þar sem hann segir að- gerðir Seðla banka Ís lands, þegar ráðist var í hús leit hjá fé laginu, með öllu for dæma lausar. Þor steinn Már hefur birt fjöl marga pistla og greinar þar sem hann lýsir því sem fram fór þegar Sam herji sætti rann sókn af hálfu Seðla bankans. „Frá því í árs byrjun 2017 hefur Sam herji reynt að ljúka málinu og boðið Seðla banka Ís lands til við- ræðna um að bæta fé laginu hluta þess kostnaðar sem hlotist hefur af málinu. Þá verandi banka ráð beindi því til seðla banka stjóra að svara erindinu en banka stjóri hunsaði það,“ segir hann. Hann hafi í trekað beiðni sína ári síðar. „[…]Full nægjandi mála lyktir af okkar hálfu væru af sökunar beiðni frá bankanum og bætur upp í út- lagðan kostnað. Yrði þá ekki frekar að hafst af hálfu Sam herja. Allt kom fyrir ekki og þann 15. apríl sl. barst bréf frá lög manni Seðla bankans þar sem beiðni Sam herja hf. um við ræður var hafnað. Á svipuðum tíma barst mér svo bréf þar sem bankinn kvaðst ekki ætla að endur- greiða sekt sem lögð var á mig per- sónu lega eða hlutast til um að hún verði greidd,“ segir Þor steinn. Þar af leiðandi eigi Sam herji engra annarra kosta völ en að höfða mál á hendur bankanum. „Starfs menn bankans tóku fjöl- margar á kvarðanir um að gerðir gegn Sam herja í vondri trú og gegn betri vitund. Slík hátt semi varðar við refsi lög og felur í sér á setnings- brot um rangar sakar giftir. Al- mennir borgarar eru látnir sæta refsingu fyrir slíka fram komu. Rétt er að hátt settir starfs menn Seðla- banka Ís lands sitji við sama borð og aðrir í þessum efnum og svari til saka eins og aðrir borgarar.“ – sks Samherjamenn kæra Má og stjórnendur í Seðlabankanum Þor steinn Már Bald vins son, for­ stjóri Sam herja. SVEITARSTJÓRNARMÁL „Þetta byggir kannski í stórum dráttum á því meg- insjónarmiði hvort það eigi að efla sveitarstjórnarstigið eða ekki. Það er grundvallarspurningin. Þótt manni finnist vera nokkur samhljómur um að það eigi að efla það, þá er kannski ekki alveg ljóst hversu mikill sam- hljómur er um það hvernig eigi að gera það,“ segir Valgarður Hilmars- son, formaður starfshóps um stefnu- mótun fyrir sveitarstjórnarstigið. Grænbók, eða umræðuskjal, starfshópsins hefur verið lögð fram í opið samráðsferli. Að samráði loknu mun hópurinn móta hvítbók sem er í raun drög að opinberri stefnu. Auk Valgarðs  eiga sæti í hópnum þau Sóley Björk Stefánsdóttir, bæjar- fulltrúi á Akureyri, Aldís Hafsteins- dóttir, bæjarstjóri í Hveragerði og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. „Framsetningin hjá okkur er þannig að við reynum að kalla fram viðbrögð og umræðu. Það má segja að þarna sé bæði samantekt á stöðu sveitarfélaga og því leiðarljósi sem ráðherra og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa haft. Síðan er meiningin að lögð verði fram þings- ályktunartillaga í haust um stefnu- mótun,“ segir Valgarður. Í grænbókinni fer starfshópurinn yfir þau lykilviðfangsefni sem hann telur fram undan á næstu árum. Í því skyni eru settar fram 50 spurningar sem snúa að sjálfsstjórn sveitar- félaga, lýðræði og mannréttindum, sjálfbærni, heildarhagsmunum og verkefnum sveitarfélaga og tekju- stofnum. „Við ákváðum að hafa spurning- arnar fleiri en færri í því augnamiði að reyna að draga fram skoðanir fólks. Við munum svo fara vel yfir það sem kemur en við vonumst bæði til þess að fá viðbrögð frá sveitar- stjórnarfólki og ekki síður frá íbúum sjálfum.“ Umræðan um ef lingu sveitar- stjórnarstigsins snúist að miklu leyti um fjármál en ekki megi gleyma félagslega þættinum. „Hvernig horfa hlutirnir til dæmis við sveitarfélög- um sem ná yfir stór svæði. Hvernig er hægt að nálgast íbúana og skoðanir þeirra betur? Það eru líka áleitnar spurningar.“ Sé vilji til þess að ef la sveitar- félög með því að færa þeim fleiri verkefni þurfi þau að vera stærri og öf lugri. Sjálfur var Valgarður sveitarstjórnar maður í um fjóra áratugi og var meðal annars sveitar- stjóri Blönduóssbæjar. „Kannski þurfa þau líka að vera einsleitari en þau eru í dag þótt það verði auðvitað aldrei jafnað alveg. Við erum með allan skalann frá Árneshreppi á Ströndum til Reykja- víkur. Það er samt alveg sama hver stærð sveitarfélagsins er, þeim er öllum ætlað að þjónusta íbúana.“ sighvatur@frettabladid.is Spyrja 50 lykilspurninga um framtíð sveitarstjórnarstigs Grænbók um stefnumótun fyrir sveitarstjórnarstigið hefur verið lögð fram í opið samráðsferli. Formað- ur starfshópsins sem vann grænbókina vonast til að fá viðbrögð sveitarstjórnarfólks og almennings. Árneshreppur á Ströndum er fámennasta sveitarfélag landsins en íbúar voru 40 um síðustu áramót. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Um 52 prósent útgjalda sveitarfélaga fara til fræðslu- og uppeldismála. Næst kemur félagsþjónustan með 17 prósent. 72 sveitarfélög eru í landinu en þau voru 197 árið 1992. TÆKNI Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri samfélagsmiðlaris- ans Facebook, kynnti í gær nýja útgáfu bæði vafra- og appútgáfu samfélagsmiðilsins Facebook á ráðstefnu fyrirtækisins. Að sögn Zuckerbergs verða notandinn og öryggi persónulegra upplýsinga hans gert að algjöru forgangsatriði með uppfærslunni. „Saga Facebook telur f jórar eiginlegar útgáfur af miðlinum og þetta er sú fimmta. Þannig við köllum hana einfaldlega FB 5,“ sagði Zuckerberg. Forstjórinn viðurkenndi að undanfarin misseri hafa reynst Facebook erfið. Fyrirtækið hefur beðið mikinn álitshnekki vegna aragrúa hneykslismála sem f lest snúa að öryggi og meðferð per- sónulegra gagna. „Sko, ég skil vel ef margir halda að okkur sé ekki alvara nú. Orðspor okkar með til- liti til öryggismála er ekkert sér- staklega sterkt, svo vægt sé til orða tekið. En ég er staðráðinn í því að gera þetta vel og hefja nýjan kaf la í sögu Facebook.“ Útlit samfélagsmiðilsins breytist verulega með uppfærslunni. Meiri áhersla er lögð á að sýna notandan- um innlegg úr hópum og viðburði í stað deilinga og stöðuuppfærsla. Þá hefur blái liturinn sem einkennt hefur Facebook frá stofnun að mestu vikið fyrir hvítum, miðað við sýnishornin sem Zuckerberg sýndi á F8. – þea Zuckerberg leggur áherslu á öryggi gagna með nýrri uppfærslu Orðspor okkar með tilliti til öryggis- mála er ekkert sérstaklega sterkt, svo vægt sé til orða tekið. En ég er staðráðinn í því að gera þetta vel. Mark Zuckerberg, forstjóri Facebook 1 . M A Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 1 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :4 2 F B 0 5 6 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 E 7 -8 7 9 C 2 2 E 7 -8 6 6 0 2 2 E 7 -8 5 2 4 2 2 E 7 -8 3 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 5 6 s _ 3 0 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.