Morgunblaðið - 10.01.2019, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 10.01.2019, Blaðsíða 72
72 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2019 Hin árlega og sívinsæla röð Vínar- tónleika, nýárstónleika Sinfóníu- hljómsveitar Íslands, hefst í Eld- borgarsal Hörpu í kvöld. Einnig verða tónleikar annað kvöld, föstu- dagskvöld, og tvennir tónleikar á laugardag, klukkan 16 og 19.30. Á efnisskránni eru óperettu- tónlist og valsar eftir Johann Strauss yngri, Franz Lehár, Emm- erich Kálman og fleiri. Samkvæmt venju hefjast tónleikanir á for- leiknum að Leðurblökunni eftir Strauss og þeim lýkur á Dón- árvalsinum. Hljómsveitarstjóri er hinn danski Christian Kluxen sem hefur stjórnað víða og er fasta- gestur við Óperuhúsið í Kaup- mannahöfn, auk þess að vera að- alstjórnandi Sinfóníuhljóm- sveitarinnar í Victoria í Kanada. Einsöngvarar eru þau Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað, sem stundaði framhaldsnám við Hollensku óp- eruakademíuna og hefur sungið við góðar undirtektir í Hollandi og hér heima, og Sveinn Dúa Hjör- leifsson sem er fastráðinn við Óp- eruna í Leipzig. Þá koma fram með hljómsveitinni dansararnir David Klar, Denise Margrét Yaghi, Helga Sigrún Hermannsdóttir og Þorkell Jónsson. Morgunblaðið/Eggert Einsöngvarar Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað og Sveinn Dúa Hjörleifsson á æfingu fyrir tónleikana fyrr í vikunni. Vínartónlistin tekur Hörpu yfir Tilnefningar til bresku Bafta- kvikmyndaverðlaunanna voru til- kynntar í gær. Mesta athygli vekur að The Favourite, kvikmynd leik- stjórans Yorgos Lanthimos um ást- arþríhyrning við hirð Önnu drottn- ingar Breta í byrjun 18. aldar, með Oliviu Colman í aðalhlutverki, er til- nefnd til 12 verðlauna. Eru kvik- myndin og aðstandendur hennar til- nefnd í öllum helstu flokkum öðrum en fyrir besta leik í karlhlutverki. Fjórar kvikmyndir fá fjórar til- nefningar, Bohemian Rhapsody, þar sem Rami Malek leikur Freddie Mercury söngvara hljómsveitar- innar Queen, Roma, hin sjálfs- ævisögulega kvikmynd mexíkóska leikstjórans Alfonsos Cuaróns, A Star is Born, með Bradley Cooper – sem einnig leikstýrir – og Lady Gaga í aðalhlutverkum, og First Man sem fjallar um geimfarann Neil Armstrong. Vice, kvikmynd um Dick Cheney, fyrrverandi varaforseta Bandaríkj- anna, sem Christian Bale leikur, er tilnefnd til sex verðlauna og nýjasta kvikmynd leikstjórans Spikes Lees, BlacKkKlansman, til fimm. Þá hljóta Green Book, með Viggo Mor- tensen og Mahershala Ali í aðal- hlutverkum, og Cold War leikstjór- ans Pawels Pawlikowskis fjórar tilnefningar hvor. Loks má geta þess að Can You Ever Forgive Me?, Mary Poppins Returns, Mary, Queen of Scots og Stan & Ollie fá þrjár tilnefningar hver kvikmynd. Drottningin The Favorite er til- nefnd til 12 Bafta-verðlauna. The Favorite tilnefnd til 12 Líklega fjarar óðfluga undanbókum af þessu tagi því aðauðvelt er að nálgast upp-lýsingar á borð við þær sem þarna birtast á netinu. Á Wiki- pediu.org er til dæmis listi yfir alla þjóðhöfðingja Íslands frá Hákoni gamla til Kristjáns X. auk mun meiri upplýsinga en í bókinni er að finna. Auk konungborins fólks er í bókinni rakin ævi forsetanna sex á Bessa- stöðum. Fram að lýðveldisstofnun er lýst valdabaráttu, stríðum, ástamálum og undarlegheitum þeirra sem fara með æðstu stjórn þjóðarinnar. Miðað við hve hart þeir gengu oft að almúga- fólki með hernaði og blóðsúthell- ingum máttu Ís- lendingar þakka fyrir að búa svo fjarri vígaslóðinni. Textinn er stundum í séð-og- heyrt-stíl. Orð- færið fellur ekki alltaf að konung- legri tign við- fangsefnisins. Í bókinni má sjá villur í ártölum. Þær fara illa í bók sem er reist á að ártöl séu rétt. Athugasemdir við efni má einnig gera. Hér skulu þrjú dæmi nefnd: Friðrik áttundi var hér á ferð árið 1907. Fór hann hring á Suðurlandi. Eitt frægasta atvik ferðarinnar gerðist 7. ágúst þegar áð var við Kol- viðarhól á leið til Reykjavíkur. Þar hélt konungur ræðu og sagði meðal annars: „Látum þessa ferð tengja fast band milli hinnar íslensku og hinnar dönsku þjóðar og mín! Mark- mið mitt er sannleikur og réttlæti báðum ríkjum mínum til handa.“ Orðin „báðum ríkjum“ vöktu mikla athygli. Á ræðuna er ekki minnst í bókinni. Minnt er á fullveldisdaginn 1. des- ember 1918 og samningaviðræð- urnar sem leiddu til hans. Þar segir: „Kristján [X.] kom ekki á neinn hátt nálægt þeim viðræðum“ (bls. 230). Þess er látið ógetið að konungur hratt viðræðunum af stað í nóvember 1917 þegar Jón Magnússon forsætis- ráðherra vildi ræða við hann um sér- stakan siglingafána Íslendinga. Sagt er frá skeytinu sem Kristján X. sendi í tilefni af stofnun lýðveldis á Þingvöllum 17. júní 1944. Skeytið er birt í heild (bls. 235) og síðan sagt: „Íslendingar kusu að heyra ekki gremjuna í fyrri hluta setningar- innar en fögnuðu árnaðaróskunum með húrrahrópum.“ Þess er látið ógetið að Íslendingar heyrðu ekki allt skeytið á Þingvöllum því að Björn Þórðarson forsætisráð- herra valdi þann kost að minnast ekki á upphafsorðin. Þeim sem vilja kynna sér þá sögu nánar er bent á nýjasta hefti Þjóðmála og grein Ólafs Egilssonar, fyrrv. sendiherra, þar. Útlit bókarinnar fellur að efni hennar. Kápan er blá og fánalitir á kili og á baki en framan á kápunni eru kórónur og hattar fyrir 34 karla og tvær konur, þjóðhöfðingja Íslands í 756 ár. Morgunblaðið/Júlíus Forseti Guðni Th. Jóhannesson og eiginkona hans Eliza Reed. Guðni tók við embætti forseta Íslands 1. ágúst árið 2016 og var myndin tekin þá. Þjóðhöfðingjabók Sagnfræði Þjóðhöfðingjar Íslands, frá upphafi til okkar daga bbmnn Eftir Veru Illugadóttur. Sögur, 2018. Innb. 293 bls. BJÖRN BJARNASON BÆKUR Höfundurinn Vera Illugadóttir. Ný kvikmynd eftir leikstjórann Ragnar Hansson um hljómsveitina Mezzoforte verður sýnd í tveimur hlutum á RÚV, fyrri hlutinn í kvöld og síðari hlutinn eftir viku. Mezzoforte varð fyrst ís- lenskra hljómsveita til að brjóta ísinn á erlendum mörkuðum er lag Eyþórs Gunnarsson „Garden Party“ í flutningi sveitarinnar skaust upp vin- sældalista í Bretlandi og fjölmörgum öðrum löndum árið 1983. Síðan þá hefur sveitin komið fram í hátt í fimmtíu löndum og er enn mjög virk á tónleikamörkuðum víða um heim. Í kvikmyndinni er fylgst með sigurgöngu sveit- arinnar víða um álfur frá fyrstu árum til dagsins í dag, rætt við örlagavalda hennar og sýnt frá stórtónleikum Mezzoforte í tilefni af 40 ára afmæli hópsins sem dró þúsundir aðdáenda til Íslands. Hljómsveitin Mezzoforte. Ný kvikmynd um Mezzoforte á RÚV –– Meira fyrir lesendur Þorrinn Þann 18. janúar gefur Morgunblaðið út sérblað tileinkað þorranum PÖNTUN AUGLÝSINGA ER TIL 14. JANÚAR Nánari upplýsingar gefur: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is SÉRBLAÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.