Morgunblaðið - 10.01.2019, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2019
35%
AFSLÁTTUR
ÚTSALAN
Í FULLUMGANGI
SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS
VISTVÆNAR
ANDADÚNSÆNGUR
OG KODDAR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Fjölmenni var á íbúafundi sem Vega-
gerðin boðaði til í gær á Reykhólum.
Talsverður hópur kom af sunnan-
verðum Vestfjörðum þrátt fyrir
slæmt ferðaveður, að sögn Tryggva
Harðarsonar, sveitarstjóra Reyk-
hólahrepps.
Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri
Vegagerðarinnar, kom á fundinn
ásamt fleiri starfsmönnum. Þau
sögðu frá vinnu og afstöðu Vegagerð-
arinnar vegna þess kafla Vestfjarða-
vegar sem eftir er að leggja á sunnan-
verðum Vestfjörðum. Þá voru
ástæður fyrir niðurstöðu um val á
veglínu milli Bjarkalundar og Skála-
ness skýrðar. Einnig var sagt frá um-
ferðaröryggisskýrslu um Vest-
fjarðaveg. Að framsögu lokinni
svöruðu fulltrúar Vegagerðarinnar
spurningum fundarmanna.
Sveitarstjórn Reykhólahrepps
fundaði með Vegagerðinni fyrir íbúa-
fundinn. Tryggvi sagði að laga þyrfti
Reykhólasveitarveg án tillits til þess
hvaða leið verður valin vestur.
Fjölmenni
á fundi um
vegamál
Ljósmynd/Sveinn Ragnarsson
Íbúafundur Ekki fengu allir sæti á íbúafundi um vegamál í Reykhólaskóla á Reykhólum í gær og kom fólk m.a. af sunnanverðum Vestfjörðum.
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Helst hef ég áhyggjur af því að tapa
fagfólki sem þegar er af skornum
skammti, enda stundum erfitt að
manna leikskólana. Það eru auðvitað
alltaf átök þegar farið er í samein-
ingar, ekki bara fyrir starfsfólk held-
ur einnig börn og foreldra. Þetta
myndi því setja báða leikskóla í hálf-
gerða upplausn,“ segir Berglind Hall-
grímsdóttir, starfandi leikskólastjóri
á Suðurborg í Breiðholti.
Vísar hún í máli sínu til tillögu
skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur-
borgar um sameiningu tveggja leik-
skóla, Suðurborgar og Hólaborgar, í
Suðurhólum í Breiðholti. Er í tillög-
unni gert ráð fyrir að með sameiningu
verði til nýr leikskóli 10 deilda með
um 160 börn og með sérhæfðri ung-
barnadeild. Í dag liggja lóðir skólanna
saman og eru þær aðskildar með girð-
ingu, en 43 metrar eru á milli Suð-
urborgar og Hólaborgar.
Aðspurð segir Berglind „áhyggju-
hljóð“ vera í starfsfólki á Suðurborg.
„Það kvíðir þessum fyrirhuguðu
breytingum og ég hef áhyggjur af því
að missa starfsfólk. Það mun svo hafa
áhrif heim til foreldra og auðvitað á
starfið með börnunum,“ segir hún og
bætir við að foreldrar séu þegar búnir
að óska eftir fundi með starfsfólki
leikskólans. „Fólk vill fara betur yfir
þetta,“ segir hún.
Borgin vill stórar einingar
Sigrún Grétarsdóttir er starfandi
leikskólastjóri á Hólaborg. Hún tekur
í svipaðan streng og hugnast ekki
hugsanleg sameining skólanna.
„Þetta er ekki eitthvað sem við í
skólanum myndum velja sjálf. En
stefna Reykjavíkurborgar er að vera
með stóra leikskóla og margar deildir
og það er það sem þeir stefna að,“
segir hún og bætir við að Hólaborg sé
lítill leikskóli, með þrjár deildir og um
50 börn. Suðurborg er hins vegar sjö
deilda leikskóli fyrir 113 börn.
„Svo má ekki gleyma því að innan
þessara tveggja skóla er rekin ólík
uppeldisstefna,“ segir Sigrún og á þar
meðal annars við að í starfi Suður-
borgar er farið eftir hugmyndafræði
sem byggist á jákvæðu agakerfi, svo-
nefnt PBS, auk þess sem hann sinnir
einnig atferlisþjálfun fyrir börn á ein-
hverfurófi. Á Hólaborg er aftur á móti
lögð áhersla á að auka flæði í leik-
skólastarfinu, ferilmöppur, skráning-
ar og hópastarf.
„Einfaldlega of mikið í húfi“
Fram kemur í greinargerð með til-
lögu um sameiningu leikskólanna að
bæði Berglind og Sigrún stýri leik-
skólum sínum tímabundið eftir að
leikskólastjórar létu af störfum og
renna tímabundnar ráðningar þeirra
beggja út 31. mars næstkomandi.
Verði af sameiningu myndi einn leik-
skólastjóri verða ráðinn í stað
tveggja. Þá er einnig gert ráð fyrir
sparnaði í rekstri mötuneyta með
breyttu fyrirkomulagi. Yrði hádegis-
verður framleiddur í Suðurborg en
eldhús Hólaborgar fengi hlutverk
móttökueldhúss. Þá er í greinargerð
einnig minnst á nýlega viðbyggingu
við Suðurborg, sem reist var til að
bæta starfsmannaaðstöðu þar, og er
hún sögð myndu nýtast í stærra sam-
hengi þar sem aðstaða starfsmanna í
Hólaborg er sögð bágborin.
Örn Þórðarson, borgarfulltrúi
Sjálfstæðisflokksins og aðalmaður í
skóla- og frístundaráði, tekur undir
áhyggjur Berglindar. „Allur óróleiki
getur leitt til brottfalls menntaðs
starfsfólks og það er mikið áhyggju-
mál enda þurfum við á hverjum ein-
asta starfsmanni að halda,“ segir
hann og heldur áfram: „Ég tel þörf á
því að taka þetta mál til frekari skoð-
unar á næsta fundi ráðsins. Það er
einfaldlega of mikið í húfi.“
Myndi setja leikskólana í upplausn
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Breiðholt Starfsfólkið er sagt kvíða þeim breytingum sem horft er til.
Til skoðunar er að sameina tvo leikskóla í Breiðholti Leikskólastjórar beggja skóla eru andvígir
sameiningu Annar segist hafa áhyggjur af því að missa starfsfólk og hinn bendir á ólíkar stefnur
Bjarna Sæmundssyni, rannsókna-
skipi Hafrannsóknastofnunar, verð-
ur að óbreyttu lagt fyrir fullt og allt í
haust. Þá mun að minnsta kosti tólf
til sextán manns verða sagt upp
störfum að sögn Sigurðar Guðjóns-
sonar, forstjóra Hafrannsóknastofn-
unar. Ástæðan er krafa um mikla
hagræðingu í rekstri stofnunarinn-
ar, sem greint hefur verið frá í Morg-
unblaðinu.
„Við höfum núna tekið þá ákvörð-
un að leggja öðru rannsóknaskipinu,
Bjarna Sæmundssyni, í haust. Þá
munum við leigja Árna Friðriksson
til Noregs í haust í einn og hálfan
mánuð,“ sagði Sigurður í samtali við
200 mílur í gær. Aðspurður segir
hann að Bjarna verði þá lagt fyrir
fullt og allt nema til komi einhver
leiðrétting á því ástandi sem nú er
uppi. Spurður hvort því muni fylgja
uppsagnir, segir Sigurður að það sé
óhjákvæmilegt. „Þegar við leggjum
einu skipi þá er farin ein áhöfn. Og
því miður er það ekki nóg, það verð-
ur sjálfsagt eitthvað að fækka í landi
líka,“ sagði hann og bætti við að búið
væri að tilkynna starfsmönnum að
fyrirhugað væri að leggja Bjarna.
Útlit er því fyrir að ekkert íslenskt
hafrannsóknaskip verði á Íslands-
miðum á eins og hálfs mánaðar tíma-
bili í haust. „Síðan verðum við bara
að keyra á einu skipi, ef þetta verður
raunin.“ sh@mbl.is
Bjarna lagt og
fólki sagt upp
Hafró bregst við hagræðingarkröfu
Óveðrið í gær olli rafmagnsbilunum
á Vestfjörðum og foktjóni.
Björgunarsveitin Dagrenning á
Hólmavík var búin að fá tvö útköll
um klukkan 20.30 í gærkvöld. Það
fyrra var vegna garðhúss sem fauk
á íbúðarhús. Seinna útkallið var
vegna þaks sem var að fjúka í
byggðarlaginu.
Nokkrar rafmagnstruflanir urðu
vegna óveðursins fyrir vestan.
Bíldudalslína sló út í hádeginu í
gær og var gripið til varaafls. Þá
fór rafmagn af í Árneshreppi um
klukkan 14.00 og var rafmagn kom-
ið aftur á þar klukkan 14.48.
Patreksfjarðarlína bilaði og sló
rafmagn út á Patreksfirði og þar í
kring um kl. 14.10. Gripið var til
varaafls meðan bilunar var leitað.
Björgunarsveitin Blakkur fór með
starfsmönnum Orkubús Vestfjarða
og fundust bilanir á báðum línum.
Ljúka átti viðgerð fyrir miðnætti.
gudni@mbl.is
Rafmagnsbilanir og
foktjón fyrir vestan