Fréttablaðið - 01.05.2019, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 01.05.2019, Blaðsíða 10
Þessi stuðningur endurspeglar hug landsmanna. Juan Guaidó, leiðtogi venesú- elsku stjórnar- andstöðunnar JAPAN Akihito Japanskeisari afsal- aði sér krúnunni í keisarahöllinni í Tókýó í gær. Hann varð þannig fyrsti japanski keisarinn til þess að taka þetta skref í rúmar tvær aldir. Naru- hito krónprins og sonur þeirra Aki- hito og Michiko, tók við á miðnætti að staðartíma með keisaraynjuna Masako sér við hlið. Akihito byrjaði sinn síðasta dag sem keisari á því að taka þátt í shinto- trúarathöfn þar sem hann bað goð- fræðilega forfeður keisaraættarinnar um leyfi fyrir því að afsala sér krún- unni, að því er BBC greindi frá. Hinn 85 ára gamli fyrrverandi keisari vildi stíga til hliðar sökum heilsu sinnar og aldurs. Í síðustu ræðu sinni sem keisari óskaði hann Japan og heiminum öllum alls hins besta og þakkaði kærlega samfylgdina í gegnum þá þrjá áratugi sem hann sat á keisarastóli. Hefð er fyrir því að valdatíð hvers keisara fái sérstakt nafn í Japan. Nú er sum sé tekið við Reiwa-tímabilið en Heisei-tímabilið er liðið undir lok. Reiwa hefur verið þýtt sem fallegur samhljómur á meðan Heisei þýðir friður. „Við keisarahjónin vonum að Reiwa-tímabilið einkennist af stöðug leika og velsæld. Ég bið fyrir því af öllu hjarta að Japanar og allir íbúar jarðar njóti friðar og ham- ingju,“ sagði Akihito. Hinn 59 ára gamli Naruhito á eitt barn, prinsessuna Aiko sem fæddist árið 2001. Japönsk lög heimila konum ekki að erfa keisarastólinn og er föð- urbróðir Aiko, Fumihito, því orðinn krónprins. – þea Akihito afsalar sér krúnunni og óskar heimsbyggðinni allri friðar UTANRÍKISM ÁL Katrín Jakobs- dóttir forsætisráðherra fundaði með Nicola Sturgeon, fyrsta ráð- herra skosku heimastjórnarinnar, í Skotlandi í gær. Þetta kom fram í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Þær ræddu um samstarfsverkefni smærri ríkja á sviði hagsældar, loftslagsmála og um samstarf á sviði sjálf bærrar ferðaþjónustu. „Það eru sterk tengsl á milli Íslands og Skotlands og ég fagna mjög samstarfi okkar á sviði hag- sældar og sjálf bærrar ferðaþjón- ustu. Við lítum til stefnumótunar skoskra stjórnvalda í þessum mála- flokkum og fleirum, þar á meðal að því er varðar stafrænt kynferðisof- beldi og heimilisof beldi. Þá rædd- um við sérstaklega um loftslagsmál enda löngu tímabært að þau mál skili sér inn í stefnumótun á öllum öðrum sviðum,“ sagði Katrín. – þea Katrín fundaði með Sturgeon BANDARÍKIN Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur tekið mikinn kipp í skoðanakönn- unum frá því hann tilkynnti form- lega um framboð sitt í forvali Demó- krata fyrir forsetakosningarnar 2020 í síðustu viku ef marka má nýja könnun frá CNN. Samkvæmt könnun Monmouth, sem var birt níu dögum fyrir til- kynningu Bidens, hafði hann stuðn- ing 27 prósenta en Bernie Sanders og Kamala Harris voru með 20 pró- sent og átta prósent. CNN birti í fyrrinótt einu stóru könnunina sem gerð hefur verið eftir tilkynningu varaforsetans fyrrverandi. Þar mælist Biden með mikið forskot; 39 prósent gegn 15 prósentum Sanders og fimm pró- sentum Harris en þau eru í öðru og þriðja sæti samkvæmt meðaltali kannana. Aðrir frambjóðendur hafa tekið kipp eftir tilkynninguna. Sá kippur er þó venjulega tímabundinn og verður forvitnilegt að sjá hvort það sama gildir um Biden. – þea Biden tekur mikinn kipp Akihito keisari og Michiko keisaraynja á lokasprettinum sem keisarahjón. Hin nýju, Naruhito og Masako, sjást svo hér í bakgrunni. NORDICPHOTOS/AFP Það eru sterk tengsl á milli Íslands og Skotlands og ég fagna mjög samstarfi okkar á sviði hagsældar og sjálfbærrar ferðaþjónustu. Katrín Jakobs- dóttir forsætis- ráðherra Joe Biden. NORDICPHOTOS/AFP VENESÚELA Átök brutust út á milli stjórnarsinna og stjórnarandstæð- inga í Venesúela í gær. Stjórnarliðar sögðu ríkisstjórnina vera að kveða niður „minniháttar valdaráns- tilraun“. CNN í Venesúela, sem ríkisstjórnin lét loka fyrir í gær- kvöldi, greindi frá því að 52 hefðu særst í átökunum. Þar af 32 vegna gúmmíbyssukúlna og einn vegna raunverulegrar byssukúlu. Ástandið í Venesúela hefur verið á suðupunkti mánuðum saman eða allt frá því að venesúelska þingið lýsti því yfir í janúar að Juan Guaidó þingforseti tæki við sem starfandi forseti af Nicolás Maduro. Þingið, þar sem stjórnarandstaða hefur meirihluta, lítur svo á að Maduro hafi ekki verið endurkjörinn í for- setakosningunum 2018 þar sem hann á að hafa svindlað. Maduro er ekki á sama máli og þingið enda álítur hann það í raun valdalaust. Hann stofnaði sérstakt stjórnlagaráð árið 2017 þar sem samflokksmenn hans halda öllum sætum. Forsetinn álítur ráðið eins konar arftaka þingsins. Eftir að þingið lýsti Guaidó starf- andi forseta bárust stuðningsyfir- lýsingar frá Vesturlöndum. Banda- ríkin hafa verið einna háværust í stuðningi við Guaidó. Rússar hafa hins vegar verið einir dyggustu stuðningsmenn Maduro-stjórnar- innar. Atburðarás gærdagsins hófst þegar Guaidó birti myndband af sér þar sem hann sást með einkennis- klæddum hermönnum fyrir utan La Carlota-herstöðina í höfuðborginni Karakas. Guaidó sagði að hermenn hefðu svarað kalli stjórnarand- stöðunnar og sagði að gærdagurinn markaði „endalok valdaránsins“. Við hlið Guaidó stóð einnig Leo- poldo López, samflokksmaður hans sem var dæmdur í stofufangelsi árið 2014 fyrir að hafa skipulagt mót- mæli. López greindi síðar frá því á Twitter að hermenn hefðu leyst hann úr haldi. „Nú þurfa allir að fara í viðbragðsstöðu. Það er tími til þess að vinna frelsissigur,“ tísti hann. Guaidó sagði við blaðamenn að fjöldi hermanna styddi hann nú. „Það eru hershöfðingjar, ofurstar, majórar. Þessi stuðningur endur- speglar hug landsmanna.“ Maduro brást samkvæmt The New York Times við með því að segja að herinn væri hliðhollur ríkisstjórn hans. Jorge Rodríguez, upplýsingamálaráðherra Maduros, fylgdi í kjölfarið og sagði ríkis- stjórnina nú vera að „takast á við og leysa upp hóp landráðamanna úr hernum sem hefðu tekið yfir herstöðina til þess að framkvæma valdarán“. Upp úr hádegi að staðartíma höfðu um 2.000 safnast saman til stuðnings Guaidó við herstöðina og um 200 stuðningsmenn Mad- uros við forsetahöllina. Átök brut- ust út við herstöðina og varpaði þjóðvarðlið og lögregla táragasi á stjórnarandstæðinga. Sjá mátti brynvarinn bíl þjóðvarðliðsins aka yfir mótmælendur á myndbandi sem birtist á veraldarvefnum. Sam- kvæmt Reuters í Venesúela höfðu mótmælendur grýtt bílana. Rússneska utanríkisráðuneytið sakaði stuðningsmenn Guaidó í tilkynningu um að beita of beldi til þess að ná sínu fram. „Í staðinn fyrir að leysa pólitískan ágreining á frið- samlegan hátt hafa þeir ákveðið að stofna til átaka.“ Donald Trump, forseti Banda- ríkjanna, sagðist fylgjast náið með gangi mála. „Bandaríkin standa með venesúelsku þjóðinni og frelsi hennar,“ tísti forsetinn og átti þar við stuðningsmenn Guaidó. Antonio Guterres, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti til stillingar að sögn upplýsinga- fulltrúa hans, Stephane Dujarric. „Hann biðlar til alla hlutaðeigandi um að forðast of beldi og leitast við að koma á friði á ný.“ Ekki hafði tekist að stilla til friðar þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. The Guardian hafði eftir venesúelska blaðamanninum Luz Mely Reyes að Guaidó hefði ekki ætlað sér að stíga þetta skref í gær. Honum hefði hins vegar fundist hann knúinn til þess þar sem ríkis- stjórnin var við það að handtaka hann, sagði Reyes. thorgnyr@frettabladid.is Átök brutust út á milli stjórnar og andstöðunnar í Venesúela Lögregla og þjóðvarðlið vörpuðu táragasi á stuðningsmenn stjórnarandstöðuleiðtogans og starfandi forsetans Juan Guaidó í höfuðborg Venesúela eftir að hann birti myndband af sér með hermönnum og hvatti fólk til þess að grípa til aðgerða gegn stjórn Nicolás Maduro forseta. Tugir sagðir vera særðir. Stuðningsmenn Juan Guaidó flykktust að herstöð í höfuðborginni Karakas þar sem þeim lenti saman við lögreglu og þjóðvarðliðið. NORDICPHOTOS/AFP 1 . M A Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 1 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :4 2 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 E 7 -9 6 6 C 2 2 E 7 -9 5 3 0 2 2 E 7 -9 3 F 4 2 2 E 7 -9 2 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 5 6 s _ 3 0 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.