Fréttablaðið - 01.05.2019, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 01.05.2019, Blaðsíða 14
Nýjast Haukar - ÍBV 35-31 Haukar: Adam Haukur Baumruk 10, Daníel Þór Ingason 7, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 6, Heimir Óli Heimisson 4, Atli Már Báruson 4, Orri Freyr Þorkelsson 2, Tjörvi Þorgeirs- son 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1. ÍBV: Hákon Daði Styrmisson 9, Kristján Örn Kristjánsson 7, Sigurbergur Sveinsson 4, Fannar Þór Friðgeirsson 3, Kári Kristján Kristjánsson 2, Gabríel Martinez Róberts- son 2, Elliði Snær Viðarsson 1, Dagur Arnarsson 1, Róbert Sigurðarson 1, Daníel Örn Griffin 1. Staðan í einvíginu er 1-0 fyrir Hauka. Vinna þarf þrjá leiki til að komast áfram. Leikur Selfoss og Vals stóð enn yfir þegar Fréttablaðið fór í prentun en upplýsingar um úrslit leiksins má lesa á vef Fréttablaðsins. Tottenham - Ajax 0-1 0-1 Donny van de Beek (15.) Þetta var fyrri leikur liðanna. Seinni leikurinn fer fram í Hollandi þann 8. maí. Meistaradeild Evrópu Undanúrslit Olís-deild karla Undanúrslit FÁLKAHÖFÐI 4 Glæsileg íbúð 3ja herb. Bílskúr OPIÐ HÚS Í DAG (01.05) KL. 13:00 – 13:30. 54.9 millj. Brynjólfur 896 2953 132,2 m2 Grensásvegur 3 • 108 Reykjavík • Sími 530 5600 FÓTBOLTI Leikar hefjast í Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu á morgun en þá fara fram fjórir leikir. Þá spila ÍBV og Breiðablik, Stjarnan og Selfoss, HK/Víkingur og KR og Fylkir og Kef lavík. Umferðinni lýkur svo með leik Vals og Þórs/KA á föstudaginn. Fréttablaðið fjallaði um það í umfjöllun sinni í gær hvaða lið falla samkvæmt spá blaðsins niður í næstefstu deild næsta haust. Nú er komið að þeim fjórum liðum sem munu sigla lygnan sjó og verða um miðja deild. Daði Rafnsson, sérfræðingur Fréttablaðsins um deildina, hefur þetta að segja um liðin sem munu ekki falla og ná ekki að blanda sér af fullum þunga í toppbaráttu deildar- innar í sumar. 4. ÍBV: Eyjaliðið hefur vissulega misst marga leikmenn og enn er óvissa um það hvernig þau skörð verða fyllt í sumar. Jón Óli Daní- elsson er tekinn við liðinu á nýjan leik og hann þekkir styrkleika deildarinnar. Hann er vanur þeirri stöðu að þurfa að búa til lið með öfl- ugum erlendum leikmönnum. ÍBV mun stilla upp sterku liði sem getur staðið uppi í hárinu á bestu liðum deildarinnar og verður í námunda við liðin sem munu raða sér í topp- sætin. Cloé Lacasse er frábær fram- herji sem skorar alltaf sín mörk og Sigríður Lára Garðarsdóttir er öflug inni á miðsvæðinu. Jón Óli mun svo púsla í kringum máttarstólpana góðum leikmönnum sem munu pluma sig vel. 5. Stjarnan: Það eru mjög breytt- ar forsendur hjá Garðabæjarliðinu í sumar frá því í fyrra. Stjarnan hefur misst nánast allt byrjunarliðið sitt frá síðasta keppnistímabili annað- hvort í önnur lið eða í meiðsli. Þeir leikmenn sem hafa komið til liðs við Stjörnuna í vetur eru ekki í sama gæðaflokki og þeir sem fóru. Þó svo að Kristján Guðmundsson sé vissu- lega klókur og taktískt góður þjálf- ari þá mun hann ekki ná að blanda liðinu í toppbaráttuna. Þetta verður tímabil þar sem liðið þarf að fara í fyrsta fasa um að byggja upp öflugt lið fyrir næstu árin. 6. KR: Mér fannst Bojana Besic gera frábæra hluti með því að halda liðinu í efstu deild síðasta haust. Ég hefði viljað sjá félagið verðlauna hana fyrir þá frammistöðu með því að gera henni kleift að fá til sín sterkari leikmenn. Vesturbæingar bættu reyndar við sig Guðmundu Brynju [Óladóttur] sem getur gert góða hluti í framlínu liðsins og hresst upp á sóknarleik liðsins. Það vantaði svolítið öf lugan marka- skorara í liðið í fyrra og Guðmunda gæti gert bragarbót á því. Katrín Ómarsdóttir og Betsy Hassett eru frábærir leikmenn og þær einar og sér sjá til þess að liðið fær nógu mörg stig til þess að falla ekki. Það gæti haft slæm áhrif á liðið að Hass- ett fer til þess að leika með Nýja- Sjálandi á heimsmeistaramótinu um mitt sumar en það verður ekki mjög langur tími. 7. Fylkir: Árbæingar hafa á að skipa spennandi og skemmti- legu liði sem ég tel að muni ekki falla aftur niður í næstefstu deild. Kjartan Stefánsson, þjálfari liðsins, hefur þjálfað flesta leikmenn liðsins lengi og liðið er með góðan kjarna sem hefur spilað lengi saman. Leik- skipulag liðsins er gott og leikmenn þekkja sín hlutverk mjög vel. Liðinu hefur gengið vel í B-deild Lengju- bikarsins og hefur náð góðum úrslitum gegn þeim liðum sem verða í sætunum í kringum liðið í sumar. Liðið er ekki nógu sterkt til þess að færa sig í efri helming deildarinnar en mun að sama skapi ekki sogast í harða fallbaráttu að mínu mati. Fólk ætti að fylgjast vel með Ídu Marín Hermannsdóttur og Bryndísi Örnu Níelsdóttur sem eru mjög spennandi leikmenn. Ída Marín er kraftmikill miðvallar- leikmaður á meðan Bryndís Arna er mikill markaskorari. hjorvaro@frettabladid.is Árbæingar með spennandi lið Pepsi Max-deild kvenna hefst á morgun með fjórum leikjum. Fréttablaðið spáir í spilin og tekur nú fyrir liðin sem verða um miðja deild. Erfitt verkefni fram undan í Garðabænum en Árbæingar hafa litið vel út. Fylkiskonur mæta fullar sjálfstrausts til leiks eftir stutta dvöl í Inkasso-deildinni á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ellefu ár eru liðin síðan Stjarnan var ekki meðal efstu fjögurra liða deildar- innar í lok tímabilsins. FÓTBOLTI Það var staðfest í gær að Arnar Þór Viðarsson yrði yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ.  Hafn- firðingurinn sem lék á sínum tíma 52 leiki fyrir A-landsliðið mun sinna því starfi ásamt því að stýra U21 liði karla með Eiði Smára Guðjohnsen. Arnar skrifaði undir til tveggja ára. „Ég er alveg svakalega spenntur og á sama tíma stoltur að fá þetta tækifæri. Ég tók við U21 árs liðinu í byrjun árs og þetta er búið að vera í þróun síðan þá. Ég var ekkert á heimleið, búinn að vera í einhver tuttugu ár erlendis og var farinn að taka að mér að njósnastörf fyrir A-landsliðið en þetta hefur þróast ansi hratt. Ætli það séu ekki örlögin að ég sé kominn aftur heim og ég get ekki beðið eftir því að takast á við þetta,“ segir Arnar í samtali við Fréttablaðið. Arnar kemur í nýtt stöðugildi og fær því að móta starfið. „Það er spennandi. Við eigum eftir að keyra nokkrum sinnum á vegg og gera mistök sem við munum læra af. Ég kem með mína reynslu að utan þar sem ég var leikmaður, þjálfari, aðstoðarþjálfari og yngri f lokka þjálfari og fékk að móta stefnu Lokeren í þessu málum,“ segir Arnar og heldur áfram: „Yngri f lokkar í atvinnumennsku eru eins og yngri f lokkar á Íslandi, þetta snýst um að veita þeim sem best umhverfi. Því eldri og betri sem leikmenn verða, þar stækkar afreks- starfið og þar er þörfin á hvað mestri vinnu. Grasrótin er stór á Íslandi en það þarf að veita framúrskarandi unglingum tækifæri til að æfa við hinar bestu aðstæður.“ Arnar tók þó fyrir að KSÍ væri með inngrip í félögin. Þess í stað væri KSÍ til að aðstoða. „Sú krafa sem við erum með er að það séu yfirþjálfarar en við erum ekki að fara að þröngva okkur upp á félög. Við munum veita þeim aðstoð, jafnvel hjálp en ef félögin af þakka það þá verður það bara svo. Það er og verður undir félögunum komið að skapa landsliðsmenn framtíðar- innar og KSÍ að hjálpa.“  – kpt Stoltur að fá þetta tækifæri hjá KSÍ Arnar Þór kvaðst spenntur fyrir nýju hlutverki hjá KSÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Liverpool og Barcelona mætast í fyrri leik liðanna í und- anúrslitum Meistaradeildar Evrópu á Nývangi í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn í tólf ár sem þessi lið mætast. Þá fór Liverpool áfram á útivallarmörkum þrátt fyrir 1-0 sigur Börsunga á Anfield þar sem Eiður Smári skoraði eina mark leiksins. Lionel Messi he f u r mæt t sex enskum liðum og, til þessa, hefur hann náð að skora gegn þeim öllum nema Liver- pool. – kpt Mætast í fyrsta sinn í tólf ár 1 . M A Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 0 1 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :4 2 F B 0 5 6 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 E 7 -6 E E C 2 2 E 7 -6 D B 0 2 2 E 7 -6 C 7 4 2 2 E 7 -6 B 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 5 6 s _ 3 0 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.