Morgunblaðið - 10.01.2019, Blaðsíða 54
Hulda Bjarnadóttir
hulda@k100.is
Tiltektarfræði og mínimalískur lífsstíll er
gjarnan kenndur við Marie Kondo í seinni tíð
og þá gjarnan talað um „KonMari-aðferðina,“
en sú aðferð gengur meðal annars út á að taka
til eftir flokkum í staðinn fyrir staðsetningu
og að finna hversu mikla gleði hlutirnir veita
manni, til að auðvelda ákvörðun um að halda
eða sleppa. Hérlendis starfa orðið ein-
staklingar sem veita faglega ráðgjöf í skipu-
lagi, ein af þeim er Virpi Jokinen.
Marie Kondo hefur gefið út nokkrar
bækur um málefnið. Sú fyrsta, The Life-
Changing Magic of Tidying Up: The
Japanese Art of Decluttering and Org-
anizing, kom út árið 2011 og var gefin út
í yfir 30 löndum. Sú bók varð met-
sölubók í Japan, Evrópu og Bandaríkj-
unum og árið 2015 var hún valin einn
áhrifamesti einstaklingurinn hjá tíma-
ritinu Time. Í upphafi þessa árs kynnti
Netflix-streymisveitan þættina með
Marie til leiks og hafa þeir slegið í
gegn.
„Það eiga allir svo mikið“
Logi og Hulda hafa verið að
ræða og kynna sér þennan lífs-
stíl og skipulagshæfni á
K100 undan-
farið. Á dög-
unum ræddu
þau við Virpi
Jokinen, sem
starfaði áður sem
skipulagsstjóri Íslensku óperunnar, en rekur í dag
fyrirtækið „Á réttri hillu“, sem býður skipulagsaðstoð
fyrir heimili og fyrirtæki.
Hún segir fræðin þó eldri en Marie Kondo sjálfa,
því upp úr 1980 voru „Professional organisers“ farnir
að láta til sín taka í Bandaríkjunum. Sjálf fór hún að
fylgjast með þessu af fullri alvöru fyrir ári í Finn-
landi og að lokum ákvað hún að bjóða slíka þjónustu.
„Ég held að það sé þörf fyrir þetta því það eiga all-
ir svo mikið, við erum að kaupa svo mikið,“ segir
Virpi. Þannig telur hún að þörfin og eftirspurnin sé
að skapast núna í takt við aukna umræðu um endur-
vinnslu, neyslu og fleira. Virpi hefur haft nóg að gera
frá stofnun fyrirtækisins og segist hún fá mikið út úr
því að aðstoða fólk við að ná tökum á ákveðinni
óreiðu. Hún nálgast fólk á þeim stað sem það er statt
og segir hún stöðuna mjög ólíka. Sumir skammist sín
orðið fyrir heimilið sitt vegna óreiðu og bjóði þar af
leiðandi ekki lengur heim, segir hún. Það er ekki al-
gengt, en ekki óeðlilegt heldur. Fólk þurfi hjálp þeg-
ar það er komið í þessa stöðu.
Skáparnir eiga að þjóna eigandanum
„Fötin eru oft að þvælast fyrir,“ segir hún, spurð
um það sem fólki þyki flóknast. Því mælir hún með að
fólk byrji á fötunum ef tiltekt stendur til. Hún segir
að skáparnir eigi að þjóna eiganda sínum. Flíkin á að
kalla á mann, segir hún. „Hvað get ég gert fyrir þig?
Veldu mig“ á nánast að heyrast þegar fólk opnar
fataskápinn sinn, segir hún og uppsker hlátur. Hún
er ekki endilega á því að taka allt út úr skápunum og
búa til hrúgu í upphafi líkt og Marie prediki, en að
svona mál þurfi að vinna markvisst.
Hún leggur til að fólk gefi sér allt að ár í almenni-
lega tiltekt, en hún segir alla geta gert þetta og þá
þurfi svolítið að hafa að leiðarljósi hvaða hlutir og
hvernig umhverfi veiti manni raunverulega gleði.
Frægðarsól hinnar japönsku Marie Kondo heldur
áfram að rísa en á dögunum voru kynntir til
leiks Netflix-þættir með þessum þekkta
tiltektarráðgjafa og höfundi.
50%
afsláttu
r
CARAT Haukur gullsmiður | Hátúni 6a | Sími 577 7740 | carat.is
Sendum frítt um allt land
OFURTILBOÐ
gull og demantar
Skoðaðu úrvalið á carat.is
Ljósmynd/Á réttri hillu
Hin íslenska
Marie Kondo?
Regla Smádót jafnt sem hið stærra þarf að eiga ákveðinn stað á heimilinu.
Skipulag Þegar allt er komið í röð og reglu er auðveldara að halda í horfinu.
Skipulögð Virpi Jokinen
nýtir skipulagshæfileikana
til að hjálpa öðrum að ná
stjórn á alls kyns óreiðu.