Morgunblaðið - 10.01.2019, Síða 26

Morgunblaðið - 10.01.2019, Síða 26
SVIÐSLJÓS Ómar Garðarsson Vestmannaeyjum Nú styttist í að mjaldrarnir hvítu, Litla-Hvít og Litla-Grá, komi alla leið frá Kína til Vestmannaeyja. Þar verða heimkynni þessara smáhvela til framtíðar, en eftir að hafa dvalið í sjávardýragarði í Sjanghæ eru þeir að komast á eftirlaun, eins og það var orðað í Morgunblaði mánudags- ins. Alþjóðlegt fyrirtæki stendur að baki verkefninu, en lundinn og pysjueftirlitið njóta góðs af, með lundaspítala og sýningarsvæði. Mjöldrunum er ætlaður staður í Klettsvík þar sem ferðamenn geta skoðað þá og í Eyjum er byggt á reynslu frá Keikó-ævintýrinu fyrir rúmum tveimur áratugum. Talsverð umsvif hafa verið í Eyjum vegna komu hvalanna og til að mynda hafa allt að 40 manns starfað við upp- byggingu á hvala-, fiska- og nátt- úrugripasafni í gömlu Fiskiðjunni sem verður opnað í sumar. Allt er á áætlun og það er eins gott því ekki eru nema um tíu vikur þar til von er á dýrunum. Fiskiðjan í Vestmannaeyjum sem var eitt af fjórum stóru frystihús- unum í Eyjum fram á tíunda áratug síðustu aldar hefur fengið nýtt hlut- verk og reyndar fleiri en eitt. Þar er til húsa Þekkingarsetur Vest- mannaeyja sem hýsir fjölda stofn- ana og fyrirtækja sem fylla aðra hæðina. Tíu þúsund kílómetrar Á neðstu hæðinni og í viðbygg- ingu er verið að útbúa stórt nátt- úrugripasafn, skrifstofur Vest- mannaeyjabæjar verða á þriðju hæðinni og íbúðir á efstu hæðinni. Safnið er byggt upp af Merlin En- tertainment sem ætlar að flytja mjaldrana tvo úr safni sínu í Sjanghæ í Kína tíu þúsund kíló- metra leið til Keflavíkur og þaðan til Vestmannaeyja. Framtíðarheimilið verður í kví í Klettsvík. Bragi Magnússon, verkfræðingur hjá Mannviti í Vestmannaeyjum, hefur yfirmsjón með byggingu safnsins sem er að hluta til í gömlu Fiskiðjunni og að hluta til í nýrri byggingu þar sem m.a. verður laug fyrir hvalina sem væntanlegir eru um mánaðamótin mars/apríl. „Ný- byggingin er 1.100 fermetrar og 800 fermetrar af safninu eru í gamla húsinu,“ segir Bragi í samtali við Morgunblaðið. Nýbyggingin er á þremur hæðum. Á fyrstu hæðinni verður sjálft nátt- úrugripasafnið og laug fyrir hvalina með tilheyrandi tæknibúnaði. Þar er líka gluggi inn í laugina, 2,5 metrar sinnum 2,5 metrar að stærð. Á ann- arri hæðinni er aðgangur að lauginni fyrir vísindamenn og fólk sem hefur umsjón með lauginni og hvölunum. Á þriðju hæðinni er svo tæknirými. „Allt snýst um að dýrunum líði vel og því fer mikið pláss undir tækni- og hreinsibúnað tengt lauginni en þær eru í rauninni tvær, stóra laugin og önnur minni þar sem hægt er að taka hvalina inn ef þarf að hlúa að þeim.“ Sem mest í kvínni í Klettsvík Hvalirnir eru væntanlegir með beinu flugi frá Sjanghæ og verður lent með þá í Keflavík. „Það er engin krafa um Landeyjahöfn, kannski spurning um veður í Þorlákshöfn en að öðru leyti skiptir það ekki máli því það tekur lengri tíma að keyra í Landeyjahöfn en til Þorlákshafnar. Allir sem koma að þessu hjá Merlin eru fagfólk sem kann til verka þegar kemur að því að flytja hvali á milli staða. Þetta verður því ekkert vandamál,“ segir Bragi. Gert er ráð fyrir að hvalirnir verði sem mest í kvínni í Klettsvík en fyrstu tvo til þrjá mánuðina verða þeir í lauginni. Það er gert til að að- laga þá breyttum aðstæðum. Heildarkostnaður liggur ekki fyr- ir en Bragi segir að þetta sé flókin og dýr framkvæmd. „Það eru marg- ir verktakar sem koma að þessu og flest fyrirtækin héðan. Fram- kvæmdir byrjuðu í apríl á síðasta ári Klettsvíkin Aðstaða fyrir mjaldrana er komin upp í Klettsvíkinni og þar verður hægt að skoða dýrin. Þarna verða aðalheimkynni þeirra á svipuðum slóðum og Keikó dvaldi á fyrir um 20 árum. Gert klárt fyrir hvalina hvítu  Mjaldrarnir Litla-Hvít og Litla-Grá frá Sjanghæ til Vestmannaeyja eftir nokkrar vikur  Byggt upp í Eyjum  Reynslan af Keikó-ævintýrinu nýtist  Lundinn og pysjueftirlitið njóta góðs af  SJÁ SÍÐU 28 26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2019 Lögheimilið flutt úr sjávardýragarði í Sjanghæ í Klettsvík í Vestmannaeyjum Þetta er frábær viðbót við það sem við höfum þegar upp á að bjóða fyrir ferðamenn enda verkefnið einstakt og ómetanlegt að komast í samstarf við fyrirtæki af þessari stærð,‘‘ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vest- mannaeyja, um komu Merlin Entertainment til Vestmannaeyja. ,,Við byggjum á langri hefð í rekstri safna og hér er elsta og eina fiska- safn landsins sem var opnað fyrir 55 árum. Það hefur ennþá mikið að- dráttarafl en núna fær safnið ennþá virðulegri sess. Ég hef þá trú að nýja hvala-, sjávar- og náttúrusafnið eigi eftir að hafa mjög mikið aðdráttarafl og ferðamönnum eigi eftir að fjölga hér í Eyjum. Það er ekki bara að hér fjölgi störfum með tilkomu safnsins heldur á það eftir að hafa jákvæð áhrif á alla þjónustu í Vestmannaeyjum vegna fjölgunar ferðamanna. Ég er mjög bjartsýn á að þetta gangi vel upp og þá geta opnast spennandi möguleikar á frekara samstarfi og auknum um- svifum,“ sagði Íris einnig. Mjög mikið aðdráttarafl ÓMETANLEGT AÐ KOMAST Í SLÍKT SAMSTARF Nýtt hlutverk Páll Marvin Jónsson, Íris Róbertsdóttir og Bragi Magnússon á fyrstu hæð Fiskiðjunnar þar sem verða náttúrugripa- og fiskasafn og hvalalaug. Ljósmynd/Óskar Pétur W W W. S I G N . I S Fornubúðir 12, 220 Hafnarfjörður │ S: 555 0800 │sign@sign.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.