Fréttablaðið - 01.05.2019, Blaðsíða 33
Vísbendingar eru um að útlánaáhætta íslenskra fyrirtækja sé að aukast og því
skiptir töluverðu máli fyrir fyrir
tæki að fylgjast með því hvernig
áhættan í þeirra viðskiptasafni er
að þróast. Fyrirtæki sem eru með
vituð um sína stöðu eru betur í
stakk búin til að grípa til aðgerða
þegar áhættan á töpuðum kröfum
eykst. Til þess að geta lagt mat á
stöðuna er nauðsynlegt að hafa
áreiðanleg gögn innan handar.
Samkvæmt nýlegri greiningu
Creditinfo á vanskilum fyrirtækja
er nýskráningum á vanskilaskrá
farið að fjölga eftir stöðuga fækkun
síðustu ára. Rúm 3% íslenskra fyrir
tækja komu ný inn á skrá á síðustu
sex mánuðum en það er hærra hlut
fall en hefur mælst á sambærilegu
tímabili á síðustu tveimur árum.
Alls eru 12,3% allra einkahluta
félaga og hlutafélaga á Íslandi á van
skilaskrá samkvæmt nýjustu mæl
ingum. Þegar vanskil eru greind þá
er ekki nóg að skoða aðeins fjölda
fyrirtækja á vanskilaskrá heldur
þarf einnig að líta til nýskráninga.
Lögaðilar geta verið mislengi á
skrá og því gefa nýskráningar betri
mynd af því hver þróunin er hverju
sinni.
Sjá má aukningu á nýskráningum
í nær öllum atvinnugreinum að
undanskildum fyrirtækjum í fjár
mála og vátryggingastarfsemi.
Meðfylgjandi mynd sýnir að mesta
aukningin á sér stað í byggingar
starfsemi og mannvirkjagerð og
hjá fyrirtækjum í heild og smásölu
verslun. Þá komu 4,62% fyrirtækja í
byggingastarfsemi og mannvirkja
gerð ný inn á vanskilaskrá á síðustu
sex mánuðum og 3,62% fyrirtækja í
heild og smásöluverslun.
Aukin umsvif – aukin áhætta
Því stærra sem viðskiptasafn fyrir
tækja er því erfiðara getur verið að
halda utan um mögulega áhættu
í því safni. Örar breytingar á við
skiptavinum gera þessa vinnu enn
erfiðari og þess vegna er mikilvægt
að fyrirtæki temji sér skilvirkar
vinnureglur til að halda utan um
viðskiptin. Eins skiptir miklu máli
að fylgja eftir breytingum í við
skiptasafninu til að takmarka lík
urnar á vanefndum viðskiptavina.
Þegar ákvarðanir um reiknings
viðskipti eru teknar þurfa þær
ákvarðanir að vera byggðar á gögn
um frekar en huglægu mati hverju
sinni. Sérfræðiþekking skiptir
miklu máli við ákvarðanatöku en
hún nýtist illa ef hún er ekki tekin
á traustum grundvelli áreiðanlegra
gagna. Einnig eru auknar kröfur
gerðar til fyrirtækja um hraða og
nákvæmni í viðskiptum. Það er
ljóst að þessum kröfum verður
ekki mætt einungis með manns
höndinni.
Kostir við sjálfvirkar ákvarðanir
Sérstaða Creditinfo er fólgin í
öflun nauðsynlegra upplýsinga til
að styðja við upplýsta ákvarðana
töku. Við höfum fundið fyrir því að
fyrirtæki kalla í auknum mæli eftir
sjálfvirkum lausnum til að vinna
úr lánshæfisgögnum og til að taka
ákvarðanir um lántöku og reikn
ingsviðskipti.
Þess vegna höfum við unnið með
fjölda fyrirtækja bæði hér á landi
og erlendis við að útbúa viðskipta
reglur – lausn sem vinnur samhliða
með gögn fyrirtækja og gögn frá
Creditinfo til að taka mikilvægar
ákvarðanir á svipstundu.
Töluverður vinnu og tímasparn
aður er fólginn í því að gera endur
teknar ákvarðanir um lántöku og
reikningsviðskipti sjálfvirkar. Um
leið og slíkir ferlar eru til staðar hjá
fyrirtækjum verða ákvarðanir einn
ig nákvæmari vegna þess að þeir
draga úr hættunni á mannlegum
mistökum. Kostnaðurinn við slík
mistök er oft hulinn og er fyrir
ferðarmeiri í rekstri fyrirtækja en
marga myndi gruna.
Ef það er eitthvað sem tölvur geta
leyst vel af hólmi þá eru það margar
endurteknar ákvarðanir. Fyrirtæki
nýta starfsfólk sitt mun betur ef
þeim tekst að draga úr slíkum verk
efnum og þau geta í auknum mæli
fært starfsfólk til krefjandi verkefna
sem kalla á inntaksrík mannleg
samskipti og skapandi hugsun.
Þar sem útlánaáhætta íslenskra
fyrirtækja er að aukast skiptir máli
fyrir fyrirtæki að vera meðvituð
um stöðu viðskiptavina sinna með
tilliti til lánshæfis. Fyrirtæki sem
vakta áhættuna í sínu viðskipta
safni hafa verðmæta yfirsýn yfir
reksturinn sem veitir þeim skýrt
samkeppnisforskot. Fy rirtæki
sem hafa sjálfvirka og vel skil
greinda ferla utan um viðskipti
sín ganga skrefinu lengra og skapa
grundvöll til að stunda stöðugan
og traustan rekstur til framtíðar.
Áhættan í þínu viðskiptasafni
Kári Finnsson
viðskiptastjóri
hjá Creditinfo
✿ Nýskráningar fyrirtækja á vanskilaskrá 2016 til 2018
n 2016 n 2017 n 2018
5%
4%
3%
2%
1%
0%
Byggingarstarf-
semi og mann-
virkjagerð
Fasteignavið-
skipti
Fjármála- og
vátrygginga-
starfsemi
Heild- og smá-
söluverslun,
viðgerðir á öku-
tækjum
Landbúnaður,
skógrækt og
fiskveiðar
Sérfræðileg,
vísindaleg og
tæknileg starf-
semi
Nýskráningum á vanskilaskrá fjölgar mest í byggingarstarfsemi.
Stefnir – Lausafjársjóður
Sjóðurinn er fjárfestingarsjóður sem fjárfestir aðallega í innlánum fjármála-
fyrirtækja. Í krafti stærðar sinnar nýtur hann betri kjara á innlánum en bjóðast
almennt. Stefnir – Lausafjársjóður er áhugaverður kostur fyrir skammtíma-
sparnað og er laus með eins virks dags fyrirvara.
Í netbankanum er hægt að eiga viðskipti með sjóði hvenær sem þér hentar.
Þar er jafnframt að finna stöðu og hreyfingar á safninu þínu sem auðveldar
þér eftirlit. Einnig er hægt að hafa samband í síma 444 7000.
Ávöxtun fyrir
skammtíma-
sparnað
Fjárfestingum í fjármálagerningum fylgir ávallt fjárhagsleg áhætta, svo sem hætta á að ekki verði um neina ávöxtun að
ræða eða að höfuðstóll tapist. Árangur í fortíð gefur ekki áreiðanlega vísbendingu um árangur í framtíð. Í útboðslýsingu
og lykilupplýsingum hvers sjóðs er að finna nánari upplýsingar um sjóðinn, m.a. um áhættu og hvort umræddur sjóður
telst verðbréfasjóður eða fjárfestingarsjóður, en upplýsingarnar má nálgast á www.arionbanki.is/sjodir. Fjárfestingarsjóðir
hafa rýmri fjárfestingarheimildir, sem geta leitt til minni áhættudreifingar en í verðbréfasjóðum. Fjárfesting í fjárfestingar-
sjóði telst því almennt vera áhættumeiri en fjárfesting í verðbréfasjóði. Ávöxtunartölur eru fengnar hjá vörsluaðila sjóðsins.
Auglýsingin er aðeins í upplýsingaskyni og skal ekki litið á hana sem ráðgjöf um að ráðast í eða ráðast ekki í tiltekna fjár-
festingu eða tilboð um að kaupa, selja eða skrá sig fyrir tilteknum fjármálagerningum. Arion banki er helsti söluaðili sjóða
Stefnis hf. sem er sjálfstætt starfandi fjármálafyrirtæki skv. lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Stefnir hf. rekur
verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði skv. lögum nr. 128/2011. Stefnir hf. er dótturfélag Arion banka.
arionbanki.is
Fyrir hverja?
Þá sem vilja spara í stuttan tíma
Þá sem vilja möguleika á hærri ávöxtun
Þá sem vilja leysa út sparnað sinn
með stuttum fyrirvara
Hentar bæði fyrirtækjum
og einstaklingum
Árleg nafnávöxtun
1 ár
4,1% 4,3%
5,6% 5,4% 5,3%
2 ár 3 ár 4 ár 5 ár
31.03.2018–
31.03.2019
31.03.2017–
31.03.2018
31.03.2016–
31.03.2017
31.03.2015–
31.03.2016
31.03.2014–
31.03.2015
MARKAÐURINN 9M I Ð V I K U D A G U R 1 . M A Í 2 0 1 9
0
1
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:4
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
E
7
-A
0
4
C
2
2
E
7
-9
F
1
0
2
2
E
7
-9
D
D
4
2
2
E
7
-9
C
9
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
5
6
s
_
3
0
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K