Morgunblaðið - 10.01.2019, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.01.2019, Blaðsíða 23
FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2019 ustu og góða hjúkrunarfræðinga. Við eigum að hafa öll þau lyf sem skráð eru í landinu. Þörfin fyrir þessa þjónustu mun líklegast aukast því það eru alltaf fleiri og fleiri sem greinast með krabbamein og þeir sem greinast lifa lengur og fólk er oft í meðferð árum saman. Þá er ekki ólíklegt að þjónustan vaxi,“ segir Sigurður. Lyfjameðferð á göngudeildinni er nú í boði á þriðjudögum og fimmtu- dögum. Sjúklingar í nýrnaskilun koma á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. „En ef þessir dag- ar fyllast þá verðum við bara að bæta við degi, kannski verður það þannig að við verðum með meðferðir alla fimm daga vikunnar það verður bara að koma í ljós,“ segir hann. Eins og staðan er núna er göngu- deildin afar lítil í eldri hluta spít- alans, en til stendur að bæta aðstöð- una á komandi árum. „Það stendur til að endurnýja allt saman og breyta og endurbyggja. Þetta er í raun bara eitt herbergi sem við erum með. Mér skilst að það sé vilji í heilbrigðisráðuneytinu til að færa þessa þjónustu nær heima- byggðinni og að það sé stefnan núna. Þetta er dæmigerð þjónusta þar sem þú ert í meðferð árum sam- an og þá er náttúrlega þægilegt að fá hana í sinni heimabyggð í staðinn fyrir að vera alltaf að fara yfir fjall- ið,“ segir Sigurður að lokum. Morgunblaðið/RAX Sjúkrahús Aukin þjónusta er nú í boði á HSU á Selfossi. Á MORGUN FÖSTUDAG 11. JANÚAR OPNUM VIÐÁ NÝ EFTIR BREYTINGAR Velkomin í stærri og betri Vínbúð á Dalvegi Við tökum vel á móti ykkur! Bílaumboðið Askja flytur sölu og þjónustu fyrir Kia bíla í nýtt og sér- hannað húsnæði á Krókhálsi 13 í Reykjavík. Umboðið hefur verið í húsi Öskju á Krókhálsi 11 undan- farin ár. Sérstök opnunarhátíð verð- ur haldin á laugardag, 12. janúar, á milli klukkan 10 og 16. Kia-húsið er sérhannað fyrir bíla- umboð og um 4.000 fermetrar að flatarmáli. Þar verður sýningarsalur fyrir nýja bíla, aðstaða fyrir for- greiningu, söluskoðanir, hraðþjón- ustu og fullkomið bílaverkstæði með 18 vinnustöðvum. Til stendur að hafa 30 rafbílastæði við húsið fyrir viðskiptavini og starfsfólk en Kia er leiðandi í sölu rafbíla. Einnig verður boðið upp á bíla- þrif, hjólbarðaþjónustu og hjól- barðahótel, hraðþjónustu, glerhúð- unarmeðferð fyrir lakk og framrúðuskipti. Sérstök tilboð verða á nýjum bílum og þjónustu fyrir við- skiptavini í tengslum við opnunina. Við flutning Kia-hluta Öskju verð- ur rýmra um söludeild fólksbíla Mercedes-Benz og eins verkstæði fyrir Mercedes-Benz fólks- og at- vinnubíla. gudni@mbl.is Nýtt hús Kia-bíla opnað á laugardaginn Ljósmynd/Kia Kia Umboðið flytur að Krókhálsi 13 og verður opnunarhátíð 12. janúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.