Fréttablaðið - 01.05.2019, Blaðsíða 32
Nú er því góður
tími til að nýta sér
tæknina sem hefur þroskast
nægjanlega fyrir verkefni
nútímans. Íslensk fyrirtæki
geta sannarlega tileinkað sér
tæknina og í ár verða stigin
stór skref í þá átt.
Eins og milljarðamæringurinn sérvitri Tony Stark sagði eitt sinn skiptir ekki máli hversu
ríkur þú ert, þú getur ekki keypt
þér tíma. Vinnuveitendur Starks
hjá Disney vita þó að við erum
mörg tilbúin að verja sparifénu
okkar í að dvelja í nokkrar klukku-
stundir í hinum ýmsu heimum sem
finna má í kvikmyndum og þáttum
fjölmiðlaveldisins, til dæmis að
verja þremur klukkustundum á
nýju Avengers-myndinni.
Tekjur af miðasölu Avengers:
Endgame námu um 1,2 milljörðum
dollara um frumsýningarhelgina
og er um að ræða langstærstu opn-
unarhelgi kvikmyndasögunnar.
Hetjur og skúrka myndarinnar
eignaðist Disney með f jögurra
milljarða dollara kaupunum á Mar-
vel- myndasöguútgefandanum ára-
mótin 2009-2010 en einhvern tíma
til viðbótar tók þó Disney að hefja
framleiðslu kvikmynda þar sem
áður hafði verið samið við sam-
keppnisaðila þeirra um umsjón
með hinum ýmsu vörumerkjum
og persónum.
Frá gerð fyrstu Avengers-kvik-
myndarinnar árið 2012 hefur
Disney nú sent frá sér 16 myndir
sem byggja á persónum Marvel.
Fr a mleiðslu kost naðu r þeir r a
nemur um 3,3 milljörðum doll-
ara en miðasala hefur skilað 16,7
milljörðum í tekjur. Það er snúið
að áætla hagnað hverrar myndar
fyrir sig, enda taka bíóhúsin sinn
skerf af miðasölu og við fram-
leiðslukostnað bætist til dæmis
dreifingar- og markaðskostnaður.
Við vitum þó að á liðnu ári nam
hagnaður Disney af framleiðslu
tíu k vikmynda þremur millj-
örðum dollara og gerðust þrjár
þeirra í ævintýraheimi Marvel.
Þegar litið er sérstaklega á miða-
sölutekjur og framleiðslukostnað
þeirra mynda, í samanburði við
aðrar Disney-myndir, má áætla að
stór hluti hagnaðarins hafi verið
vegna Aveng ers: Infinity War, Black
Panther og Ant-Man 2.
Hjá Disney hafa forstjórinn
Bob Iger og hans fólk áttað sig á
verðmæti stórra ævintýramynda.
Kaupin á Pixar fyrir 7,4 milljarða
dollara árið 2006 og Star Wars á
fjóra milljarða 2012 hafa reynst
afar arðbær og það efast enginn í
dag um að kaupin á Marvel borg-
uðu sig.
Undanfarin níu ár hefur það
aðeins gerst tvisvar að tekjuhæsta
kvikmynd ársins var ekki fram-
leidd af Disney. Með yfirtökunni
á kvikmyndaverinu 20th Century
Fox sem lauk nú nýverið aukast
yfirburðirnir enn frekar og með
streymisveitunni Disney +, sem fer
í loftið með haustinu, freistar fyrir-
tækið þess að dreifa sínu eigin efni
og halda enn stærri hluta virðis-
keðjunnar en áður. Disney rétt
smellir fingrum og samkeppnin
fuðrar upp.
Marvel slær öll met
Undanfarin níu ár
hefur það aðeins
gerst tvisvar að tekjuhæsta
kvikmynd ársins var ekki
framleidd af Disney.
Björn Berg
Gunnarsson
fræðslustjóri
Íslandsbanka
Helgi Svanur Har-aldsson var nýlega ráðinn til Advania til að leiða þjón-ustu fyrirtækisins á sviði gervigreindar.
Hann segir að leiðtogar í viðskipta-
lífinu þurfi að bera kennsl á þau
tækifæri sem felast í framþróun
gervigreindar.
Hvað felst í nýja starfinu?
Hlutverk mitt er að standa að upp-
byggingu teymis sem fléttar saman
Góður tími til að nýta sér gervigreind
Helgi Svangur segir að útlit sé fyrir að markaðir með gervigreind muni velta 15 þúsund milljörðum dollara árið 2030. Heimshagkerfið veltir nú 80 þúsund milljörðum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Nám:
Master in Mathematics, University
of Warwick, 2007
Störf:
Leiðir þjónustu Advania á sviði
gervigreindar.
Fjölskylduhagir:
Giftur Lana JuneYue Lou. Saman
eigum við hinn síbrosandi Stefán
sem er 11 mánaða.
Svipmynd
Helgi Svanur Haraldsson
hefðbundna gagnavinnslu og við-
skiptagreind. Okkar sérstaða verður
að miklu leyti í arkitektúr gagna,
gervigreind, spjallbottum og sjálf-
virknivæðingu. Markmið okkar er
að aðstoða íslensk fyrirtæki við að
grípa tækifærin sem felast í gervi-
greind. Samkvæmt McKinsey er
útlit fyrir að markaðir með gervi-
greind muni velta um 15 þúsund
milljörðum dollara árið 2030. Til
samanburðar má nefna að núver-
andi heimshagkerfi veltir um 80
þúsund milljörðum dollara. Fyrir-
tæki af öllum stærðum og gerðum
munu þurfa tæknilega fær teymi
með straumlínulagaða ferla til að ná
raunverulegu forskoti. Við erum að
rannsaka og setja saman slíkt teymi
hjá Advania og höfum einmitt í því
skyni nýlega ráðið fjóra mjög færa
einstaklinga til viðbótar.
Hvernig er Ísland statt þegar
kemur að gervigreind?
Á undanförnum tveimur árum
hefur gervigreind orðið aðgengi-
leg og gagnleg tækni fyrir aðra en
stórfyrirtæki í Bandaríkjunum.
Nú er því góður tími til að nýta sér
tæknina sem hefur þroskast nægjan-
lega fyrir verkefni nútímans. Íslensk
fyrirtæki geta sannarlega tileinkað
sér tæknina og ég held að í ár verði
stigin stór skref í þá átt.
Hvernig er morgunrútínan þín?
Ég vakna við að ljósin kvikna í
íbúðinni. Fjölskyldan fær sér svo
eitthvað gott að borða saman en
Lana er mjög metnaðarfull í að und-
irbúa mat. Svo veltur það á veðri eða
hvort ég þurfi að mæta í jakkafötum,
hvort ég fer hjólandi í vinnuna.
Hver eru þín helstu áhugamál?
Ég hef mikinn áhuga á starfi mínu
við gervigreind og þá sérstaklega
vísindunum við ákvörðunartöku.
Ég sé fyrir mér byltingar á þessu
sviði. Við getum til dæmis verið
mjög góð í litlum hópum og ágæt að
vinna verk eftir hefðbundnum fyrir-
tækjastrúktúr en frekar léleg að taka
stærri ákvarðanir. Ný tækni á þessu
sviði felst í því að besta gagnsæi,
traust, gæði og hraða ákvörðunum.
Eitt jákvætt sem hefur komið út úr
umræðum um Brexit og Trump er
að hinn almenni borgari er orðinn
meðvitaður um að það megi kannski
bæta kosningakerfið. Það var ekki
hægt aða tala um það fyrir 10 árum.
Hvaða bók ertu að lesa eða last
síðast?
Homo Deus eftir Yuval Harari sem
er frábær. Ég tengi við mikið af því
sem hann segir. Svo er ég kominn
hálfa leið með The Secret Barrister
eftir Jack Hawkins sem fjallar um
breska réttarkerfið. Bæði umfjöll-
unarefnið og tungumálið sem hann
notar er mjög áhugavert.
Geturðu nefnt dæmi um ábatann
sem felst í gervigreindarvæðingu?
Gervigreind og aukin sjálfvirkni-
væðing fela í sér tækifæri til þess að
einfalda skölun fyrirtækja, auka
gæði og lækka útgjöld við viðhald
ferla og upplýsingakerfa. Samhliða
því fæst aukið samkeppnisforskot
fyrir fyrirtæki eftir því sem mark-
aðir taka breytingum. Leiðtogar í
viðskiptalífinu þurfa að bera kennsl
á þessi tækifæri og gervigreindar-
teymið hjá Advania er reiðubúið til
þess að aðstoða við það.
Hvaða áskoranir fylgja gervi-
greindarvæðingu?
Ekki vera of svifaseinn. Í grunn-
inn er þetta lærdómsferli og á meðan
á því stendur rekst maður á veggi og
gerir tímafrek mistök. Það getur svo
líka tekið tíma að fá alla innan fyrir-
tækisins til að vinna saman eftir
nýju verklagi. Það er ósennilegt að
þú komist langt á ráðgjöf frá ein-
staklingum sem hafa ekki réttu sér-
fræðikunnáttuna. Núorðið haldast
tækni og viðskiptaáætlanir í hendur
í síauknum mæli. Það er lykilatriði
að æðstu stjórnendur hafi góða yfir-
sýn og geti samhæft vinnubrögð þar
sem strat egískar ákvarðanir eiga að
hafa áhrif á arðsemi. Þessu þarf svo
auðvitað líka að fylgja vilji til þess að
yfirstíga þær hindranir sem kunna
að standa í vegi fyrir því að hægt sé
að umbreyta rekstrinum þannig að
hann skili betri arði.
1 . M A Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R8 MARKAÐURINN
0
1
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:4
2
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
E
7
-9
1
7
C
2
2
E
7
-9
0
4
0
2
2
E
7
-8
F
0
4
2
2
E
7
-8
D
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
5
6
s
_
3
0
_
4
_
2
0
1
9
C
M
Y
K