Morgunblaðið - 10.01.2019, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.01.2019, Blaðsíða 14
Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is M örgum að óvörum nýtur hún hylli að nýju aftur eftir nokkurra áratuga hlé. Þeim yngri þyk- ir hún svöl, þeir sem eldri eru fyllast fortíðarþrá. Sú sem er svona vinsæl er kassettan sem sumir vilja kalla snældu, en í Bandaríkjunum jókst sala á kassettum með átekinni tón- list um tæp 19% á síðasta ári. „Það er vegna þess að þetta þykir svo svalt,“ segir dr. Arnar Eggert Thoroddsen, að- junkt í félags- og fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur um tónlist. „Hipsterarnir eru búnir að koma kassettunni aftur á kortið. Þetta hefði manni ekki dottið í hug að myndi gerast í vestrænum tón- listarheimi.“ Og hún er svo sannarlega kom- in aftur á kortið, kassettan. Á vef- síðu Grammy-tónlistarverð- launanna er fjallað um þessa þróun mála og þar segir að sala á kass- ettum hafi meira en fjórfaldast und- anfarin átta ár og að verslanir, sem þykir flottar og smart, selji nú kass- ettutæki í bílförmum. Í nýrri skýrslu Buzz Angle, sem heldur utan um plöturnar sem fengu aftur sinn sess eftir nokkurra áratuga tímabil þar sem fáir tónlistarmenn gáfu tónlist sína út í því formi. „Kassettan var nánast gleymt form. Það er ekki tæknin eða þægindin sem fólk er að sækjast eftir til að koma sér á framfæri, það er meira um að þeir sem eru þekktir og vinsælir gefi út takmarkaðan fjölda af kassettum og það verða þá safn- gripir. Svo er þetta algengt hjá svartþungarokkssveitum.“ Tekið upp úr útvarpinu Sjálfur segist Arnar Eggert ekki hlusta á kassettur og að það sé m.a. vegna þess að hann eigi ekkert kassettutæki. Margir þeirra sem voru ung- lingar á 9. áratugnum og fyrr muna eftir því að hafa tekið tónlist úr út- varpinu upp á kassettur. „Ég veit ekki til þess að fólk sé mikið að stunda það, enda margar auðveldari leiðir til að nálgast tónlist og deila henni,“ svarar Arnar Eggert spurð- ur um hvort fortíðarþráin sé farin að ganga alla leið. „En það verður kannski næsta skrefið hjá ein- hverjum.“ Snældan er orðin svöl á ný Kassettur eru komnar aftur fram á sjónarsviðið eftir að hafa nánast dottið út um skeið. Sala á snældum með áteknu efni jókst um tæp 19% í Bandaríkjunum á síð- asta ári og sífellt fleiri tónlistarmenn velja þennan miðil. Thinkstock/Getty Images Arnar Eggert Thoroddsen Kassettur og vasadiskó Það jók enn útbreiðslu kassettanna þegar vasadiskóin svokölluðu, sem kölluðust Walkman á ensku, komu á markað. upplýsingar um tónlistariðnaðinn vestanhafs, kemur fram að árið 2017 hafi selst rúmlega 99 þúsund átekn- ar kassettur í Bandaríkjunum og í fyrra hafi salan verið 118.200 kass- ettur og nemur aukningin 18,9%. Arnar Eggert segir að endur- reisn kassettunnar hafi byrjað fyrir um fimm árum, nokkrum árum eftir að áþekk þróun varð með vínil- þegar það velur kassettu,“ segir hann. „Sumir vilja hráan hljóm og margir voru aldrei sáttir við geisla- diskana; fannst þeir vera of „ster- ílir“. Áður fyrr miðaði öll þróun í miðlun tónlistar að því að koma henni á sem þægilegastan hátt í eyrun okkar, núna eru aðferðirnar sem slíkar farnar að fela í sér alls konar merkingu.“ Þekktir gefa út kassettur Að sögn Arnars Eggerts var kassettan áður sú aðferð sem neðanjarðarbönd og minna þekktir tónlistarmenn notuðu gjarnan til að koma tónlist sinni á framfæri. „Þetta var lang- ódýrasta formið, þetta var fljót- unnið tæknilega séð og umslögin inni í kassettuhylkinu voru oft ljósrituð til að spara. Í dag þykir það listrænt og svalt. Núna eru tónlistarmenn ekki að nota þetta 14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2019 Fyrsta kassettan, snældan, hljóð- snældan eða spólan – eftir því hvað fólk vill kalla fyrirbærið – leit dagsins ljós í tilraunastofum belgíska raf- tækjaframleiðandans Philips og kom á almennan markað árið 1962. Kassettan var upphaflega ætluð þeim sem þurftu að skrifa upp texta eftir upplestri, en eftir því sem hljóð- gæðin á bandinu urðu meiri jókst notagildið og á árunum 1970 til 2000 var kassettan algengasta formið til að miðla og hlusta á tónlist, ásamt vínilplötunni og síðar geisladisknum. Kassetta samanstendur af tveimur snældum. Bandið sem geymir tónlist- ina er segulmagnað og úr plasti og er undið upp á snældurnar. Margir þeirra sem voru unglingar fram á 10. áratug síðustu aldar ættu að muna eftir að hafa strekkt á bandinu með því að snúa snældunni með penna eða blýanti. Utan um bandið er svo plasthylki og algeng lengd efnis á hvorri hlið kassettunnar er 30 eða 45 mínútur. Kassettutæki er ekki lengur stað- alútbúnaður en við netleit fundust slík tæki í nokkrum raftækjaversl- unum hér á landi. Kassetta, snælda, hljóðsnælda eða spóla Var algengasta formið á tónlist í áratugi ásamt vínilplötunni Snældan Hún kom á markað árið 1962 og var mikið notuð næstu áratugina. Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is ÚTSALA Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC 20-80% afsláttur af umgjörðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.