Fréttablaðið - 01.05.2019, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 01.05.2019, Blaðsíða 34
Skotsilfur Hart sótt að stjórnendum Boeing Stjórnarmenn og helstu stjórnendur Boeing sættu harðri gagnrýni á aðalfundi flugvélaframleiðandans sem haldinn var í Chicago fyrr í vikunni en hlut- hafar kröfðust á fundinum skýringa á því hvernig félagið hygðist bregðast við kyrrsetningu Boeing 737 MAX véla þess. Einkar hart var sótt að Dennis Mull enburg, forstjóra og stjórnarformanni Boeing, og samþykktu 34 prósent hluthafa tillögu um að hann léti af stjórnarformennsku. NORDICPHOTOS/GETTY Áratugur endurreisnar efnahagslífsins er að baki og skiluðu skýr sýn og mark-vissar aðgerðir sterkri stöðu til að takast á við áskoranir fram undan. Tvennt stendur upp úr við endurreisn efna- hagslífsins eftir fall bankanna 2008. Annars vegar er það endurskipu- lagning skulda þar sem heildstæð áætlun um losun fjármagnshafta vó þyngst. Hins vegar er það kröftugt viðbragð atvinnulífsins þar sem ferðaþjónusta blómstraði og varð að undirstöðugrein í útflutningi ásamt iðnaði og sjávarútvegi. Niðurstaðan af þessari markvissu uppbyggingu er sú að hagkerfið er gjörbreytt og stendur miklu sterkar nú en áður. Í sama anda á að efla samkeppnis- hæfnina þannig að öflugt atvinnulíf geti tryggt verðmætasköpun með tilheyrandi lífsgæðum fyrir lands- menn alla. Það þarf að gera – og verð- ur gert – með mótun atvinnustefnu sem tengir saman stefnumótun í ólíkum málaflokkum. Sterk efnahagsleg staða Endurskipulagning skulda var þrí- þætt og olli algerum viðsnúningi. Með losun fjármagnshafta fékk ríkissjóður „hvalreka“ sem nam um 20% af vergri landsframleiðslu auk þess sem erlendar eignir þjóðarbús- ins eru nú meiri en erlendar skuldir, í fyrsta sinn í sögu lýðveldisins. Þessi staða, til viðbótar við öflugan gjaldeyrisforða, er mikilvæg festa fyrir hagkerfið. Í öðru lagi voru skuldir heimila endurskipulagðar og munaði þar mest um Leiðrétt- inguna. Skuldir heimilanna eru nú um 76% af vergri landsframleiðslu og hafa ekki verið lægri á þessari öld en námu 122% þegar mest var árið 2009. Í þriðja lagi voru skuldir fyrirtækja endurskipulagðar í gegnum banka- kerfið og eru nú um 40% af því sem var þegar mest lét. Stöðugleiki Lífskjarasamningurinn er samsett lausn sem miðar að hærri launum, auknum sveigjanleika og lægri sköttum. Með hliðsjón af sterkari efnahagslegri stöðu eins og að framan greinir, kólnun hagkerfisins og fyrirhuguðum umbótum á hús- næðismarkaði skapast skilyrði til lækkunar vaxta líkt og seðlabanka- stjóri nefndi í grein sinni í Morgun- blaðinu í gær. Þannig skapast skil- yrði fyrir stöðugleika á næstu árum. Lífskjarasamningurinn og yfirlýs- ing ríkisstjórnarinnar samhliða gerð hans marka kaflaskil enda eru þeir viðbragð við breyttum aðstæðum. Hagkerfið er að kólna eftir gjöfult hagvaxtarskeið þar sem kaupmáttur hefur vaxið mikið og viðskiptakjör hafa farið versnandi. Erlend sam- keppni í skjóli lægri launa, lægri vaxta og lægri skatta knýr á um hagræðingu fyrir íslenskan iðnað. Nauðsynlegt er að bregðast við svo Ísland dragist ekki aftur úr öðrum ríkjum og það verður aðeins gert með aukinni samkeppnishæfni. Eflum samkeppnishæfni Samkeppnishæfni er heimsmeist- aramót þjóða í lífsgæðum enda er aukin samkeppnishæfni ávísun á aukin verðmæti. Fjórar mikil- vægustu stoðir samkeppnishæfni eru menntun og mannauður, efnis- legir innviðir, nýsköpun og starfs- umhverfi fyrirtækja. Umbætur á þessum fjórum sviðum gagnast því öllum fyrirtækjum enda lyftast öll skip á flóði. Atvinnustefna varðar veginn At v innustef na er samhæf ing aðgerða til þess að skapa aukin verð- mæti, auka framleiðni og efla sam- keppnishæfni. Um þessar mundir vinna stjórnvöld að mótun stefnu í ýmsum lykilmálaflokkum. Það er vel en við munum ekki ná árangri nema hugsa stórt og á heildstæðan hátt, líkt og við endurreisn efna- hagslífsins undanfarinn áratug, þannig að stefnumótun í ólíkum málaf lokkum vinni að sameigin- legu markmiði. Tengja þarf saman stefnumótun á sviði menntamála, nýsköpunar, innviðauppbyggingar og bætts starfsumhverfis fyrirtækja með það að markmiði að auka verð- mætasköpun á Íslandi. Einnig þarf að horfa til orku- og loftslagsmála. Með því að læra af reynslu síðasta áratugar og hugsa heildstætt getum við bætt stöðu Íslands svo um munar. Þetta er ekki val heldur nauðsyn. Nýtt skeið er runnið upp  Sigurður Hannesson framkvæmda- stjóri Samtaka iðnaðarins Engin páskaegg í Arion Hefð hefur verið fyrir því innan Arion banka, rétt eins og flestum fyrir- tækjum landsins, að starfsmenn fái páskaegg að gjöf frá bankanum til að hafa meðferðis í páskafríið. Þeirri hefð var hins vegar slitið í ár en Höskuldur Ólafsson, sem hætti á dögunum sem banka- stjóri Arion banka, lét það verða eitt af sínum síðustu verkum að ákveða að engin páskaegg yrðu gefin í þetta sinn, við afar litlar vinsældir starfsmanna bankans. Sjóðirnir lúffuðu Ný stjórn Eimskips var kjörin á fram- haldsaðalfundi flutningarisans í síðustu viku eftir að þrátefli hafði myndast á milli líf- eyrissjóðanna og stærsta hluthafans, Samherja, á fyrri aðal- fundi í lok mars. Deilan leystist eftir að sjóðirnir gáfu eftir og Vilhjálmur Vilhjálmsson, sem naut stuðnings þeirra og hlaut næst flest atkvæði á fyrri fundinum, dró framboð sitt til baka. Í fimm manna stjórn njóta nú þrír stuðningsmenn Samherja. Áhugavert verður að fylgjast með framhaldinu í fleiri skráðum fé- lögum. Munu lífeyrissjóðirnir halda áfram að leyfa einkafjárfestum í meiri mæli að leiða félögin? Beðið eftir hæfisnefndinni Meira en mán- uður er liðinn frá því tilkynnt var um þá sextán umsækjendur sem sækjast eftir embætti seðla- bankastjóra. Það hefur því vakið athygli að ekki sé búið að ganga frá skipan þriggja manna hæfisnefndar sem mun fara yfir umsóknirnar og meta hæfni þeirra sem sóttu um. Sagt er að búið sé að leita til Þórunnar Guð- mundsdóttur, lögmanns og vara- formanns bankaráðs Seðlabankans, og Eyjólfs Guðmundssonar, rektors Háskólans á Akureyri, um að taka sæti í nefndinni. Beðið er hins vegar eftir því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra skipi þann þriðja en hann verður jafnframt formaður hæfisnefndarinnar. Athygli vakti í liðnum mánuði þegar breska verslanakeðjan Debenhams, sem var stofnuð fyrir ríflega 240 árum, fór í greiðslu- stöðvun og var í kjölfarið tekin yfir af kröfuhöfum sem hyggjast draga verulega úr umsvifum keðjunnar. Á sama tíma greindi ráðgjafarfyrirtækið Coresight frá því að bandarískir smá- salar hefðu í hyggju að loka allt að sex þúsundum verslunum í ár sem yrðu þá 2,2 prósent fleiri verslanir en í fyrra. Allt ber að sama brunni. Á sama tíma og netverslun stóreykst berjast rótgrónar verslanakeðjur í bökkum. Gjörbreytt samkeppnisumhverfi – með aukinni netverslun, minna trausti neytenda og breyttri hegðun nýrrar aldamótakynslóðar – hefur leitt til þess að hefðbundnar versl- anir hafa þurft að leita leiða til þess að hagræða í rekstri, draga saman seglin og laga sig að breyttum veru- leika. Að öðrum kosti blasir gjaldþrot við, eins og eigendur Claire’s, Sears og Toys R Us, svo dæmi séu nefnd, hafa fengið að kenna á. Ris Amazon, eins verðmætasta fyrirtækis heims, er hin hliðin á sama peningi. Íslenskar verslanir hafa vitaskuld ekki farið varhluta af þessari þróun. Stærsta smásölufyrirtæki lands- ins, sem rak á sínum tíma Topshop, Debenhams, All Saints, Day, Coast og Dorothy Perkins, hefur til að mynda dregið verulega úr fataverslun á umliðnum árum. Verslun víða í mið- borginni á jafnframt undir högg að sækja og standa mörg verslunarrými þar á besta stað nú auð. Þessi hraða þróun – sú breyting sem er að verða á verslunarmynstri fólks – er ein helsta áskorunin sem íslenskir verslunareigendur standa frammi fyrir um þessar mundir, fremur en göngugötur og skortur á bílastæðum, eins og stundum mætti halda af umræðunni. Fyrir utan þá staðreynd að nær hvergi í evrópskum miðborgum er eins mikið af niðurgreiddum bíla- stæðum og miðsvæðis í Reykjavík hefur umferð um miðborgina stór- aukist frá því sem áður var. Reykvísk borgaryfirvöld mættu í því sambandi líta til miðborga í evrópskum stór- borgum, til dæmis Kaupmannahöfn og Ósló, þar sem markvisst er verið að þrengja að einkabílnum og auka þess í stað rými fyrir gangandi. Um leið mættu reykvískir stjórn- málamenn taka skattastefnu borgar- innar til gagngerrar endurskoðunar en þau himinháu fasteignagjöld sem hún leggur á verslunarhúsnæði í mið- borginni eru vafalaust einn helsti þröskuldurinn í vegi þess að verslun þar blómgist og dafni. Engum dylst að miðað við arðsemi fasteignafélaganna eiga þau ekki annarra kosta völ en að velta tugprósenta hækkunum á fast- eignagjöldum út í leiguverð – versl- unarfyrirtækjum til tjóns. Ljón á vegi blómlegrar verslunar Kristinn Ingi Jónsson SKOÐUN Lífskjarasamning- urinn er samsett lausn sem miðar að hærri launum, auknum sveigjan- leika og lægri sköttum. 1 . M A Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN 0 1 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :4 2 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 E 7 -A 5 3 C 2 2 E 7 -A 4 0 0 2 2 E 7 -A 2 C 4 2 2 E 7 -A 1 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 3 0 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.