Morgunblaðið - 10.01.2019, Síða 23

Morgunblaðið - 10.01.2019, Síða 23
FRÉTTIR 23Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. JANÚAR 2019 ustu og góða hjúkrunarfræðinga. Við eigum að hafa öll þau lyf sem skráð eru í landinu. Þörfin fyrir þessa þjónustu mun líklegast aukast því það eru alltaf fleiri og fleiri sem greinast með krabbamein og þeir sem greinast lifa lengur og fólk er oft í meðferð árum saman. Þá er ekki ólíklegt að þjónustan vaxi,“ segir Sigurður. Lyfjameðferð á göngudeildinni er nú í boði á þriðjudögum og fimmtu- dögum. Sjúklingar í nýrnaskilun koma á mánudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. „En ef þessir dag- ar fyllast þá verðum við bara að bæta við degi, kannski verður það þannig að við verðum með meðferðir alla fimm daga vikunnar það verður bara að koma í ljós,“ segir hann. Eins og staðan er núna er göngu- deildin afar lítil í eldri hluta spít- alans, en til stendur að bæta aðstöð- una á komandi árum. „Það stendur til að endurnýja allt saman og breyta og endurbyggja. Þetta er í raun bara eitt herbergi sem við erum með. Mér skilst að það sé vilji í heilbrigðisráðuneytinu til að færa þessa þjónustu nær heima- byggðinni og að það sé stefnan núna. Þetta er dæmigerð þjónusta þar sem þú ert í meðferð árum sam- an og þá er náttúrlega þægilegt að fá hana í sinni heimabyggð í staðinn fyrir að vera alltaf að fara yfir fjall- ið,“ segir Sigurður að lokum. Morgunblaðið/RAX Sjúkrahús Aukin þjónusta er nú í boði á HSU á Selfossi. Á MORGUN FÖSTUDAG 11. JANÚAR OPNUM VIÐÁ NÝ EFTIR BREYTINGAR Velkomin í stærri og betri Vínbúð á Dalvegi Við tökum vel á móti ykkur! Bílaumboðið Askja flytur sölu og þjónustu fyrir Kia bíla í nýtt og sér- hannað húsnæði á Krókhálsi 13 í Reykjavík. Umboðið hefur verið í húsi Öskju á Krókhálsi 11 undan- farin ár. Sérstök opnunarhátíð verð- ur haldin á laugardag, 12. janúar, á milli klukkan 10 og 16. Kia-húsið er sérhannað fyrir bíla- umboð og um 4.000 fermetrar að flatarmáli. Þar verður sýningarsalur fyrir nýja bíla, aðstaða fyrir for- greiningu, söluskoðanir, hraðþjón- ustu og fullkomið bílaverkstæði með 18 vinnustöðvum. Til stendur að hafa 30 rafbílastæði við húsið fyrir viðskiptavini og starfsfólk en Kia er leiðandi í sölu rafbíla. Einnig verður boðið upp á bíla- þrif, hjólbarðaþjónustu og hjól- barðahótel, hraðþjónustu, glerhúð- unarmeðferð fyrir lakk og framrúðuskipti. Sérstök tilboð verða á nýjum bílum og þjónustu fyrir við- skiptavini í tengslum við opnunina. Við flutning Kia-hluta Öskju verð- ur rýmra um söludeild fólksbíla Mercedes-Benz og eins verkstæði fyrir Mercedes-Benz fólks- og at- vinnubíla. gudni@mbl.is Nýtt hús Kia-bíla opnað á laugardaginn Ljósmynd/Kia Kia Umboðið flytur að Krókhálsi 13 og verður opnunarhátíð 12. janúar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.