Morgunblaðið - 10.01.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 10.01.2019, Blaðsíða 26
SVIÐSLJÓS Ómar Garðarsson Vestmannaeyjum Nú styttist í að mjaldrarnir hvítu, Litla-Hvít og Litla-Grá, komi alla leið frá Kína til Vestmannaeyja. Þar verða heimkynni þessara smáhvela til framtíðar, en eftir að hafa dvalið í sjávardýragarði í Sjanghæ eru þeir að komast á eftirlaun, eins og það var orðað í Morgunblaði mánudags- ins. Alþjóðlegt fyrirtæki stendur að baki verkefninu, en lundinn og pysjueftirlitið njóta góðs af, með lundaspítala og sýningarsvæði. Mjöldrunum er ætlaður staður í Klettsvík þar sem ferðamenn geta skoðað þá og í Eyjum er byggt á reynslu frá Keikó-ævintýrinu fyrir rúmum tveimur áratugum. Talsverð umsvif hafa verið í Eyjum vegna komu hvalanna og til að mynda hafa allt að 40 manns starfað við upp- byggingu á hvala-, fiska- og nátt- úrugripasafni í gömlu Fiskiðjunni sem verður opnað í sumar. Allt er á áætlun og það er eins gott því ekki eru nema um tíu vikur þar til von er á dýrunum. Fiskiðjan í Vestmannaeyjum sem var eitt af fjórum stóru frystihús- unum í Eyjum fram á tíunda áratug síðustu aldar hefur fengið nýtt hlut- verk og reyndar fleiri en eitt. Þar er til húsa Þekkingarsetur Vest- mannaeyja sem hýsir fjölda stofn- ana og fyrirtækja sem fylla aðra hæðina. Tíu þúsund kílómetrar Á neðstu hæðinni og í viðbygg- ingu er verið að útbúa stórt nátt- úrugripasafn, skrifstofur Vest- mannaeyjabæjar verða á þriðju hæðinni og íbúðir á efstu hæðinni. Safnið er byggt upp af Merlin En- tertainment sem ætlar að flytja mjaldrana tvo úr safni sínu í Sjanghæ í Kína tíu þúsund kíló- metra leið til Keflavíkur og þaðan til Vestmannaeyja. Framtíðarheimilið verður í kví í Klettsvík. Bragi Magnússon, verkfræðingur hjá Mannviti í Vestmannaeyjum, hefur yfirmsjón með byggingu safnsins sem er að hluta til í gömlu Fiskiðjunni og að hluta til í nýrri byggingu þar sem m.a. verður laug fyrir hvalina sem væntanlegir eru um mánaðamótin mars/apríl. „Ný- byggingin er 1.100 fermetrar og 800 fermetrar af safninu eru í gamla húsinu,“ segir Bragi í samtali við Morgunblaðið. Nýbyggingin er á þremur hæðum. Á fyrstu hæðinni verður sjálft nátt- úrugripasafnið og laug fyrir hvalina með tilheyrandi tæknibúnaði. Þar er líka gluggi inn í laugina, 2,5 metrar sinnum 2,5 metrar að stærð. Á ann- arri hæðinni er aðgangur að lauginni fyrir vísindamenn og fólk sem hefur umsjón með lauginni og hvölunum. Á þriðju hæðinni er svo tæknirými. „Allt snýst um að dýrunum líði vel og því fer mikið pláss undir tækni- og hreinsibúnað tengt lauginni en þær eru í rauninni tvær, stóra laugin og önnur minni þar sem hægt er að taka hvalina inn ef þarf að hlúa að þeim.“ Sem mest í kvínni í Klettsvík Hvalirnir eru væntanlegir með beinu flugi frá Sjanghæ og verður lent með þá í Keflavík. „Það er engin krafa um Landeyjahöfn, kannski spurning um veður í Þorlákshöfn en að öðru leyti skiptir það ekki máli því það tekur lengri tíma að keyra í Landeyjahöfn en til Þorlákshafnar. Allir sem koma að þessu hjá Merlin eru fagfólk sem kann til verka þegar kemur að því að flytja hvali á milli staða. Þetta verður því ekkert vandamál,“ segir Bragi. Gert er ráð fyrir að hvalirnir verði sem mest í kvínni í Klettsvík en fyrstu tvo til þrjá mánuðina verða þeir í lauginni. Það er gert til að að- laga þá breyttum aðstæðum. Heildarkostnaður liggur ekki fyr- ir en Bragi segir að þetta sé flókin og dýr framkvæmd. „Það eru marg- ir verktakar sem koma að þessu og flest fyrirtækin héðan. Fram- kvæmdir byrjuðu í apríl á síðasta ári Klettsvíkin Aðstaða fyrir mjaldrana er komin upp í Klettsvíkinni og þar verður hægt að skoða dýrin. Þarna verða aðalheimkynni þeirra á svipuðum slóðum og Keikó dvaldi á fyrir um 20 árum. Gert klárt fyrir hvalina hvítu  Mjaldrarnir Litla-Hvít og Litla-Grá frá Sjanghæ til Vestmannaeyja eftir nokkrar vikur  Byggt upp í Eyjum  Reynslan af Keikó-ævintýrinu nýtist  Lundinn og pysjueftirlitið njóta góðs af  SJÁ SÍÐU 28 26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2019 Lögheimilið flutt úr sjávardýragarði í Sjanghæ í Klettsvík í Vestmannaeyjum Þetta er frábær viðbót við það sem við höfum þegar upp á að bjóða fyrir ferðamenn enda verkefnið einstakt og ómetanlegt að komast í samstarf við fyrirtæki af þessari stærð,‘‘ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vest- mannaeyja, um komu Merlin Entertainment til Vestmannaeyja. ,,Við byggjum á langri hefð í rekstri safna og hér er elsta og eina fiska- safn landsins sem var opnað fyrir 55 árum. Það hefur ennþá mikið að- dráttarafl en núna fær safnið ennþá virðulegri sess. Ég hef þá trú að nýja hvala-, sjávar- og náttúrusafnið eigi eftir að hafa mjög mikið aðdráttarafl og ferðamönnum eigi eftir að fjölga hér í Eyjum. Það er ekki bara að hér fjölgi störfum með tilkomu safnsins heldur á það eftir að hafa jákvæð áhrif á alla þjónustu í Vestmannaeyjum vegna fjölgunar ferðamanna. Ég er mjög bjartsýn á að þetta gangi vel upp og þá geta opnast spennandi möguleikar á frekara samstarfi og auknum um- svifum,“ sagði Íris einnig. Mjög mikið aðdráttarafl ÓMETANLEGT AÐ KOMAST Í SLÍKT SAMSTARF Nýtt hlutverk Páll Marvin Jónsson, Íris Róbertsdóttir og Bragi Magnússon á fyrstu hæð Fiskiðjunnar þar sem verða náttúrugripa- og fiskasafn og hvalalaug. Ljósmynd/Óskar Pétur W W W. S I G N . I S Fornubúðir 12, 220 Hafnarfjörður │ S: 555 0800 │sign@sign.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.