Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.05.2019, Qupperneq 3

Fréttablaðið - 01.05.2019, Qupperneq 3
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —9 9 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 1 . M A Í 2 0 1 9 Fréttablaðið í dag SKOÐUN Dagur B. Eggertsson skrifar um trausta fjármála- stjórn og betri þjónustu. 12 SPORT Fylkir mun fylgja eftir góðu gengi á undirbúnings- tímabilinu ef spá Fréttablaðsins rætist. 14 MENNING Sigríður Jónsdóttir gefur leikritinu Loddarinn fjórar og hálfa stjörnu. 24 LÍFIÐ Bríet gerir það gott í sjón- varpsþáttum í Hollywood. 28 PLÚS SÉRBLAÐ l FÓLK *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 4BLS BÆKLINGUR Í FRÉTTABLAÐINU Í DAG Reykjavík • Hallarmúla 2 | Akureyri • Undirhlíð 2 Rauð vínber 399KR/KG ÁÐUR: 798 KR/KG -50% 1. maí, alþjóðlegur baráttudagur verkalýðsins, er í dag. Af því tilefni verða kröfugöngur farnar víðsvegar um landið þar sem verkalýðurinn, driffjöður íslensks þjóðfélags, vekur athygli á sínum málstað. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI ATVINNULÍF Fjöldi nýrra skráninga á vanskilaskrá hjá fyrirtækjum fer vaxandi. Hlutfallið hefur ekki verið hærra á sex mánaða tímabili undanfarin tvö ár og er nú rúmlega þrjú prósent. Þetta segir Laufey Jóndóttir, lögfræðingur Creditinfo, og vitnar í nýja greiningu fyrirtæk- isins. Mesta aukningin er hjá fyrir- tækjum í bygginga- og mannvirkja- gerð og heild- og smásöluverslun. Hún segir að um sé að ræða vís- bendingar um að farið sé að hægja á hagkerfinu og nefnir að hlutfall nýrra skráninga á vanskilaskrá hjá einstaklingum hafi einnig farið vaxandi. „Fjöldi nýskráninga á vanskilaskrá lýsir ástandinu betur en heildarfjöldi fyrirtækja á skrá,“ segir Laufey. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðu- maður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins, segir að aukin van- skil endurspegli breytta stöðu í efnahagslífinu. „Þetta er enn ein vís- bendingin um að farið sé að hægja verulega á hagkerfinu og krefjandi tímar fram undan í rekstri margra fyrirtækja.“ – hvj / sjá Markaðinn Vísbending um að farið sé að hægja á hagkerfinu Þetta er enn ein vísbendingin um að farið sé að hægja verulega á hagkerfinu og að krefjandi tímar séu framundan í rekstri margra fyrirtækja. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðu- maður efnahagssviðs SA Halldór DÓMSMÁL Dulbúnum hótunum um búsifjar íslenskra flugfélaga og ann- arra íslenskra fyrirtækja sem selja ferðir til og frá Bandaríkjunum eru meðal þeirra meðala sem beitt er í deilum bandaríska f lugvélaleigu- fyrirtækisins Air Lease Corporation (ALC) og Isavia. Þetta herma heim- ildir Fréttablaðsins. Eru erindrekar félagsins einnig sagðir gefa stjórn- endum Isavia til kynna að spjótum kunni að verða beint að þeim per- sónulega vegna málsins. Málið varðar f lugvél í eigu ALC sem WOW air hafði á leigu en Isavia hefur kyrrsett vegna vangoldinna lendingar- og annarra f lugvalla- gjalda flugfélagsins. Pólitísk tengsl milljarðamærings- ins Steven F. Udvar-Házy, stjórnar- formanns og stofnanda ALC, eru sterk í Bandaríkjunum og ná allt til ráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump. Udvar-Házy hefur ekki farið leynt með bræði sína vegna kyrrsetningar Isavia á vél ALC. Í yfirlýsingu sem hann sendi fjöl- miðlum fyrr í vikunni segir hann að allra leiða verði leitað til að fá kyrrsetningunni hnekkt og það muni valda miklum álitshnekki fyrir íslensk stjórnvöld. Segir hann meðal annars að leitað verði lið- sinnis bandarískra stjórnvalda og stofnana Evrópusambandsins vegna málsins. Heimildir blaðsins herma að sendiherra Bandaríkj- anna á Íslandi hafi átt fundi hér- lendis vegna málsins. Málið hefur þó ekki komið inn á borð utanríkis- ráðuneytisins samkvæmt svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. ALC hefur lagt fram aðfarar- beiðni gegn Isavia og krefst afhend- ingar flugvélarinnar á þeim grunni meðal annars að engin lagaheimild sé fyrir kyrrsetningunni enda um eign þriðja aðila að ræða. Þá er því meðal annars haldið fram að engin lagaheimild sé fyrir kyrrsetningu vélarinnar þar sem flugfélagið hafi ekki haft umráð yfir vélinni þegar félagið var úrskurðað gjaldþrota. Einnig er gagnrýnt að Isavia hafi ekki gripið fyrr í taumana vegna vanefnda á greiðslu gjaldanna. Með athafnaleysinu hafi Isavia farið í bága við eigin reglur. Hin vangoldnu gjöld sem kyrr- setning hinnar umdeildu vélar grundvallast á nema um það bil tveimur milljörðum króna, en þau varða ekki nema að litlu leyti þá til- teknu vél sem kyrrsett hefur verið heldur fjölda annarra flugvéla sem WOW air hafði á leigu. Eftir fram- lagningu aðfararbeiðninnar sendi ALC Isavia tilboð um sátt í málinu þess efnis að ALC greiddi þau gjöld sem rekja megi beint til notkunar þeirrar tilteknu vélar sem kyrrsett er, með þeim fyrirvara þó að félag- ið telji enga greiðsluskyldu hvíla á félaginu. Isavia hafnaði tilboðinu skömmu eftir fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Málið verður flutt munnlega í fyrra- málið og úrskurðar um kröfu ALC er að vænta síðdegis á morgun. – aá Hótar öllu illu verði vélinni ekki skilað Erindrekar bandarísks félags sagðir hóta íslensk- um félögum vandræðum vestanhafs vegna kyrr- setningar Isavia á flugvél sem WOW air leigði af félaginu. Fyrirtækið hafnaði sáttatilboði félagsins. Úrskurðar héraðsdóms að vænta á morgun. Félag Udvar-Házy er umsvifamest allra flugvéla- leigjenda í Bandaríkjunum og leigir mörg hundruð vélar til flugfélaga víða um heim. 0 1 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :4 2 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 E 7 -6 E E C 2 2 E 7 -6 D B 0 2 2 E 7 -6 C 7 4 2 2 E 7 -6 B 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 5 6 s _ 3 0 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.