Morgunblaðið - 10.01.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.01.2019, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2019 BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Bjórinn laus úr banni,“ sagði í fyrirsögn í frétt í Morgunblaðinu fyrir tæpum 30 árum. Miðvikudag- inn 1. mars 1989 leyfðist Íslend- ingum „að kaupa áfengt öl, bjór öðru nafni, með löglegum hætti hérlendis í fyrsta sinn síðan árið 1915“, sagði í blaðinu. Bjórsala hefur aukist með hverju árinu síð- ustu 30 árin, en síðustu ár hefur stórlega dregið úr sölu á vindling- um og hugsanlega hefur ekki minna verið selt af sígarettum hér á landi í hálfa öld heldur en á síð- asta ári. Ýmislegt fleira for- vitnilegt kemur í ljós þegar gluggað er í sölutölur frá Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins, meðal annars að sala á neftóbaki tók aft- ur kipp í fyrra eftir samdrátt árið 2017. Mikill bjór hefur til sjávar runn- ið frá 1989 og enn eitt metið var slegið í bjórsölu á nýliðnu ári. Af áfengi seldust í fyrra 22 milljónir lítra og þar af vegur bjórinn lang- samlega þyngst. Alls seldust þá rúmlega 17 milljón lítrar bjórs og tegundir í boði skiptu tugum. Til hátíðabrigða var eins og áður með- al annars boðið upp á þorrabjór, páskabjór og af jólabjór voru fleiri tegundir á boðstólum en nokkru sinni. Í tíu mánuði árið 1989 seld- ust tæplega sjö milljónir lítrar af bjór. Salan fór í fyrsta skipti yfir tíu milljónir lítra 2001. Ef til vill er hann beztur ódrukkinn Eflaust hefur bjórinn haft mikil samfélagsleg áhrif á þeim tæplega þremur áratugum sem liðin eru frá bjórbanni. Margvíslegar skoð- anir eru trúlega á sölu bjórs, bæði með og á móti, en óhætt er að full- yrða að erfitt yrði að stíga skrefið til baka. Tölurnar í meðfylgjandi töflu tala sínu máli. „Margt er manna bölið, misjafnt drukkið ölið,“ segir í fornum hend- ingum, sem voru rifjaðar upp í forystugrein í Morgunblaðinu á bjórdaginn. Þar var farið yfir svið- ið undir fyrirsögninni „prófsteinn“ og í leiðaranum segir meðal ann- ars: „Og fyrst og síðast verður hinn áfengi bjór prófsteinn á Íslend- inga, sem þjóð og einstaklinga. Ástæða er því til að hvetja fólk til að taka á móti bjórnum með varúð og hófsemd. Ef til vill er hann beztur ódrukkinn. En þeir sem vilja öl til vinar drekka ættu að hafa í huga, að bjór er áfengi og að um hann gilda allar sömu regl- ur og staðreyndir, siðferðilegar, heilsufarslegar og lagalegar, sem aðrar áfengistegundir.“ 176 milljónir af sígarettum þrátt fyrir samdrátt ÁTVR seldi í fyrra tæplega 882 þúsund karton af vindlingum, en sala þeirra hefur farið minnkandi flest undanfarin ár. Eigi að síður seldi ÁTVR rúmlega 176 milljónir sígarettna á síðasta ári, miðað við að 20 vindlingar séu í pakka, tíu pakkar í kartoni og því alls 200 sígarettur í hverju kartoni. Viðar Jensson, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Embætti land- læknis, segir að ekki séu til sam- anburðarhæfar tölur um reykingar fólks fyrir 1985, en í seinni tíð séu nákvæmar upplýsingar fyrir hendi og þar sé samræmi á milli sölu- talna frá ÁTVR og úr könnunum. Síðustu ár hafi dregið úr dag- legum reykingum í nánast öllum aldurshópum. Ekki minna reykt í 40-50 ár „Við höfum talað um faraldur í reykingum hérlendis á síðari hluta síðustu aldar. Í tölum frá 1985 kemur fram að nánast helmingur karlmanna á Íslandi reykti dag- lega. Reykingar gætu hafa verið enn algengari 10-15 árum fyrr, en um það vantar samanburðarhæfar tölur svo við getum sagt til um það með fullri vissu hversu al- mennar reykingar voru á þessum tíma. Ég held þó að óhætt sé að segja að tóbaksreykingar hafi ekki Mikill bjór til sjávar runnið  Tæplega þrír áratugir frá því að bjórinn var leyfður  Aldrei meira verið selt heldur en í fyrra  Ekki minna selt af vindlingum í hálfa öld  Nef- eða munntóbak tók aftur kipp á síðasta ári Sala á áfengi og tóbaki Sala á bjór frá 1989 til 2018 Sala á neftóbaki og sígarettum 2010-2018 Sala á áfengi 2010-2018 Milljónir lítra Milljónir lítra 25 20 15 10 5 0 50 40 30 20 10 0 16 15 14 13 12 11 10 9 8 7 6 5 4 3 2 1 0 Neftóbak, tonn Sígarettur, þús. karton 1.500 1.200 900 600 300 0 Neftóbak Sígarettur 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 ’10 ’12 ’14 ’16 ’18 24.158 pakkar af sígarettum voru seldir á degi hverjum að jafnaði árið 2018 Vi nd lin ga r SÍ G Ó M EÐ F IL TE R YO U DO N' T W AN T T O SE LL M E D EA TH ST IC KS 17 milljónir lítra voru seldar af bjór árið 2018 sem samsvarar 1 klst. meðalrennsli Elliðaáa í Reykjavík 300 baðkör á dag eða 47 þúsund lítrar voru seldir af bjór á degi hverjum árið 2018 3 sinnum kringum jörðina næði röð af hálfs lítra bjórdósum með öllum þeim bjór sem selst hefur síðan 1989 ef þeim væri raðað enda í enda 21.985.359 lítrar af áfengi voru seldir árið 2018 sem er 16% aukning frá árinu 2010 44,7 tonn af neftóbaki voru seld árið 2018 sem er á við einn meðal- stóran búrhval Banni við sölu á bjór var aflétt 1. mars 1989 15,9 milljónir lítra 346.397.000 lítrar af bjór voru seldir samtals frá 1. mars 1989 til ársloka 2018 Árið 1989 seldust tæplega 7 milljónir lítra en rúmlega 17 milljónir lítra árið 2018 sem er um 150% aukning FÖ S S A R I 20 18 ’89 ’90 ’91 ’92 ’93 ’94 ’95 ’96 ’97 ’98 ’99 ’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 ’06 ’07 ’08 ’09 ’10 ’11 ’12 ’13 ’14 ’15 ’16 ’17 ’18 Heimild: ÁTVR. Útreikningar blaðsins. Eitt atriði sem Viðar Jensson nefn- ir sem áfanga í baráttu gegn reyk- ingum var að leyfisbinda sölu á tóbaki í upphafi aldarinnar. Áður hafi mjög víða verið hægt að nálg- ast tóbak, meðal annars inni í fyr- irtækjum þar sem tóbak var t.d. selt úr skókössum. Nefna má að fyrir nokkrum áratugum voru dæmi um að hægt væri að nálgast tóbak í einstaka framhaldsskólum. Viðar segir leyfisskylduna hafa verið þarfa breytingu, en heilbrigð- iseftirlit annist eftirlit með sölu- aðilum tóbaks. Á sama tíma hafi einnig verið ákveðið að banna sýni- leika á tóbaki og hvað þetta tvennt varði hafi Ísland verið meðal fyrstu þjóða til að innleiða. Þegar sala á tóbaki var gerð leyfisskyld árið 2001 sóttu 850 að- ilar um leyfi til að selja tóbak. Tólf árum seinna hafði þeim fækkað um þriðjung því 2013 voru rúmlega 500 tóbakssöluleyfi í gildi. Útgefn- um tóbakssöluleyfum hefur haldið áfram að fækka og 390 slík leyfi voru í gildi í upphafi síðasta árs. Mikil fækkun söluaðila TÓBAKSSALA GERÐ LEYFISSKYLD 2001 15% afsláttur 15% afsláttur ofnar ryksugur 20% afsláttur Gerið góð kaup! 15-50% afsláttur af gæðavörum ORMSSON janúar dagar lágmúla 8 SÍmI 530 2800 FYRIR HEIMILIN Í LANDINU 15% afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.