Fréttablaðið - 01.05.2019, Blaðsíða 12
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Kjartan Hreinn Njálssson kjartanh@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Langstærstur
hluti þeirra
lífsgæða sem
við teljum
sjálfsögð hér
á landi í dag
er tilkominn
einmitt vegna
samningsins.
Ljóst er að
sveitarfélög
þurfa að
halda vel á
spöðunum og
stýra fjár-
málum áfram
af ábyrgð.
Reykjavíkur-
borg er vel í
stakk búin til
að takast á
við fram-
tíðina á
traustum
grunni.
Ólöf
Skaftadóttir
olof@frettabladid.is
Þegar Besti f lokkurinn og Samfylkingin tóku við stjórn borgarinnar árið 2010 voru fjármál borgarinnar í rúst. Orkuveitan stóð sérstak
lega tæpt enda vantaði 50 milljarða til að fyrir
tækið kæmist í gegnum næstu ár. Gatið í fjármálum
borgarsjóðs sem loka þurfti í fyrstu fjárhags
áætluninni var fimm milljarðar. Stóra verkefnið var
niðurskurður og hagræðing en á sama tíma þurfti
að ýta undir atvinnusköpun, fjárfestingu og ferða
þjónustu. Um leið var atvinnuleysi í methæðum með
tilheyrandi útgjöldum úr borgarsjóði.
Þegar ársreikningur borgarinnar fyrir árið 2018
var lagður fyrir borgarráð í gær var ljóst að þriðja
árið í röð stefndi í góðan og öruggan afgang af rekstri
borgarsjóðs og fyrirtækja borgarinnar. Rekstrarnið
urstaða Ahlutans, sem er rekstur og eignir borgar
sjóðs skilaði niðurstöðu upp á 4,7 milljarða. Það er á
pari við árið 2017 sem einnig var gríðarlega sterkt ár.
Þessi góði árangur náðist þrátt fyrir að árið 2018 hafi
verið okkar stærsta ár í fjárfestingum í innviðum og
þrátt fyrir þá staðreynd að við höfum aukið framlög
til skólamála og velferðarmála til muna.
Traust fjármálastjórn hefur verið aðalsmerki
borgarinnar frá 2010. Þegar svigrúm hefur skapast
hefur það verið nýtt til að bæta þjónustu þeirra sem
mest þurfa á að halda ásamt því að sinnt hefur verið
umfangsmikilli innviðauppbygginu. Reksturinn
gengur vel, fjárfestingar eru miklar og sterk staða er
á handbæru fé. Um leið eru teikn á lofti í efnahags
lífinu og rekstur margra sveitarfélaga í járnum. Ljóst
er að sveitarfélög þurfa að halda vel á spöðunum og
stýra fjármálum áfram af ábyrgð. Reykjavíkurborg
er vel í stakk búin til að takast á við framtíðina á
traustum grunni. Þess vegna fögnum við sérstaklega
niðurstöðu þessa ársreiknings sem ber vott um borg
sem hefur metnað fyrir framúrskarandi þjónustu,
áherslu á góða innviði og síðast en ekki síst – for
gangsraðar í þágu aukinna lífsgæða íbúa, velferðar
og skólamála.
Traust fjármálastjórn
og betri þjónusta
KOMDU
– dásamleg deild samfélagsins
OPIÐ UM HELGAR FRÁ KL. 11 – 17
K
V
IK
A
Hver var ráðherrann?
Miðflokksmaðurinn Ólafur
Ísleifsson velti því upp á fundi
utanríkismálanefndar í fyrra-
dag hvort það væri þannig að
Íslendingar hefðu engan annan
valkost en að samþykkja þriðja
orkupakkann ef ekki ætti að
stefna EES-samstarfinu í hættu.
Skúli Magnússon héraðsdómari
sem var gestur nefndarinnar
benti þingmanninum á að besta
leiðin til að leita eftir undan-
þágum eða aðlögunum væri á
fyrri stigum. Kannski væri best
að spyrja utanríkisráðherr-
ann sem sat 2016 að því hvers
vegna það hafi ekki verið gert
þá. Svo skemmtilega vill til að
umræddur fyrrverandi utan-
ríkisráðherra er Gunnar Bragi
Sveinsson. Sami Gunnar Bragi
og nú er samflokksmaður Ólafs
og átti raunar að sitja umræddan
fund fyrir hönd Miðflokksins.
ASÍ gegn EES?
ASÍ sendi Alþingi umsögn vegna
þriðja orkupakkans þar sem
lagst er gegn samþykkt málsins.
Raunar telur ASÍ að þegar hafi
verið gengið of langt með orku-
pökkum eitt og tvö en með þeim
var komið á samkeppni á raf-
orkumarkaði. Flestir fræðimenn
telja að það myndi hafa töluverð-
ar afleiðingar fyrir EES ef Alþingi
hafnaði orkupakkanum. Hingað
til hefur það verið nokkuð óum-
deilt að EES-samningurinn hafi
reynst íslensku launafólki afar
vel. Það væru þónokkur tíðindi
ef ASÍ hefði skipt um skoðun á
því. sighvatur@frettabladid.is
Dagur B.
Eggertsson
borgarstjóri í
Reykjavík.
Of langt hefur verið gengið nú þegar í markaðsvæðingu grunnstoða og feigðarf lan að staðfesta markaðsvæðinguna og ganga lengra í þá átt.“Þetta og f leira í þessum dúr kemur
fram í dæmalausri umsögn frá forystu Alþýðusam
bandsins um heitasta umræðuefnið á kaffistof
unum þessi dægrin, Þriðja orkupakkann.
Popúlistar þvert á f lokkslínur keppast við
ábyrgðarlaus upphlaup og barátta andstæðinga
orkupakkans virðist, ótrúlegt en satt, öðrum þræði
snúast um það að Ísland dragi sig hreinlega út úr
affarasælu alþjóðasamstarfi með öllu. Jafnvel með
uppsögn EESsamningsins.
Undir þetta hefur hreyfing launþega nú tekið og
leggst þannig á sveif með öf lum sem beita öllum
brögðum til þess að grafa undan samningnum.
Leitun er að þeim hópi sem hefur notið jafn góðs
af alþjóðasamstarfi og launþegar, og tilvalið er að
rifja það upp í dag á alþjóðlegum degi verkalýðs
ins. Efnahagslegar og félagslegar framfarir á borð
við aukna vinnuvernd, gagnsæi, neytendavernd
og nútímasamkeppnislöggjöf sem færir okkur
fjölbreytni og oft lægra verð eru eingöngu nokkur
dæmi um þær miklu umbætur sem samningurinn
hefur fært launþegum í landinu og mun vonandi
áfram gera. Sem betur fer áttum við á árum áður
stjórnmálamenn sem sáu hvað innri markaðurinn
og sameiginleg löggjöf færðu okkur.
Langstærstur hluti þeirra lífsgæða sem við teljum
sjálfsögð hér á landi í dag eru tilkomin einmitt
vegna samningsins. Undir eru gríðarlegir hags
munir sem Ísland hefur af frjálsum viðskiptum,
alþjóðasamstarfi og síðast en ekki síst mannrétt
indum. Undir er líka að ungt fólk kæri sig yfirhöfuð
um að búa hér á landi, en kjósi ekki einfaldlega með
fótunum.
Saga verkalýðsbaráttu á Íslandi er löng og margir
sigrar unnust í árdaga. En síðasta aldarfjórðunginn
eða svo hafa mestar framfarir orðið í alþjóðlegri
samvinnu.
Hér hafa verið gengnar kröfugöngur þann 1. maí
allt frá árinu 1923 og krafan er í grunninn alltaf sú
sama, aukin réttindi og betri kjör fyrir vinnandi
fólk – krafist er réttlátara samfélags. Síðan 1923
hefur ótrúlega margt áunnist, ekki síst fyrir tilstilli
samstöðu og þrotlausrar baráttu launafólks. Fyrir
það er rétt að vera þakklátur. En það er vont þegar
sjálft Alþýðusambandið missir sjónar á því sem
raunverulega skiptir máli fyrir fólkið í landinu.
Framtíð launþega á Íslandi er best borgið í sam
f loti með þeim löndum sem við eigum mest saman
við að sælda, löndunum á Evrópska efnahags
svæðinu. Vonandi ber launþegahreyfingin gæfu til
þess að leggjast á árarnar og hafna dæmalausum og
óvönduðum málf lutningi andstæðinga orkupakk
ans fremur en að taka undir skefjalaust bullið.
Fyrir launþega í landinu.
Feigðarflan?
1 . M A Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
0
1
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:4
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
E
7
-8
2
A
C
2
2
E
7
-8
1
7
0
2
2
E
7
-8
0
3
4
2
2
E
7
-7
E
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
5
6
s
_
3
0
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K