Fréttablaðið - 01.05.2019, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 01.05.2019, Blaðsíða 20
ef fólk gæfi okkur leyfi værum við vinirnir meira en til í að ganga í málningarverkið, ef svo bæri við,“ segir Jóhann kátur. „Uppátæki okkar hófst sem létt skemmtun en hefur undið upp á sig í ótrúlega gefandi og upp- byggilegt verkefni sem við njótum til fulls. Breiðholtið er að vissu marki misskilið hverfi en þar eiga fordómar stóran þátt. Fólk les ef til vill frétt um að lögreglan hafi haft afskipti af Breiðholtinu og þá er hverfið og íbúar þess dæmt með það sama. Hér var hins vegar gott að alast upp og hér er gott að vera.“ Þeim vinum þykir einkar gaman að skella sér í foreldrarölt á kvöldin og um helgar. „Foreldraröltið varð til þegar við vorum á leið í partí annars staðar í hverfinu. Á sama tíma vorum við farnir að líta í kringum okkur til að athuga hvort það væru nokkuð unglingar að vandræðast á svæð- inu. Ætli það þýði ekki að ellin sé farin að segja til sín, en okkur þótti þetta svo skondið að við höfum stundað þetta rölt síðan,“ segir Jóhann broshýr. Fær falleg bros að launum Jóhann Helgi er 26 ára háskóla- nemi sem þykir fátt skemmtilegra en að leika sér á brimbretti og fylgjast með fótbolta. „Það er þrennt sem lýsir Breið- hyltingum best: virðing, sam- heldni og vinsemd. Alþjóðamenn- ingin hefur góð áhrif á hverfið og Breiðhyltingar njóta þeirra for- réttinda að kynnast mismunandi menningarheimum. Það er mín skoðun að fjölbreytileikinn geri alla að betri og víðsýnni einstakl- ingum,“ segir Jóhann sem kannast vel við niðrandi athugasemdir um heimahagana í gegnum tíðina. „Orðsporið er vissulega enn til staðar; að hér ríki almennur glundroði og stjórnleysi. Ég held það séu ekki endilega fordómar og þar býr sennilega ekkert illt að baki – frekar þekkingarleysi,“ segir Jóhann og hvetur þá sem ekki þekkja Breiðholtið til að koma í heimsókn til að upplifa og njóta töfra hverfisins. „Uppskrift að góðum degi heima í hverfinu mínu er að byrja daginn á heita pottinum í Breiðholtslaug sem er besta sundlaug Reykja- víkur. Á eftir, þegar gengið er út eftir sundið, er tekin vinstri beygja og yfir í Iceland Vesturbergi sem er besta kjörbúð landsins og þótt víðar væri leitað. Þar fæst landsins besta úrval af ís. Sund og ís hljómar mjög næs, sérstaklega ef það er gott veður,“ upplýsir Jóhann sem vill sjá meiri þjónustu fyrir hans kynslóð til að gera frábært hverfi enn betra. „Til dæmis Mathöll Breiðholt. Mathallir hafa gefið góða raun annars staðar og ég sé því ekk- ert til fyrirstöðu að slíkt myndi ganga vel í Efra-Breiðholti. Einnig væri gaman að sjá f leiri ísbúðir í Breiðholtinu með fjölbreytt úrval ísrétta,“ segir Jóhann. Honum þykir gott að gleðja náungann. Viðtökurnar hafa verið gefandi og góðar, og margir kalla hann hverfishetju. „Það er vissulega ákveðinn húmor fólginn í því að vera kall- aður verndari Breiðholtsins, og gaman að heyra, en ég vil ekki taka neitt frá fólkinu sem hefur staðið í þessu með mér. Klapp á bakið fá Birkir, Atli minn, Arnar Brynjar, Óli, Katrín, Ási gamli skóli og sjálfur kóngurinn í hverfinu, Egill. Sjálfur er ég engin hetja en vil fyrst og fremst vekja athygli á mikil- vægi náungakærleikans og því að brosa til nágranna sinna. Við erum öll jöfn þegar allt kemur til alls og þótt fólk verði iðulega hissa á að mæta mér með mínar velgjörðir í hverfinu fylgir þeirri undrun alltaf fallegt bros.“ Fólk er kynningarblað sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið ritstjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 550 5762 | Elín Albertsdóttir, elin@ frettabladid.is, s. 550 5761 | Brynhildur Björnsdóttir, brynhildur@frettabladid.is, s. 550 5765 | Starri Freyr Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 550 5763 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 550 5768 Útgefandi: Torg ehf Ábyrgðarmaður: Kristín Þorsteinsdóttir Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@ frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653, Framhald af forsíðu ➛ Að þora ekki upp í Breiðholt af ótta við að mæta þar glæpagengjum og óþjóðalýð er akkúrat hugsunarhátturinn sem ég og vinir mínir úr hverfinu erum á móti. Hér eru vissulega þröngar og dimmar götur en lífið hefur kennt manni að flestir vilja vel. Hverfið er því ekkert verra né hættulegra en önnur hverfi,“ segir Jóhann Helgi Sveinsson sem hrundið hefur af stað kær- leiksbylgju meðal Breiðhyltinga sem og vitundarvakningu til að spyrna við fótum gegn neikvæðri umfjöllun um Breiðholtið sem trónir eins og kóróna í hæðum Reykjavíkur með sín margfrægu háhýsi og fjölþjóðlega mannlíf. „Hugmyndin kviknaði í kjölfar endalauss fréttaflutnings þar sem sífellt var varpað skugga á Breið- holtið og hverfið var sérstaklega nafnbirt, meira að segja í tilvikum þar sem slíkt var helber óþarfi. Ég fann því fyrir löngun til að varpa ljósi á jákvæðar hliðar Breið- holtsins og í framhaldinu byrj- uðum við vinirnir að ganga um hverfið á kvöldin og birta myndir af því á samfélagsmiðlum okkur til skemmtunar en líka til þess að sýna fram á að það sé almennt lítið um tilefnislausa glæpi hér á förnum vegi,“ segir Jóhann, sem er fæddur og uppalinn í Hólahverfi Efra-Breiðholts en hann bjó um tíma í Danmörku. „Efra-Breiðholt er einfaldlega besta hverfið í borginni og ég vildi hvergi annars staðar búa. Hér eignast maður vini fyrir lífstíð og ég get ekki beðið eftir að verða hér gamall maður. Að byrja dagana í pottinum í Breiðholtslaug með sömu mönnum og ég byrjaði dagana með í Hólabrekkuskóla þegar við vorum litlir.“ Sprell sem vatt upp á sig Jóhann hefur vakið athygli og aðdáun Breiðhyltinga fyrir fram- lag sitt til enn betri heimahaga. Hann hefur meðal annars dúkað upp borð í alfaraleið til að bjóða hverfisbúum upp á heita súpu, kaffi og rúllutertu á göngu þeirra um hverfið, staðið fyrir foreldra- rölti um dimma stíga næturinnar með vinum og málað yfir veggja- krot til að fegra ásýnd hverfisins, eins og myndir á samfélagsmiðlum hafa sýnt. „Við erum samheldinn hópur gamalla vina héðan úr hverfinu og höfum tekið upp á ýmsu með það fyrir augum að vekja athygli á jákvæðum viðburðum sem eiga sér stað í hverfinu. Vissulega höfum við mjög gaman af og þetta er því ekki eingöngu grafalvarlegt verkefni. Okkur strákunum þykir gaman að slá þessu upp í grín og að fólk hafi gaman af slíkri nálgun,“ útskýrir Jóhann en þeir félagar hafa löngum haft gaman af alls konar flippi og skemmtilegum uppátækjum. „Því verður að segjast eins og er að við máluðum ekki vegginn í alvöru, enda væri slíkt jafn mikið lögbrot og að graffa á vegginn til að byrja með. Með myndinni vildum við vekja athygli íbúa á því að víða væri kominn tími til að skella sér í málningargallann og mála yfir krassið. Það gerir svo mikið að hafa fínt í kringum sig og Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is Efra-Breiðholt er sjónrænt en sumum stendur stuggur af hverfinu og óttast það. Jóhann Helgi vill sýna þess rétta andlit. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Hér eignast maður vini fyrir lífstíð og ég get ekki beðið eftir að verða hér gamall maður. Að byrja dagana í heita pottinum í Breiðholts- laug með sömu mönnum og ég byrjaði dagana með í Hólabrekkuskóla þegar við vorum litlir. 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 . M A Í 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U R 0 1 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :4 2 F B 0 5 6 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 E 7 -9 1 7 C 2 2 E 7 -9 0 4 0 2 2 E 7 -8 F 0 4 2 2 E 7 -8 D C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 5 6 s _ 3 0 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.