Fréttablaðið - 01.05.2019, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.05.2019, Blaðsíða 8
Að taka inn yngri börn mun setja þrýsting á kerfi sem hefur vaxið allt of hratt. Þrátt fyrir aukningu í leikskóla- kennaranám er nýliðun langt frá því að vera nægileg. Það er nauðsynlegt að spyrja þeirrar spurningar hvort ekki sé skynsamlegt að hægja á þróuninni þangað til við náum ný- liðuninni á flug. Haraldur Gíslason, formaður Félags leikskólakennara SKÓLAMÁL „Það er alveg rétt að það hefur orðið fækkun í þessari mikil- vægu stétt á undanförnum árum. Leikskólakennarar eru einfaldlega of fáir og skýringin er hrun í aðsókn í kennaranám eftir að það var lengt í fimm ár með ákvörðun Alþingis 2008. Það útskrifuðust 70 til 80 á ári áður en námið var lengt en eftir það fækkaði þeim niður í í rúmlega 20 þegar verst lét,“ segir Skúli Helga- son, formaður skóla- og frístunda- ráðs Reykjavíkurborgar. Líkt og greint var frá um helgina fækkaði leikskólakennurum um 89 á fjögurra ára tímabili. Fóru þeir úr 348 árið 2015 í 259 árið 2018. Skúli segir að fyrst og fremst séu leik- skólakennarar að hætta vegna ald- urs og þeir sem útskrifast úr náminu séu ekki nógu margir til að vega þar upp á móti. Nemendum í leikskóla- kennarafræðum fækkaði um rúm- lega helming á fjórum árum.  Úr rúmlega 250 nemendum árið 2009 í tæplega 90 nemendur árið 2013. En nú erum við sem betur fer að sjá aðsóknina taka við sér. Í fyrra voru nemendur komnir yfir 200 á ný og brautskráningarnar rúmlega 40. Skúli segir allt tal um skort á sam- ráði við leikskólakennara og nafla- skoðun úr lausu lofti gripið. Farið hafi verið í mjög ítarlega greiningu á því hvernig væri hægt að bæta starfsumhverfið og í fyrra hafi verið ráðist í aðgerðir upp á 1,2 milljarða. Fyrir ári samþykkti borgarráð aðgerðaáætlun til að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Til stendur að reisa sex nýja leikskóla, fjölga leikskólaplássum um 800 og stöðugildum um hátt í 300 á fimm ára tímabili. Koma aðgerðirnar til með að kosta rúmlega 5,2 milljarða króna. Haraldur Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir að þessi aukning setji þrýsting á kerfið. „Að taka inn yngri börn mun setja þrýsting á kerfi sem hefur vaxið allt of hratt. Þrátt fyrir aukningu í leikskólakennaranám er nýliðun langt frá því að vera nægileg. Það er nauðsynlegt að spyrja þeirrar spurningar hvort ekki sé skynsam- legt að hægja á þróuninni þangað til við náum nýliðuninni á f lug,“ segir Haraldur. Bendir hann á að fyrir  fimm milljarða króna gæti borgin greitt 300 manns fyrir að fara í nám. Skúli er bjartsýnn á að það takist að manna stöðurnar með faglærð- um leikskólakennurum. „Við gerum okkur vonir um að aukin aðsókn í leikskólakennarafræði muni skila sér. Við sjáum það á tölunum að fækkun leikskólakennara var mun minni á árabilinu 2017 til 2018 en hún var árið á undan.“ Bindur hann vonir við að átak Lilju Alfreðs- dóttur menntamálaráðherra um launað starfsnám og styrki til kenn- aranema komi til með að skila sér, þótt það hefði mátt koma fram fyrir áratug. Samk væmt tölu m Háskóla Íslands eru jákvæð teikn á lofti um aukna aðsókn að leik- og grunn- skólakennaranámi. Alls hafa 264 nemendur sótt um meistaranám á næsta skólaári sem er 30 prósent fjölgun frá meðaltali síðustu fimm ára. Í fyrrasumar var gerð tilraun með að bjóða ungu fólki sumarstörf á leikskólum borgarinnar. „Þetta sló í gegn og miklu fleiri sóttu um en við áttum von á. Við réðum inn rúm- lega 70 sumarstarfsmenn á aldrin- um 17 til 20 ára. Núna í ár erum við komin með meira en 250 umsóknir um sumarstörf í leikskólum,“ segir Skúli. „Við heyrðum það í fyrra frá fyrstu hendi að það voru það margir ánægðir með þessa reynslu að þeir sóttu beint um í kennaranámið, eins og við vorum að vona að myndi gerast.“ Skúli segir ekkert að marka tal um að faglegt starf í leikskólum muni leggjast af. „Það er alls ekki smekklegt að fara með umræðuna þangað. Ef Sjálfstæðismenn vilja að farið sé í naflaskoðun þá mættu þeir skoða hvað hefði átt að gera til að koma í veg fyrir þetta hrun sem varð í aðsókninni í leikskólakenn- aranám þegar það var lengt undir forystu þeirra.“ arib@frettabladid.is Leikskólakennarar séu einfaldlega of fáir Nýliðun meðal leikskólakennara dugar ekki til að vega upp á móti þeim fjölda sem hættir störfum vegna aldurs. Formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar er bjartsýnn á að það takist að snúa þróuninni við. Skúli bindur vonir við að leikskólakennurum fari að fjölga á nýjan leik. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK STJÓRNMÁL Veitur, dótturfyrir- tæki Orkuveitu Reykjavíkur, er nú í greiningarvinnu á vatnsgjaldi síðustu ára í kjölfar úrskurðar sveitarstjórnarráðuneytisins um að álagning OR á vatn árið 2016 hafi verið ólögmæt. Fulltrúar OR fund- uðu í ráðuneytinu á mánudaginn vegna málsins. „Fundurinn í gær var ágætur en okkur finnst afstaða ráðuneytisins til samspils sveitarstjórnarlaganna og laga um vatnsveitur í þessu efni enn óljós,“ segir Eiríkur Hjálmars- son, upplýsingafulltrúi OR. Sam- kvæmt upplýsingum frá ráðuneyt- inu óskaði OR eftir leiðbeiningum um vatnsgjald. Þær voru sendar en Orkuveitan mat þær ekki fullnægj- andi og óskaði í framhaldinu eftir nánari útskýringum. Eiríkur segir að Veitur muni fylgjast með vinnu ráðuneytisins um gjaldskrár annarra vatnsveitna til að fá gleggri sýn á skilning stjórn- valda á lögunum. – ab Telja afstöðu ráðuneytisins óljósa STJÓRNMÁL „Ég hef þurft að horfast í augu við líf mitt, viðurkenna van- mátt minn gagnvart áfengi og vera tilbúinn að þiggja aðstoð annarra,“ skrifar Ágúst Ólafur Ólafsson, þing- maður Samfylkingarinnar, sem boðaði endurkomu sína  á þing í Facebook-færslu. Hann hefur verið í leyfi frá því í desember eftir að hafa viðurkennt að hafa áreitt Báru Huld Beck, blaðakonu á Kjarnanum, og verið áminntur af trúnaðarnefnd flokksins. Í febrúar sótti hann um framlengingu svo hann gæti lokið meðferð hjá SÁÁ og náð fullum bata. Nú biður hann um annað tækifæri. Ágúst Ólafur segir í færslu sem hann birtir á Facebook-síðu sinni í dag að sú aðstoð sem hann hefur fengið frá SÁÁ á meðan hann var í leyfi frá þingstörfum hafi verið honum ómetanleg. Hann segir að það sé ekkert leyndarmál að hann hafi undanfarna mánuði þurft að endurskoða líf sitt og hafi leitað sér faglegrar aðstoðar við áfengisvanda sem hann segir hafa verið meiri en hann áttaði sig á. „Sú aðstoð sem ég hef fengið frá SÁÁ og fleiri stuðningshópum hefur reynst mér ómetanleg.“ Hann segir að hjá SÁÁ hafi honum opnast nýr heimur. Hann segir að markmið þeirra sem leita sér aðstoð- ar sé að verða betri „samferðamenn fyrir sína nánustu og samfélagið allt“ og þó að formlegri meðferð sé nú lokið, sé verkefninu aldrei lokið. Hann segir að lokum að hann taki sæti sínu á þingi ekki sem sjálfgefnu og að hann muni leggja sig allan fram við að vinna sér inn traust á nýjan leik. „Ég brenn enn fyrir því að starfa í þágu samfélagsins og koma góðum málum til leiðar sem stjórnmála- maður. Í raun er ég biðja um annað tækifæri,“ segir Ágúst að lokum.– smj Ágúst Ólafur boðar endurkomu eftir ósæmilegt athæfi Ágúst Ólafur Ólafsson þing- maður. Eiríkur Hjálmars- son, upplýsinga- fulltrúi OR. SAMFÉLAG Á al þjóð legum bar áttu- degi verka lýðsins heldur Krakka- veldi, stjórn mála f lokkur krakka, bar áttu fund í Iðnó. Þar verður öllum sem hafa á huga boðið að taka þátt í um ræðum um stefnu mál þeirra, auk þess sem aðrir krakkar sem hafa á huga á að taka þátt geta skráð sig í flokkinn. Þó að stefnu málin séu ekki mörg, þá eru þau skýr. Það eru lofts lags breytingar og að koma í veg fyrir að fólk sé sent úr landi. Fréttablaðið hitti nokkra krakka sem skipa flokk Krakkaveldisins í gær. Finnst ykkur að f lokkarnir séu ekki að fjalla nógu mikið um þessi mál? „Nei, en ekki endi lega,“ segir Eld lilja Kaja Heimis dóttir og hinir krakkarnir taka undir. Á fundinum, eða sýningunni eins og þau kalla hann, á morgun ætla krakkarnir að kynna sín mál og bjóða öðrum að taka þátt í um- ræðunni. Á fundinum munu sitja fyrir svörum Sæ var Helgi Braga son, Guð mundur Ingi Guð brands son, um hverfis- og auð linda ráð herra, og Andri Snær Magna son. „Á sýningunni erum við að fara að fræða fólk um hver við erum og hvað við þurfum að laga í heiminum og hvað við þurfum að gera til að bjarga jörðinni,“ segir Eld lilja. Spurð hvað þurfi að gera til að bjarga jörðinni segja þau að það sé margt hægt að gera. Þau nefna til dæmis að flokka, minnka notkun plasts, hætta að menga, nota fötin meira, kaupa það sem þarf að kaupa, ekki bara kaupa af því það er nýtt eða fal legt. „Mér fannst þetta spennandi og langaði að prófa. Pabbi hefur verið í pólitík og mig langaði að prófa,“ segir Eld lilja Kaja. „Mamma mín sá að mamma ann- arrar í bekknum var að aug lýsa, þannig að ég hélt að hún ætlaði og á kvað að fara líka, en svo kom hin stelpan ekki,“ segir Ást rós Inga Jóns- dóttir. Magnús Sigurður Jónasson segir að hann sé með skrítnustu söguna um það hvernig hann byrjaði að taka þátt. Hann hafi heyrt um flokk- inn hjá vin konu frænku vinar síns og að allir vinir hans hafi ætlað, en að hann hafi síðan verið á endanum sá eini sem kom. Krakkarnir segjast mjög spennt fyrir fundinum og hvetja alla sem hafa á huga til að mæta. Fundurinn hefst klukkan 12 í dag. „Endi lega koma. Það verða kökur og það geta aðrir krakkar komið og verið með og skráð sig,“ segir Ást rós. Krakka veldi eru sam tök sem voru stofnuð í fyrra. Í sam tökunum eru börn sem eiga það sam eigin legt að vilja hafa á hrif á sam fé lag sitt. Börn- in eru á aldrinum 8 til 12 ára. Mark- mið Krakka veldis er að hlustað sé á raddir barna og að kröfur þeirra séu teknar al var lega. Krakkarnir í Krakka veldi hafa hist reglu lega frá stofnun sam- takanna og skipu lagt ýmsar að gerðir síðustu viku til að vekja at hygli á málum sem þeim þykja mikil væg, og er fundurinn í Iðnó liður í því. – la Krakkaveldi með baráttufund í Iðnó Krakkaveldi heldur baráttufund í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 1 . M A Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 1 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :4 2 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 E 7 -9 B 5 C 2 2 E 7 -9 A 2 0 2 2 E 7 -9 8 E 4 2 2 E 7 -9 7 A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 3 0 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.