Morgunblaðið - 10.01.2019, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.01.2019, Blaðsíða 16
16 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2019 Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is FYRIR BÍLINN ENDURHEIMTIR UPPRUNALEGT ÚTLIT OG LIT VERNDAR FYRIR UMHVERFISÁHRIFUM AUÐVELT AÐ BERA Á FLÖTINN ENDIST LENGI GÚMÍ NÆRING FYRIR DEKKVirk starfsendurhæfingarsjóður hefur opnað fyrir umsóknir umstyrki til verkefna sem auka fjölbreytni og framboð úrræða í starfs- endurhæfingu og/eða rannsóknir sem stuðla að uppbyggingu og auki við almenna þekkingu á starfsendurhæfingu á Íslandi. Veittir eru styrkir til virkniúrræða, rannsóknarverkefna og uppbyggingar- og þróunarverkefna. Athygli er vakin á því að VIRK úthlutar nú styrkjunum einu sinni á ári og þurfa umsóknir um styrkina að hafa borist sjóðnum 15. febrúar. Ákvarðanir um styrkveitingar eru teknar í framhaldinu af framkvæmdastjórn VIRK að fenginni umsögn frá sérfræðingum. Formleg afhending styrkja fer fram á ársfundi VIRK í apríl n.k. Nánari upplýsingar, stefnur og reglur varðandi umsóknir og umsóknareyðublöð má finna á www.virk.is Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2019. STYRKIR VIRK Nú hefur landinn tekið viðsér eftir konfekt, kúr ogkósí jól og liggur straum- urinn í hvers kyns hreyfingu og íþróttaiðkun. Það er reyndar okkar tilfinning að fólk sé í meira mæli farið að setja heilsu sína í forgang. Það sjáum við meðal annars á mik- illi fjölgun heimsókna inn á heilsu- vefinn heilsuvera.is sem er sam- starfsverkefni heilsugæslunnar og Embættis landlæknis og hefur það markmið að bjóða upp á áreiðan- legan fróðleik um heilsu. Regluleg hreyfing getur skipt sköpum fyrir góða heilsu og vellíð- an. Einnig er mikilvægt að huga að öðrum þáttum eins og nægilegri hvíld, svefni og góðri næringu. Ef hugað er vel að þessum þáttum geta þeir dregið úr líkum á lang- vinnum sjúkdómum. Hugað að mataræði við þjálfun Ráðlögð hreyfing fyrir fullorðna er 30 mínútur á dag og 60 mínútur á dag fyrir börn. Þeir sem stunda þjálfun í meira mæli, til dæmis erf- iða líkamsrækt eða keppnisíþrótt, þurfa að huga vel að mataræðinu og tryggja að það styðji við næring- arþörf líkamans. Ef orku- eða nær- ingarefnaþörf er ekki mætt er hætta á að það komi niður á mikil- vægri líkamsstarfsemi svo sem hormóna- og ónæmiskerfi, efna- skiptum, einbeitingu og fleiru. Ofþjálfunareinkenni geta komið fram ef íþróttafólk fær ekki næga orku fyrir bæði miklar æfingar og til að viðhalda grunnlíkams- starfsemi, viðgerð og endurheimt. Inni á heilsuveru má finna mikið efni um samspil næringar og hreyf- ingar. Þar er til dæmis að finna efni um mikilvæg næringarefni og íþróttakonur sem þurfa sérstak- lega að huga að næringarþörfum sínum. Vítamín og steinefni Tryggja þarf að inntaka orkugef- andi næringarefna sé í samræmi við þarfir og að þarfir fyrir vítamín og steinefni séu uppfylltar. Einnig má finna efni á heilsuveru um íþróttir og jurtafæði þar sem fjallað er sérstaklega um ákveðin atriði sem íþróttafólk sem aðhyllist jurtafæði ætti að hafa í huga. Eins má finna kafla um næringu og þol- íþróttir, en þolíþróttir eins og til dæmis hlaup, hjólreiðar og þrí- þraut njóta síaukinna vinsælda meðal almennings. Þarna er að finna ýmis hagnýt ráð um næringu við ákveðnar þolíþróttagreinar, svo sem hvað er gott nesti fyrir fjall- gönguna eða hjólreiðatúrinn. Vökvainntaka og íþróttir er ann- ar áhugaverður kafli þar sem leið- beiningar má finna um hvað best er að drekka og hvenær auk þess sem rýnt er í mikla flóru íþrótta- og orkudrykkja. Meltingaróþægindi við þjálfun eða keppni Þegar fjallað er um samspil nær- ingar og hreyfingar er vert að minnast á meltingaróþægindi og hreyfingu. Flestir sem stunda íþróttir kannast eflaust við það að hafa einu sinni eða oftar fundið fyr- ir meltingaróþægindum í tengslum við þjálfun eða keppni. Í raun er um nokkuð algengt og hvimleitt vandamál að ræða sem, auk þess að valda viðkomandi ónotum, getur bitnað á árangri og jafnvel orðið til þess að hætta þarf keppni. Ein- kenni geta verið allt frá vægum kviðverkjum til mikilla verkja, ógleði, brjóstsviða, uppþembu, nið- urgangs og uppkasta. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir hvort orsak- ir meltingaróþægindanna séu tengdar næringu eða lífeðlisfræði- legum þáttum. Heilsuvera hjálpar til við að greina þar á milli. Að lokum viljum við benda á að inni á heilsuvera.is er netspjall þar sem hjúkrunarfræðingar veita ráð- gjöf og vísa í viðeigandi þjónustu í heilbrigðiskerfinu. Þar er einnig hægt að koma á framfæri athuga- semdum og hugmyndum að efni til að gera vefinn enn betri. Unnið í samstarfi við Heilsu- gæslu höfuðborgarsvæðisins. Hreyfing, næring og næg hvíld Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Bananar Góð og holl næring er mikilvæg undirstaða góðrar heilsu. Gott er að borða grænmeti og ávexti daglega. Heilsuráð Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar, og Margrét Héðinsdóttir, verkefnastjóri heilsuveru, Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins Morgunblaðið/Kristinn Útivera Hvers konar þolíþróttir, eins og til dæmis hlaup, hjólreiðar og þrí- þraut, njóta vinsælda meðal almennings, enda er aðstaða til iðkunar góð. Margrét Héðinsdóttir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir Tæplega 7% aukning varð á gesta- fjölda í Safnahúsi Borgarfjarðar í Borgarnesi milli áranna 2017 og 2018. Fjölgaði á öllum fagsviðum hússins, en þar eru fimm söfn undir einu þaki. Útlán á bókasafni hafa einnig aukist. Safnkennsla var fyrirferðarmikil í starfseminni og komu um 500 nem- endur frá skóla- stofnunum á sýn- ingar og bókasafn. Í safnahúsinu eru starfrækt byggða- safn, nátt- úrugripasafn, lista- safn, bókasafn og skjalasafn. Verkefnaval tekur mið af þessu og við- fangsefnin eru af ýmsu tagi, allt frá myndlistarsýningum og byggðasýn- ingum til lestrarátaks fyrir börn og út- gáfu bókamerkis. Á nýbyrjuðu ári verða fjölbreyttir viðburðir í Safnahúsinu og er sá fyrsti þeirra í kvöld kl. 19:30 þar sem Marín Guðrún Hrafnsdóttir bókmenntafræð- ingur flytur fyrirlestur um langömmu sína, rithöfundinn vinsæla Guðrúnu Árnadóttur frá Lundi. Í ár eru 73 ár frá því að fyrsta bindi skáldsögunnar Dalalífs eftir Guðrúnu kom út. Alls urðu bindin fimm og var þar komin lengsta íslenska skáldsagan. Safnahús Borgarfjarðar Morgunblaðið/Sigurður Bogi Borgarnes Menningar- og safnabær. Aukin aðsókn Marín Guðrún Hrafnsdóttir Matur Lesendur Fjarð- arpóstsins kusu Guðmund Fylkisson lögreglumann sem Hafnfirðing ársins 2018. Guðmundur er þekktur í hlut- verki sínu við að hafa uppi á börnum sem skila sér ekki til síns heima, og eru þá stundum í vondum málum og þurfa aðstoð. Leitarbeiðnir sem Guð- mundur fékk á sl. ári voru 285. Árið 2017 voru þær 249 og 190 árið 2016. Einstaklingarnir voru 102 og þeim fjölgar líka. Hafnfirðingur ársins Guðmundur Fylkisson Guðmundur valinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.