Morgunblaðið - 10.01.2019, Page 14

Morgunblaðið - 10.01.2019, Page 14
Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is M örgum að óvörum nýtur hún hylli að nýju aftur eftir nokkurra áratuga hlé. Þeim yngri þyk- ir hún svöl, þeir sem eldri eru fyllast fortíðarþrá. Sú sem er svona vinsæl er kassettan sem sumir vilja kalla snældu, en í Bandaríkjunum jókst sala á kassettum með átekinni tón- list um tæp 19% á síðasta ári. „Það er vegna þess að þetta þykir svo svalt,“ segir dr. Arnar Eggert Thoroddsen, að- junkt í félags- og fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands og sérfræðingur um tónlist. „Hipsterarnir eru búnir að koma kassettunni aftur á kortið. Þetta hefði manni ekki dottið í hug að myndi gerast í vestrænum tón- listarheimi.“ Og hún er svo sannarlega kom- in aftur á kortið, kassettan. Á vef- síðu Grammy-tónlistarverð- launanna er fjallað um þessa þróun mála og þar segir að sala á kass- ettum hafi meira en fjórfaldast und- anfarin átta ár og að verslanir, sem þykir flottar og smart, selji nú kass- ettutæki í bílförmum. Í nýrri skýrslu Buzz Angle, sem heldur utan um plöturnar sem fengu aftur sinn sess eftir nokkurra áratuga tímabil þar sem fáir tónlistarmenn gáfu tónlist sína út í því formi. „Kassettan var nánast gleymt form. Það er ekki tæknin eða þægindin sem fólk er að sækjast eftir til að koma sér á framfæri, það er meira um að þeir sem eru þekktir og vinsælir gefi út takmarkaðan fjölda af kassettum og það verða þá safn- gripir. Svo er þetta algengt hjá svartþungarokkssveitum.“ Tekið upp úr útvarpinu Sjálfur segist Arnar Eggert ekki hlusta á kassettur og að það sé m.a. vegna þess að hann eigi ekkert kassettutæki. Margir þeirra sem voru ung- lingar á 9. áratugnum og fyrr muna eftir því að hafa tekið tónlist úr út- varpinu upp á kassettur. „Ég veit ekki til þess að fólk sé mikið að stunda það, enda margar auðveldari leiðir til að nálgast tónlist og deila henni,“ svarar Arnar Eggert spurð- ur um hvort fortíðarþráin sé farin að ganga alla leið. „En það verður kannski næsta skrefið hjá ein- hverjum.“ Snældan er orðin svöl á ný Kassettur eru komnar aftur fram á sjónarsviðið eftir að hafa nánast dottið út um skeið. Sala á snældum með áteknu efni jókst um tæp 19% í Bandaríkjunum á síð- asta ári og sífellt fleiri tónlistarmenn velja þennan miðil. Thinkstock/Getty Images Arnar Eggert Thoroddsen Kassettur og vasadiskó Það jók enn útbreiðslu kassettanna þegar vasadiskóin svokölluðu, sem kölluðust Walkman á ensku, komu á markað. upplýsingar um tónlistariðnaðinn vestanhafs, kemur fram að árið 2017 hafi selst rúmlega 99 þúsund átekn- ar kassettur í Bandaríkjunum og í fyrra hafi salan verið 118.200 kass- ettur og nemur aukningin 18,9%. Arnar Eggert segir að endur- reisn kassettunnar hafi byrjað fyrir um fimm árum, nokkrum árum eftir að áþekk þróun varð með vínil- þegar það velur kassettu,“ segir hann. „Sumir vilja hráan hljóm og margir voru aldrei sáttir við geisla- diskana; fannst þeir vera of „ster- ílir“. Áður fyrr miðaði öll þróun í miðlun tónlistar að því að koma henni á sem þægilegastan hátt í eyrun okkar, núna eru aðferðirnar sem slíkar farnar að fela í sér alls konar merkingu.“ Þekktir gefa út kassettur Að sögn Arnars Eggerts var kassettan áður sú aðferð sem neðanjarðarbönd og minna þekktir tónlistarmenn notuðu gjarnan til að koma tónlist sinni á framfæri. „Þetta var lang- ódýrasta formið, þetta var fljót- unnið tæknilega séð og umslögin inni í kassettuhylkinu voru oft ljósrituð til að spara. Í dag þykir það listrænt og svalt. Núna eru tónlistarmenn ekki að nota þetta 14 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2019 Fyrsta kassettan, snældan, hljóð- snældan eða spólan – eftir því hvað fólk vill kalla fyrirbærið – leit dagsins ljós í tilraunastofum belgíska raf- tækjaframleiðandans Philips og kom á almennan markað árið 1962. Kassettan var upphaflega ætluð þeim sem þurftu að skrifa upp texta eftir upplestri, en eftir því sem hljóð- gæðin á bandinu urðu meiri jókst notagildið og á árunum 1970 til 2000 var kassettan algengasta formið til að miðla og hlusta á tónlist, ásamt vínilplötunni og síðar geisladisknum. Kassetta samanstendur af tveimur snældum. Bandið sem geymir tónlist- ina er segulmagnað og úr plasti og er undið upp á snældurnar. Margir þeirra sem voru unglingar fram á 10. áratug síðustu aldar ættu að muna eftir að hafa strekkt á bandinu með því að snúa snældunni með penna eða blýanti. Utan um bandið er svo plasthylki og algeng lengd efnis á hvorri hlið kassettunnar er 30 eða 45 mínútur. Kassettutæki er ekki lengur stað- alútbúnaður en við netleit fundust slík tæki í nokkrum raftækjaversl- unum hér á landi. Kassetta, snælda, hljóðsnælda eða spóla Var algengasta formið á tónlist í áratugi ásamt vínilplötunni Snældan Hún kom á markað árið 1962 og var mikið notuð næstu áratugina. Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is ÚTSALA Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is PLUSMINUS | OPTIC 20-80% afsláttur af umgjörðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.