Morgunblaðið - 10.01.2019, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 10.01.2019, Qupperneq 50
Guðrún Selma gudrunselma@mbl.is „Árið 2009 var ég 19 ára og 104 kíló. Ég er um 165 cm á hæð. Ég var með áreynslu astma og hné sem voru að bugast undan álagi. Mér leið ekki vel í eigin líkama og ákvað að núna væri þetta orðið gott. Það sem ég gerði þá var að byrja breyta mataræðinu. Einfalt, minnkaði brauð, tók út nammi og sætindi nema leyfði mér um helgar. Hætti að drekka sykrað gos og ávaxta- safa, að drekka hitaeiningar getur verið stór ástæða þyngdaraukn- ingar. Eftir fimm til sex vikur var ég tíu kílóum léttari. Þá hafði ég þor í að skrá mig í ræktina og eftir það varð ekki aftur snúið. Byrjaði í hóptímum og að lokum var ég kom- in með einkaþjálfara í fjarþjálfun. Ég gerði fullt af mistökum á leið- inni, borðaði of mikið eða leyfði mér aðeins út fyrir rammann sem ég setti mér. Ég nennti stundum ekki á æfingu það er eðlilegt,“ segir Anna Lovísa sem gafst ekki upp og segir það lykilinn að árangrinum. Á árunum 2009 til 2010 létti hún sig um 43 kíló og keppti í fitness árið 2011 og 2013. Að elska sjálfa sig þrátt fyrir galla Anna Lovísa segist hafa sett sér misgáfuleg áramótaheit í gegnum tíðina en í ár ætlar hún bæta þol og styrk, sem hún missti niður á með- göngunni sem hún er að jafna sig á, hreyfa sig dags daglega fyrir utan æfingar, rækta vinasambönd og elska sjálfa sig þrátt fyrir galla og takmörk. „Algengustu mistökin sem fólk gerir þegar kemur að áramóta- heitum er að fara of geyst af stað og ætla sér of mikið og þá jafnvel á stuttum tíma. Ef þú hefur ekki hreyft þig af viti í langan tíma er engum greiði gerður að ætla taka janúar með trompi og mæta á æf- ingu sex til átta sinnum í viku í einn til tvo tíma í senn. Það er ávísun á að þú endist ekki mikið meira en tvær til þrjár vikur. Ekki ákveða að fara að hreyfa þig til þess að verða grönn eða grannur heldur farðu að hreyfa þig því það er gott fyrir þig og heilsu þína og heilbrigði. Tvisvar til þrisvar sinnum í viku í tvær til þrjár vikur er nóg fyrir byrjendur og eftir fyrstu vikurnar getur fólk farið að auka við,“ segir Anna Lovísa sem er bæði með B.A. í tóm- stunda- og félagsmálafræði og dip- lóma í heilbrigðis- og heilsuuppeldi, hvort tveggja frá HÍ. Hvaða máli skiptir mataræðið? Föstur og ketó eru líklega vinsæl- asta heilstískan í dag, hvaða skoðun hefur þú á því? Er eitthvað sem fólk þarf að varast? „Mataræðið er 80% af árangr- inum. Þú getur ekki æft af þér lé- legt mataræði. Ef þú ert með mat- aræðið yfir daginn/vikuna á hreinu upp á 75-85% þá hefurðu smá svig- rúm til þess að njóta einhvers sem þú kannski færð þér ekki á hverjum degi.“ Fólk velur það sem hentar því best „Varðandi ketó og föstur þá hef ég prófað hvort tveggja, og mín skoðun er sú að fólk velur sér það sem hentar því best. Ketó er lágkol- vetna mataræði með mikilli fitu- inntöku og próteini en litlu af kol- vetnum og margir hverjir elska það og vegnar vel á slíku og er það bara frábært og að mínu mati ekkert verra en hvað annað. Fösturnar aft- ur á móti eru meira mín deild, það hentar mér mjög vel 16:8 eða 17:7 konseptið. Mér finnst oft erfitt að borða á morgnana og nota oftast gluggann 11/12-19/20. En föstur eru alls ekki einhver „megrunarleið“ heldur búa bara til „fæðuglugga“ þessa 7-8 klukkutíma sem þú notar til að borða hitaeiningafjölda þinn yfir daginn í stað þess að borða yfir lengri tíma og þar af leiðandi er auðveldara að hafa stjórn á hitaein- ingainntökunni. Sem hentar mér mjög vel og hefur reynst fjölda fólks við fitutap og þyngdaraukn- ingu / vöðvauppbyggingu ef út í það er farið.“ Anna Lovísa er virk á Snapchat undir notendanafninu Lovisa11 og notar appið til þess að hvetja sig og fylgjendur sína með sér. „Þú getur ekki æft af þér lélegt mataræði“ Anna Lovísa Þorláksdóttir, verkefnastjóri og hóp- tímakennari í Sporthúsinu, er búin að strengja áramótaheit fyrir árið 2019. Hún segir algengt að fólk fari of geyst af stað en sjálf hefur hún reynslu af því að setja sér markmið og ná þeim. Þegar Anna Lovísa var 19 ára var hún 104 kíló og með hné sem voru að bugast undan álagi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Heilsa Anna Lovísa Þorláksdóttir hefur sett sér það markmið fyrir árið 2019 að vinna upp þol á styrk sem hún missti niður á meðgöngu. www.gilbert.is VELDU ÚR MEÐ SÁL 101 ART DECO Lady Gaga vekur gjarnan athygli fyrir klæðaburð sinn. Á þriðju- daginn var það þó ekki kjóll hennar sem átti sviðið eins og á Golden Globe-verðlaunahátíðinni um helgina heldur var það stór- undarlegur aukahlutur sem söng- og leikkonan bar sem stal sen- unni á galakvöldi í New York. Gaga minnti á gamla Holly- wood-stjörnu í glitrandi svörtum kjól frá Ralph Lauren. Kjóllinn sem var með hálsmáli sem minnti á jakkaföt var töluvert einfaldari en skrautlegur aukahluturinn sem hún bar. Fólk virðist heldur ekki átta sig á hvaða hlutverki aukahlut- urinn átti að þjóna. Var þetta veski eða bara skraut? Var Lady Gaga kannski mætt með fuglinn sinn? AFP Með veski eða gæludýr? Fjaðrir Aukahlut- urinn undarlegi var skreyttur fjöðrum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.