Fréttablaðið - 01.05.2019, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 01.05.2019, Blaðsíða 13
Noam Aviel hljómsveitarstjóri Brynhildur Guðjónsdóttir söngvari Unnsteinn Manuel Stefánsson söngvari Stúlknakór Reykjavíkur Quentin Blake myndir 14:00LAU 4. MAÍ BRYNHILDUR GUÐJÓNSDÓTTIR OG UNNSTEINN MANUEL Jóhann G. Jóhannsson Strákurinn og slikkeríið tónlistarævintýri byggt á sögu eftir Roald Dahl Miðasala í Hörpu sinfonia.is harpa.is 528 50 50 @icelandsymphony / #sinfó S trákurinn og slikkeríið er nýtt tónlistarævintýri eftir Jóhann G. Jóhannsson sem byggt er á sögu eftir Roald Dahl. Jóhann G. samdi tónlistina við Skilaboðaskjóðuna og færði lög Astrid Lindgren í hljómsveitarbúning á fádæma vinsælum tónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar síðastliðið haust. Í Stráknum og slikkeríinu sláumst við í för með litlum dreng og þremur kostulegum vinum hans úr dýraríkinu: gíraffa, pelíkana og apa. Í grípandi sönglögum og litríkum ljóðum bregða söngvararnir sér í líki sögupersónanna. Andi Roalds Dahl svífur yfir vötnum með kímni, spennu og óvæntum vendingum allt til enda. Í tónlistarævintýrinu taka Brynhildur Guðjónsdóttir og Unnsteinn Manuel höndum saman ásamt Stúlknakór Reykjavíkur og hjálpast að við leysa vandamál og láta drauma rætast. ÖRFÁ SÆTI LAUS Íslenska vegakerfið hefur alla tíð verið vinsælt umræðuefni og tilefnunum til að færa það í tal er hreint ekki að fækka. Hundruð þúsunda ferðamanna nýta nú langferðabíla á ferðum sínum milli náttúruperlna, þannig að viðhald og uppbygging vega hefur vart undan álaginu. Mitt í þessu ati hefur engum dottið í hug að leggja til að Vegagerðin reki sjálf hin stórvirku samgöngutæki, sem aka á vegum landsins. Enda engin ástæða til. Þannig er staðan þó á íslenskum fjarskiptamarkaði. Borgarfyrir- tækið Gagnaveita Reykjavíkur (GR) hefur fjárfest í fjarskiptalögnum að 100 þúsund heimilum á suðvestur- horninu, fyrir um 32 milljarða á núvirði. Þessar rándýru fjárfest- ingar mega þjónustuaðilar þó ekki nýta með beinum hætti til að keppa um hylli neytenda. Það skilyrði fylgir nefnilega, að með aðgangi að innviðum sé jafnframt keypt heildstæð þjónusta af borgarfyrir- tækinu. Þjónustuveitendur skulu kaupa allt eða ekki neitt. Þetta er svipað og ef Vegagerðin gerði fyrirtækjum í ferðaþjónustu það skilyrði að nýta eingöngu lang- ferðabíla frá Vegagerðinni sjálfri. Kynnisferðum, Gray Line og Snæ- land Grímssyni byðist þannig að nota eigin vörumerki og söluvefi til að selja sæti, en þó aðeins í þeim rútum sem Vegagerðin útvegar. Bif- reiðar frá fyrirtækjunum sjálfum fengju ekki aðgang að hinu opin- bera vegakerfi. Vegagerðin mundi góðfúslega benda þeim, sem hygð- ust nýta eigin fararskjóta, á að byggja sér sjálfir nýja vegi undir þá. Svifryki þyrlað upp Ofangreind stefna GR á tilurð sína í hugsunarhætti einokunar, að félagið þurfi að eiga nær alla virðis- keðju fjarskipta. Þetta lokaða fyrir- komulag leiðir af sér skort á sam- keppni, þjónustuframboðið verður einsleitt og verðin þau sömu. Bún- aður og tækni GR sjálfrar eru yfir og undir og allt um kring, en ekk- ert rými veitt til að hugsa út fyrir boxið. Ólíkt GR veit Vegagerðin að verkefnið, að leggja og reka innviði í landinu, gerir Vegagerðina ekki þess umkomna að ákveða þjónustustig í allri akstursþjónustu um landið. Er ekið að Gullfossi, Hjálparfossi eða Glymi? Fylgir leiðsögumaður sem talar katalónsku? Er hægt að kaupa ketófæði um borð? Vegagerðin veit, sem er, að hún á ekki að skipta sér af neinu af þessu. Gróska, nýsköpun og samkeppni leysist mun frekar úr læðingi ef hið opinbera gerir ekki þátttöku sína í nær allri virðis- keðjunni að skilyrði fyrir því að opinberir innviðir séu lagðir eða nýttir. Næsta þróun í fjarskiptum, svo sem 5G og internet hlutanna, byggist ekki á því að opinber fyrir- tæki gíni yfir öllu, hvað þá að þau (FS) Á Vegagerðin að eiga rúturnar? framkalli óþarft fjárfestingakapp- hlaup á suðvesturhorninu á kostnað framþróunar í öðrum landshlutum. Hundruðum milljóna hafnað Ljósleiðari er efnisþráður með nær óendanlega burðargetu. Þótt eitt tæknifyrirtæki nýti hann með tilteknum hætti er næg bandvídd fyrir aðra til að keppa um hylli neyt- enda. Það er grátlegt að á meðan víða um land eru takmarkaðar fjár- festingar í fjarskiptum, ætli Reykja- víkurborg sér að stuðla að óþarfa raski og áframhaldandi tvígreftri að heimilum, hér á takmörkuðum bletti landsins og jafnframt þeim þéttbýlasta. Möguleg viðskipti Símans við GR myndu færa borgar- fyrirtækinu hundruð milljóna í tekjur á hverju ári. Af hverju vill GR ekki þær tekjur? Það þarf ekki að leggja aðra hraðbraut frá Reykjavík til Keflavíkur. Orri Hauksson forstjóri Símans Gróska, nýsköpun og sam- keppni leysist mun frekar úr læðingi ef hið opinbera gerir ekki þátttöku sína í nær allri virðiskeðjunni að skilyrði fyrir því að opinberir inn- viðir séu lagðir eða nýttir. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11M I Ð V I K U D A G U R 1 . M A Í 2 0 1 9 0 1 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :4 2 F B 0 5 6 s _ P 0 5 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 E 7 -7 3 D C 2 2 E 7 -7 2 A 0 2 2 E 7 -7 1 6 4 2 2 E 7 -7 0 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 5 6 s _ 3 0 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.