Morgunblaðið - 10.01.2019, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.01.2019, Blaðsíða 38
38 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2019 BAKSVIÐ Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur samþykkt vilja- yfirlýsingu Reykjavíkurborgar og Reita fasteignafélags um mikla uppbyggingu á lóðunum Suður- landsbraut 34 og Ármúla 31. Stefnt er að undirritun samninga á allra næstu dögum. Reitir hafa staðið að uppbygg- ingu á mörgum byggingarreitum og áforma m.a. stórfellda uppbyggingu á Kringlureitnum. Umræddar lóðir eru á horni Suð- urlandsbrautar, Grensásvegar og Ármúla, alls 26 þúsund fermetrar. Rafmagnsveitur Reykjavíkur voru með bækistöð á lóðunum um árabil. Fram kemur í greinargerð skrif- stofu eigna og atvinnuþróunar að Reitir fasteignafélag hf., eigandi fasteigna á leigulóðinni Suðurlands- braut 34 og Ármúla 32, hafi kynnt borgaryfirvöldum hugmyndir að uppbyggingu á lóðunum í samræmi við aðalskipulag Reykjavíkur 2010- 2030. Hugmyndirnar geri ráð fyrir niðurrifi á iðnaðarhúsum á lóðinni, verulegri uppbyggingu og að nýt- ingu lóðarinnar verði breytt í blandaða byggð með íbúðum og at- vinnuhúsnæði. Arkitektar vinna hugmyndir Áform félagsins miða að því að heildarbyggingarmagn verði að lág- marki rúmir 45.000 fermetrar, íbúð- ir verði 400 til 500 og atvinnu- húsnæði um 5.000-6.000 fermetrar. Með viljayfirlýsingunni er samið um að unnin verði í samstarfi ný deiliskipulagstillaga um fyrir- komulag og nýtingu á lóðinni. Áformað er að þrjár arkitektastofur vinni hugmyndir, sem sérstök dóm- nefnd mun meta. Mynda á sam- ráðshóp lóðarhafa og borgaryfir- valda til að vinna að verkefninu og verkstýra vinnu við gerð deiliskipu- lagstillögu. Gert er ráð fyrir að lóðin verði minnkuð við Suðurlandsbraut vegna fyrirhugaðrar legu borgar- línu og ekki komi til greiðslu til lóð- arhafa vegna skerðingarinnar. Uppbygging á lóðinni verður í samræmi við markmið og í anda húsnæðisáætlunar Reykjavíkur- borgar. Miðað er við að um 15% íbúða á lóðinni verði leiguíbúðir, þ.e. íbúðir Félagsbústaða, stúdenta- íbúðir, búseturéttaríbúðir og/eða íbúðir fyrir aldraða. Félagsbústaðir hafa kauprétt að þriðjungi þessara íbúða á umsömdu föstu verði. Aðilar miða við að framkvæmdir við uppbyggingu á lóðinni hefjist ekki síðar en tveimur árum eftir að nýtt deiliskipulag hefur verið sam- þykkt. Samráðshópi verður falið að stilla upp tímaáætlun fyrir skipu- lagsvinnu og uppbyggingu á lóðinni. Sem fyrr segir voru Rafmagns- veitur Reykjavíkur með bækistöðv- ar á þessum stað. Hitaveita Reykja- víkur var með bækistöðvar á lóð hinum megin við Grensásveg. Þessi tvö fyrirtæki sameinuðust árið 1999 undir heitinu Orkuveita Reykjavík- ur. Orkuveitan reisti höfuðstöðvar við Bæjarháls í Árbæjarhverfi. Þær voru teknar í notkun árið 2003 og eignirnar við Suðurlandsbraut og Grensásveg voru þá seldar. Rafmagnsveitureiturinn er stór og gróinn og býður upp á mikla möguleika varðandi uppbyggingu. Fimm hæða bygging, Orkuhúsið, setur svip sinn á reitinn. Þarna voru áður skrifstofur Rafmagns- veitunnar en nú eru læknastofur í húsinu. Arkitektarnir Guðmundur Kr. Guðmundsson og Ferdinand Al- freðsson teiknuðu húsið. Við Ármúl- ann eru lágreistar byggingar, sem munu væntanlega hverfa. Íbúðir á Rafmagnsveitureit  Reitir fasteignafélag ætlar að reisa íbúðir og atvinnuhúsnæði við Suðurlandsbraut og Ármúla, alls um 45 þúsund fermetra  Ráðgert að íbúðir verði allt að 500 talsins  Viljayfirlýsing undirrituð www.mats.is Uppbygging Orkuhúsið á Suðurlandsbraut 34 setur mestan svip á Rafmagnsveitureitinn. Við Ármúlann eru lægri hús sem munu væntanlega hverfa. Reitir fasteignafélag hf. er stærsta félagið í útleigu at- vinnuhúsnæðis á Íslandi. Þetta segir á heimasíðu félagsins. Félagið á um 140 eignir um land allt, samtals um 465 þús- und fermetra. Stærstu eigendur eru Lífeyr- issjóður starfsmanna ríkisins, A- og B-deild, 17,1%, Lífeyris- sjóðurinn Gildi 14,8% og Lífeyr- issjóður verslunarmmanna, 14,7%. Alls eiga 11 lífeyrissjóðir í landinu um 64% í félaginu. Forstjóri þess er Guðjón Auð- unsson. Félagið á alls 140 eignir REITIR FASTEIGNAFÉLAG POTTAR OG PÖNNUR Fagmaðurinn velur AMT en þú? Þýsk hágæðavara Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | Sími 540 3550 progastro.is | Opið alla virka daga kl. 9–17. Allir velkomnir einstaklingar og fyrirtæki Vefverslunokkarprogastro.iser alltaf opin! Allt fyrir eldhúsið PON Pétur O. Nikulásson ehf. Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður | Sími: 580 0110 | pon.is skotbómulyftara AG línan frá Manitou býður meðal annars upp á nýtt ökumannshús með góðu aðgengi og útsýni. HANNAÐUR TIL AÐ VINNA VERKIN NÝ KYNSLÓÐ • DSB stjórntakkar • JSM stýripinni í fjaðrandi armi • Stýrð stjórnun og hraði á öllum glussahreyfingum • Virk dempun á bómu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.