Fréttablaðið - 01.05.2019, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 01.05.2019, Blaðsíða 22
MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5051 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is GÍRAR - FÆRIBÖND - RAFMÓTORAR - LEGUR 588 80 40 www.scanver.is RAFMÓTORAR Greinendur Capacent hafa lækkað verðmat sitt á Skeljungi um þrjú prósent og meta nú gengi hlutabréfa í olíufélaginu á 8,1 krónu á hlut. Til samanburðar stóð gengi bréfanna í 8,04 krónum á hlut þegar markaðir lokuðu síðdegis í gær. Lakari sjóðsstaða Skeljungs og breytt rekstrarspá sérfræðinga Capacent fyrir þetta ár skýra lægra verðmat ráðgjafarfyrirtækisins en á móti vegur að hluta lægri fjármagns- kostnaður olíufélagsins. Í verðmati Capacent, sem Mark- aðurinn hefur undir höndum, er bent á að allt hafi unnið með Skelj- ungi í fyrra þegar félagið skilaði met afkomu. Olíuverð hafi hækkað auk þess sem umsvif í íslenska hagkerfinu hafi verið mikil og fjöldi ferðamanna í hæstu hæðum. Greinendur Capacent gera ráð fyrir að EBITDA Skeljungs – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – verði jákvæð um 3.153 millj- ónir króna í ár en til samanburðar gera áætlanir stjórnenda olíufélags- ins ráð fyrir að EBITDA ársins verði á bilinu 3.000 til 3.200 milljónir króna. Er meðal annars tekið fram í verð- matinu að stjórnendur Skeljungs hafi hagrætt umtalsvert í rekstrinum sem sýni sig meðal annars í því að launakostnaður hafi dregist saman um 130 milljónir króna eða sex pró- sent í fyrra. Samfara því að framlegð hafi aukist meira en kostnaður hafi rekstrarhagnaður sem hlutfall af framlegð farið úr 24,9 prósentum í 30,4 prósent. – kij Verðmat Capacent á Skeljungi lækkar lítillega Þórarinn Ævarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA, vinnur að því að opna pitsukeðju, samkvæmt heimildum Markaðarins. Hann vildi ekki tjá sig um málið í samtali við blaðið. Þórarinn kom að stofn- un Domino’s árið 1993 og veitti fyrirtækinu forystu á árunum 2000 til 2005. Hann hefur því áður byggt upp pitsukeðju og þek kir því vel til rekstrar stærsta keppi- nautarins ef af verður. Ekki er vitað á hvaða sérleyfi hann hefur augastað. Á meðal fjögurra stærstu pitsukeðja í heimi eru tvær ekki með pitsustað hérlendis, það er Papa John’s og Little Cesars. Dom- ino’s og Pizza Hut skipa sama lista en keðjurnar eru þegar með starf- semi hér á landi. Þórarinn sagði nýverið starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri IKEA. Hann gegndi því frá árinu 2006 og var síðasti dagurinn hans í því starfi í gær. Í IKEA er með pitsudeig til sölu sem byggist á sambærilegri u p p s k r i f t o g Þórarinn not- aði hjá Dom- ino’s á sínum tíma. – hvj Þórarinn er með nýjan pitsustað á prjónunum Fjöldi nýskráninga á vanskilaskrá fer vaxandi Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efna- hagssvið Samtaka atvinnulífsins, segir að þetta sé enn ein vís- bending um að verulega sé að hægja á hagkerf- inu. Rekstrarumhverfið um þessar mundir er mjög erfitt fyrir mörg fyrirtæki og krónan sterk í sögulegu ljósi. Mesta aukningin í nýskráningum vanskila er hjá fyrirtækjum í bygginga- og mannvirkjagerð. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Fjöldi nýrra skráninga á vanskila- skrá hjá fyrirtækjum fer vaxandi. Hlutfallið hefur ekki verið hærra á sex mánaða tímabili undanfarin tvö ár og er nú rúmlega þrjú pró- sent. Þetta segir Laufey Jónsdóttir, lögfræðingur Creditinfo, og vitnar í nýja greiningu fyrirtækisins. Mesta aukningin er hjá fyrirtækjum í bygg- inga- og mannvirkjagerð og heild- og smásöluverslun. Hún segir að um sé að ræða vís- bendingar um að farið sé að hægja á hagkerfinu og nefnir að hlutfall nýrra skráninga á vanskilaskrá hjá einstaklingum hafi einnig farið vaxandi. „Fjöldi nýskráninga á van- skilaskrá lýsir ástandinu betur en heildarfjöldi fyrirtækja á skrá,“ segir Laufey. „Sögulega hefur verið fylgni á milli nýskráninga á vanskilaskrá og efna- hagsástandsins hverju sinni,“ bætir hún við. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðu- maður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir að aukin van- skil endurspegli breytta stöðu í efnahagslífinu. „Þetta er enn ein vís- bendingin um að farið sé að hægja verulega á hagkerfinu og krefjandi tímar fram undan í rekstri margra fyrirtækja. Efnahagshorfur hafa versnað mjög hratt og ljóst að sam- dráttur í ferðaþjónustunni hefur víðtæk áhrif á allt efnahagslífið. Þá er líklegt að vanskil muni aukast á næstu mánuðum samfara því sem efnahagsslakinn verður meiri líkt og spár gera ráð fyrir. Rekstrarumhverfið um þessar mundir er mjög erfitt fyrir mörg fyrirtæki. Þó krónan hafi gefið lítillega eftir er hún enn mjög sterk í sögulegu samhengi sem kemur niður á samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja sem eru í erlendri sam- keppni. Þá hefur launakostnaður hækkað mikið síðustu ár og langt umfram undirliggjandi framleiðni en ytri skilyrði hafa verið hagstæð og mikill hagvöxtur hefur skapað rými til að mæta slíkum launa- hækkunum. Nú hafa þær forsendur breyst. Hár launakostnaður samfara minnkandi hagvexti mun reynast mörgum fyrirtækjum þungbær sem þurfa þá að grípa til hagræðingar. Þá eru skattar á Íslandi enn háir og lítið svigrúm hefur verið skapað til að draga úr skattheimtu og öðrum opinberum gjöldum,“ segir hún. Að því sögðu bendir Ásdís á að viðnámsþróttur hagkerfisins sé sterkari en oft áður við upphaf niðursveif lu. „Skuldastaða ein- staklinga, fyrirtækja og hins opin- bera er sögulega lág. Síðustu ár hafa skuldir verið greiddar niður og hagkerfið því betur í stakk búið til að takast á við áföll. Þá skiptir ekki síður máli að svigrúm er hjá bæði hinu opinbera og Seðlabankanum til að styðja við þá aðlögun sem er fram undan. Seðlabankinn hefur nú þegar gefið mjög sterklega til kynna að stýrivextir muni lækka á næst- unni auk þess sem stjórnvöld geta hæglega skapað rými í ríkisrekstri til að lækka skatta og önnur gjöld. Slíkar aðgerðir eru nauðsynlegar, einkum nú þegar efnahagsforsendur hafa nánast tekið u-beygju á mjög skömmum tíma.“ Aukin vanskil eru í nær öllum atvinnugreinum að undanskildum fyrirtækjum í fjármála- og vátrygg- ingastarfsemi. Eins og fram hefur komið er mesta aukning á nýskrán- ingum fyrirtækja á vanskilaskrá hjá fyrirtækjum í byggingarstarfsemi- og mannvirkjagerð eða 4,6 prósent og í heild- og smásöluverslun en þar er hlutfallið 3,6 prósent. „Mikil fjárfesting hefur verið í byggingarstarfsemi síðustu ár og skuldsetning aukist samhliða. Bygg- ingariðnaðurinn er því kannski við- kvæmari fyrir breyttum rekstrar- skilyrðum. Í raun má segja að byggingariðnaðurinn sé að auka verulega framboð fasteigna sem hefur eðlilega þau áhrif að það tekur lengri tíma að selja eignir nú en áður. Á sama tíma eru efnahagsforsendur að breytast hraðar en kannski gert hafði verið ráð fyrir, þannig að heim- ili og fyrirtæki halda að sér höndum. Framboð er því fyrst nú að aukast en á sama tíma er eftirspurnin minni,“ segir Ásdís. helgivifill@frettabladid.is Hár launakostnaður samfara minnkandi hagvexti mun reynast mörg- um fyrirtækjum þungbær sem þurfa þá að grípa til hagræðingar. Ásdís Kristjáns- dóttir, forstöðu- maður efnahags- sviðs Samtaka atvinnulífsins Þórarinn Ævars- son, fyrrverandi framkvæmda- stjóri IKEA, starfaði lengi hjá Domino’s. Borgarráð samþykkti í liðnum mánuði að veita félagi í eigu meðal annars Hauks Guðmundssonar og Péturs Marteinssonar lóðavilyrði til uppbyggingar á íbúðum fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur í Skerja- firði. Er Kvika banki sagður áhuga- samur um að fjármagna verkefnið. Gert er ráð fyrir því að allt að 72 íbúðir verði reistar á umræddri lóð í Skerjafirði en félagið sem hefur fengið lóðavilyrðið, HOOS, sem er að fullu í eigu Frambúðar, hefur undanfarið átt í viðræðum við full- trúa Reykjavíkurborgar um upp- bygginguna. Frambúð er að helmingi í eigu Hauks Guðmundssonar fjárfestis en Pétur Marteinsson og Guðmundur Kristján Jónsson fara báðir með fjórðungshlut í félaginu, að því er fram kemur í minnisblaði sem KPMG tók saman að beiðni Reykja- víkurborgar. Í minnisblaðinu segir jafnframt að Kvika banki, ráðgjafi Frambúð- ar, sé áhugasamur um að fjármagna framkvæmdina, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, en áætl- aður byggingarkostnaður er um 1,6 milljarðar króna. Við mat á ætluðu eiginfjárfram- lagi Frambúðar er gert ráð fyrir að allar íbúðir verði afhentar í fyrsta áfanga og að verð fyrir 41 fermetra íbúð verði 28 milljónir króna. Er þannig áætlað heildarsöluverð- mæti íbúðanna um tveir milljarðar króna. Enn fremur kemur fram að Fram- búð muni bjóða kaupendum brúar- lán fyrir allt að tíu prósentum af kaupverði sem ekki yrði tryggt með veði í eigninni. Á móti mun félagið eiga forkaupsrétt að íbúðum á upp- runalegu kaupverði þar til brúar- lánið hefur verið greitt. – kij Fá lóðir undir fjölda íbúða í Skerjafirði Pétur Marteinsson. 1 . M A Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN 0 1 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :4 2 F B 0 5 6 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 E 7 -A 5 3 C 2 2 E 7 -A 4 0 0 2 2 E 7 -A 2 C 4 2 2 E 7 -A 1 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 5 6 s _ 3 0 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.