Fréttablaðið - 01.05.2019, Blaðsíða 4
Veður Eins milt og veðrið verður
Veðrið á fyrstu dögum sumars hafa verið með ágætum og svo virðist sem borgar-
búar í Reykjavík ætli að njóta þessara sumardaga til hins ýtrasta. Í miðborg
Reykjavíkur nutu margir blíðunnar í gær og gerðu sér glaðan dag á Austurvelli.
Norðaustan 5-10 í dag og skýjað
en úrkomulítið norðan- og
austanlands með hita 2 til 8 stig.
Hægari breytileg átt um landið
sunnanvert, skýjað með köflum
og skúrir síðdegis, hiti að 14
stigum. SJÁ SÍÐU 20
FANGE L SISMÁL Fangelsismála-
stofnun kaupir í hverjum mán-
uði töluvert magn af tóbaki af
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins
(ÁTVR) sem stofnunin svo selur
föngum á kostnaðarverði. Fang-
elsismálastjóri segir verslanir
fangelsanna ekki reknar í ágóða-
skyni. Stofnunin kaupir tóbak
fyrir mörg hundruð þúsunda í
hverjum mánuði. Rafrettur verða
þó sífellt vinsælli meðal fanga.
„Við rekum verslanir í fang-
elsunum þar sem vistmenn geta
keypt ýmsan varning sem áhugi
er fyrir. Sígarettur eru vinsælar
þó að verulega hafi dregið úr
reykingum hefðbundinna sígar-
etta eftir að rafsígarettur komu á
markað,“ segir Páll Winkel fang-
elsismálastjóri í svari við fyrir-
spurn Fréttablaðsins um reikning
sem birtist á vef Opinna
reikninga á dögunum.
Reikningurinn var fyrir
„áfengi og tóbaki“ og
hljóðaði upp á 790 þús-
und krónur. Páll segir
stofnunina að sjálfsögðu
ekki kaupa áfengi fyrir
fanga eða starfsmenn.
Aðeins tóbak upp í pant-
anir fanga.
Þegar viðskipti Fang-
elsismálastofnunar við
ÁTVR eru skoðuð aftur
í tímann á vef Opinna
reikninga má sjá að stofn-
unin kaupir nok kurt
magn tóbaks mánaðar-
lega. Það sem af er þessu
ári hefur til að mynda
verið keypt tóbak fyrir
alls tæpar 3,7 millj-
ónir króna.
En aðspurður segir Páll þó
stofnunina engar tekjur hafa af
sölunni.
„Verslanir fangelsanna eru ekki
reknar með ágóða. Við reynum
að eiga til það sem skjólstæðingar
okkar óska eftir hverju sinni og
það er breytilegt frá einum tíma
til annars,“ segir Páll og því ljóst
að sígaretturnar eru seldar á
kostnaðarverði.
Verslanir sem þessar eru reknar
í fangelsunum á Sogni og Litla-
Hrauni en í síðarnefnda fangels-
inu er rekin hin þekkta verslun
Rimlakjör. Þar er aðgengi að
hinum helstu nauðsynjavörum
ásamt mat en þar starfa jafnan
tveir fangar ásamt starfsmanni
fangelsisins. mikael@frettabladid.is
Fangelsin kaupa
tóbak fyrir milljónir
Fangelsismálastofnun kaupir tóbak fyrir hundruð þúsunda króna í hverjum
mánuði fyrir fanga. Tóbakið er selt í fangelsissjoppunum á Litla-Hrauni og
Sogni. Stofnunin hefur engar tekjur af og selur tóbakið á kostnaðarverði.
Sígarettur eru
vinsælar þó að
verulega hafi dregið úr
reykingum
hefðbundinna
sígaretta eftir
að rafsígar-
ettur komu á
markað.
Verslunin Rimlakjör hefur verið starfrækt lengi á Litla-Hrauni.
Þar eru föngum útvegaðar sígarettur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
SAMFÉLAG Hátíðahöld í tilefni
1. maí verða í meira en 30 sveitar-
félögum samkvæmt tilkynningu
frá ASÍ. Í Reykjavík verður gengið
frá Hlemmi niður á Ingólfstorg þar
sem útifundur verður. Fer gangan af
stað klukkan 13.30.
Meðal ræðumanna á Ingólfstorgi
verða Sólveig Anna Jónsdóttir, for-
maður Eflingar, Þuríður Harpa Sig-
urðardóttir, formaður ÖBÍ, og Sonja
Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Þá
munu Bubbi Morthens og GDRN
koma fram.
VR býður upp á skemmtun á
Klambratúni fyrir gönguna sem
hefst klukkan 11.30. Eftir útifund-
inn verður kaffisamsæti í anddyri
Laugardalshallarinnar. Efling býður
í kaffi í Valsheimilinu að Hlíðarenda
að loknum útifundi.
Drífa Snædal, forseti ASÍ, f lytur
aðalræðuna í hátíðardagskrá á
Akureyri. Þar verður farið í kröfu-
göngu frá Alþýðuhúsinu klukkan 14.
Meðal annarra viðburða má
nefna samstöðutónleika í Bæjarbíói
í Hafnarfirði, kröfugöngu og dag-
skrá í Edinborgarhúsinu á Ísafirði,
hátíðardagskrá í íþróttahöllinni á
Húsavík og kaffisamsæti í Alþýðu-
húsinu í Eyjum. – sar
Fjölbreytt hátíðahöld
Frá alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Akstur undir áhrifum vímuefna er
aldrei réttlætanlegur. Ökum allsgáð.
Minningarsjóður Lovísu Hrundar | lovisahrund.is
SAMFÉLAG Opnaðar verða göngu-
götur í miðborginni í dag og verða
þær opnar til 1. október. Líkt og
síðustu ár verða göngugöturnar
Laugavegur og Bankastræti frá
Klapparstíg að Þingholtsstræti,
Skólavörðustíg u r milli Berg-
staðastrætis og Laugavegar, Póst-
hússtræti milli Kirkjustrætis og
Hafnarstrætis, Austurstræti ásamt
Veltusundi og Vallarstræti.
„Gangandi vegfarendur fá betri
hljóðvist á öllu svæðinu, minni
mengun og aðgengi fyrir alla er
betrumbætt. Þá verður aðstaða til
vörulosunar bætt,“ segir í tilkynn-
ingu borgarinnar. 1.144 bílastæði
eru í húsum Bílastæðasjóðs í mið-
borginni og 800 stæði í bílakjöll-
urum Hafnartorgs og Hörpu. – bg
Sumarlokanir í
gildi í Reykjavík
Fleiri myndir af mannlífinu er að finna á +Plússíðu
Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Frétta-
blaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS
1 . M A Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
1
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:4
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
E
7
-7
3
D
C
2
2
E
7
-7
2
A
0
2
2
E
7
-7
1
6
4
2
2
E
7
-7
0
2
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
5
6
s
_
3
0
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K