Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.05.2019, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 01.05.2019, Qupperneq 26
 Við erum með um 30 prósenta mark- aðshlutdeild í skyndibita og 65-70 prósent í pitsum en þá eru einungis miðað við tíu stærstu fyrirtækin. Nafn á viðmælenda og starfsheiti ekki punktur á eftirVið teljum mikilvægt að kaupa íslenskar afurðir og vera virkir þátttakendur í hag-kerfinu, sem dæmi kaupir Domino’s um átta til níu prósent af öllum osti á Íslandi. Til að anna þeirri eftirspurn eru rúmlega þúsund kýr sem mjólka einungis fyrir okkur. Segja má að allar kýr á Austurlandi starfi fyrir Domino’s við að búa til ost. Það eru því mun fleiri kýr sem vinna fyrir okkur en mannfólk,“ segir Birgir Örn Birgisson, forstjóri Domino’s á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa um 800 manns, margir í hlutastörfum og sumir taka eina vakt í viku, en stöðugildin eru um 300. „Við erum sömuleiðis lang- stærsti kaupandinn að pepperóníi á Íslandi, við kaupum 40-50 prósent af öllu pepperóníi á markaðnum, að smásölu meðtalinni,“ segir hann og skýtur því að að Domino’s sé jafnframt eitt af stærstu bakaríum landsins því allt deigið sé búið til í höfuðstöðvum fyrirtækisins í Breiðholti. Birgir Örn og frændi hans, Birgir Þór Bieltvedt, ásamt Högna Sigurðs- syni keyptu Domino’s á Íslandi árið 2011 fyrir 560 milljónir króna að meðtöldum vaxtaberandi skuldum og seldu fyrir 8,4 milljarða króna í tveimur hlutum á árunum 2016 og 2017. „Það var ekki hægt að sjá það fyrir, að okkur myndi takast að auka tekjurnar úr 1,7 milljörðum króna frá því við keyptum fyrir- tækið, í nærri sex milljarða króna á síðasta ári. Við erum stolt af því að hagnaður fyrir fjármagnsliði og afskriftir, það er EBITDA, jókst á sama tíma úr 70 milljónum króna í um 750 milljónir króna. Pitsu- staðirnir voru 14 árið 2011 en á 25 ára afmælinu í fyrra voru þeir 25,“ segir Birgir Örn. „Við kaupin settum við okkur metnaðarfull markmið en það er fjarri lagi að við stefndum að þess- um árangri.“ Hvernig stendur á þessum mikla vexti? „Það eru margir samverkandi hlutir. Við bættum mikið gæðin og þjónustu þegar við tókum við 2011. Við erum pitsufyrirtæki þjóðarinn- ar og leggjum mikið til samfélags- ins. Styrkjum f lest íþróttafélög, leggjum skólum og skólafélögum lið og alls konar góðgerðarmálum eins og Bataskólanum, Minningar- sjóði Einars Darra og Konukoti. Að auki erum við helsti styrkaraðili körfuboltans á Íslandi. Við leggjum milli 40 og 50 milljónir á ári í svona málefni. Allt telur þetta í jákvæðu viðhorfi og meðbyr. Þá ríkir keppnisandi á meðal allra starfsmanna, það vinna allir hörðum höndum að því að toppa til dæmis síðustu Megaviku. Okkur hefur ætíð tekist að bæta okkur, síðast féllu níu met. Starfsmenn- irnir eru stoltir af því og við fögnum saman eftir törnina. Hér ríkir góður liðsandi.“ Mikil markaðshlutdeild Hver er markaðshlutdeild Dom­ ino’s? „Við lítum svo á að Domino’s sé í samkeppni við allan skyndi- bita. Ef pitsa er keypt í matinn er viðkomandi ekki að fara að kaupa kjúkling. Við keppum til að mynda við smásala eins og Krónuna sem bjóða mikið af tilbúnum réttum og Eldum rétt því þar er kvöldverður fjölskyldna skipulagður út vikuna og þau taka þar með viðskipti frá okkur. Samkeppnin er gríðarleg. Við erum með um 30 prósenta markaðshlutdeild í skyndibita og 65-70 prósent í pitsum en þá er einungis miðað við tíu stærstu fyrir- tækin. Það er nefnilega ekki hægt að rýna í allan markaðinn. Árið 2011 þegar við tókum við rekstrinum var markaðshlutdeild Domino’s jafn mikil og hjá Subway og KFC. Keðjurnar þrjár voru jafn stórar. Síðan þá hefur KFC vaxið yfir Subway og við yfir báðar keðj- urnar. Domino’s er með um það bil helmingi meiri hlutdeild en KFC. Við kaupin var gefið hressilega í. Uppskriftum var breytt, pitsu- botninn þynntur og við bættum okkur sérlega í markaðs- og staf- rænum málum þar sem við erum mjög sterk í dag.“ Hvert er samkeppnisforskot Dom­ ino’s? „Fólk veit að það fær mikið fyrir peninginn hjá okkur. Mörg okkar tilboð ganga út á að hægt sé að fæða einstakling fyrir minna en þúsund krónur. Það skiptir sköpum. Það eru fáir samkeppnisaðilar sem leika það eftir. Viðskiptavinir ganga að stöðug- leika vísum, þeir vita að maturinn mun bragðast eins í gær og í dag. Domino’s höfðar til margra, því það er hægt að raða ólíkum áleggjum á sitt hvorn helming pits- unnar. Fullorðnir og börn geta því fundið eitthvað við sitt hæfi, sér- staklega eftir að við lögðum ríkari áherslu á gæðapitsur á matseðli. Við erum með þéttriðið net af pitsustöðum og því er stutt að fara að sækja pitsurnar. Á Íslandi sækja 70 prósent Íslendinga pitsur en 30 prósent fá sent en þessu er öfugt farið víða annars staðar í heim- inum.“ Hvað veldur því? „Það má rekja til tveggja þátta. Eins og ég sagði erum við með þétt- riðið net af pitsustöðum og því er stutt að sækja pitsur. Okkar helstu tilboð miðast við að pitsur séu sóttar. Fyrir 20 árum var farin önnur leið á Íslandi en tíðkaðist erlendis. Það var opnað á stöðum sem flokka má sem B+ eins og í Skeifunni og inni í hverfum. Þetta voru áberandi staðsetningar. Erlendis var einkum opnað á svokölluðum C-stöðum. Það helgast af því að pitsurnar eru í flestum tilvikum heimsendar og því var staðsetningin ekki lykil atriði í rekstrinum, það komu svo fáir að sækja pitsur. Nú hafa höfuðstöðvar Domino’s breytt um takt og lagt áherslu á að opna pitsustaði í hverju hverfi.“ Birgir Örn nefnir annað atriði í rekstri Domino’s sem tíðkast ekki annars staðar. Hér á landi sé rekið miðlægt símaver en erlendis sé yfirleitt hringt beint á pitsustaðinn sem baka mun pitsuna. Það helgist meðal annars af því að erlendis sé fjöldi sérleyfishafa en hér á landi eigi sama fyrirtækið alla staðina. „Við getum því sérhæft okkur í rík- ari mæli en aðrir.“ Kaupa nærri tíu prósent af öllum osti Birgir Örn Birgisson, forstjóri Domino’s, starfaði erlendis frá 1997 til 2010 hjá hratt vaxandi fyrirtæki og var þar vanur „harkinu“. „Marga skorti reynsluna til að takast á við eftirmál hrunsins en segja má að ég hafði verið í slíkri þjálfun í 13 ár,“ segir hann. Birgir Örn segir að nýir kjarasamningar verði mikil áskorun fyrir framleiðslu- og veitingafyrirtæki. „Margir félaga minna eru áhyggjufullir,“ segir hann. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@frettabladid.is 1 . M A Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN 0 1 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :4 2 F B 0 5 6 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 E 7 -8 C 8 C 2 2 E 7 -8 B 5 0 2 2 E 7 -8 A 1 4 2 2 E 7 -8 8 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 5 6 s _ 3 0 _ 4 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.