Morgunblaðið - 23.01.2019, Side 16

Morgunblaðið - 23.01.2019, Side 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 23. JANÚAR 2019 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á fyrirtækisins, hefur sent núverandi hluthöfum er útgefið hlutafé fyr- irtækisins nú tæpar 4,8 milljónir hluta. Í útboðinu sem nú er unnið að verða nýir hlutir ekki seldir á gengi sem nemur lægri fjárhæð en 14 dollurum á hlut. Í fjárfesta- kynningu er hins vegar bent á, líkt og áður greinir, að hlutir í félaginu hafi nýlega gengið kaupum og söl- um á 16,5 dollara á hlut. Verði neðri verðmörkin niðurstaðan verður hlutafé félagsins aukið um 535 þúsund hluti en verði gengið 16,5 dollarar á hlut verður það auk- ið um 454 þúsund hluti, eða rétt tæplega 10%. Hlutafjáraukning- unni er ætlað að stuðla að frekari vexti félagsins á komandi árum, jafnt innri sem ytri vexti. Þannig er upplýst í fyrrnefndu bréfi til hluthafa að Kerecis hafi m.a. auga- stað á svissnesku fyrirtæki sem stutt gæti við frekari vöxt og að tekið sé tillit til mögulegrar yfir- töku í hlutafjáraukningunni. Margfaldar söluna milli ára Á síðustu árum hafa tekjur Ker- ecis margfaldast. Þannig seldi fyr- irtækið vörur fyrir 515 þúsund dollara árið 2016 eða jafnvirði 62 milljóna króna. Ári síðar var salan meira en þrefalt meiri og nam 1,7 milljónum dollara, jafnvirði 205 milljóna króna. Í fyrra margald- aðist salan einnig og nam 4,6 millj- ónum dollara, jafnvirði tæplega 554 milljóna króna. Viðskiptaáætl- anir fyrirtækisins gera ráð fyrir að salan nemi svo 13,5 milljónum doll- ara í ár, jafnvirði ríflega 1,6 millj- arða króna. Þá segir í fyrrnefndu bréfi til hluthafa að á næsta ári sé stefnt að því að þrefalda söluna frá árinu í ár þannig að hún nemi þá allt að 40 milljónum dollara, jafn- virði 4,8 milljarða króna. Kerecis leitar fjármagns Verðmætasköpun Kerecis byggir vöruþróun sína á efnum úr fiskroði.  Fyrirtækið metið á allt að 9,5 milljarða króna  Hyggjast sækja 7,5 milljónir dollara í nýju hlutafé  Stefna á að selja vörur fyrir 4,7 milljarða króna árið 2020 23. janúar 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 120.82 121.4 121.11 Sterlingspund 155.32 156.08 155.7 Kanadadalur 90.92 91.46 91.19 Dönsk króna 18.404 18.512 18.458 Norsk króna 14.11 14.194 14.152 Sænsk króna 13.402 13.48 13.441 Svissn. franki 121.16 121.84 121.5 Japanskt jen 1.1015 1.1079 1.1047 SDR 167.99 168.99 168.49 Evra 137.42 138.18 137.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.71 Hrávöruverð Gull 1278.7 ($/únsa) Ál 1850.0 ($/tonn) LME Hráolía 62.74 ($/fatið) Brent Kvika Securities Ltd., dótturfélag Kviku í Bretlandi, hefur fengið starfsleyfi sem rekstraraðili sérhæfra sjóða af breska fjármálaeftirlitinu. Starfsleyfið hefur í för með sér aukn- ar heimildir fyrir Kviku Securities til þess að stýra sérhæfðum sjóðum í Bretlandi en hingað til hefur starf- semi Kviku þar í landi verið í formi ráðgjafarstarfsemi, aðallega varðandi fjármögnun og fjárfestingar. Kvika Securities hefur verið starf- andi í Bretlandi í rúmlega tvö ár og hefur á þeim tíma leitt hópa fjárfesta, viðskiptavina bankans, bæði ís- lenskra sem erlendra, í fjárfestingum í Bretlandi. Á meðal þeirra fjárfest- inga eru 30 milljóna punda fjárfesting í lánastarfsemi og fjárfesting í hjúkr- unarheimilum upp á 25 milljónir punda. Samanlagt nema þessar fjár- festingar rúmum 7 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Þetta kemur fram í samtali Morgunblaðsins við Gunnar Sigurðsson, framkvæmda- stjóra Kviku í Bretlandi. „Þetta aukna starfsleyfi veitir okkur getu til þess að stýra eignum í Bretlandi með formlegum hætti sem er ekki búið að vera eitthvað sem við höfum getað gert hingað til.“ Að sögn Gunnars er stefnt að því að starfsemi Kviku í Bretlandi muni áfram tengjast svip- uðum verkefnum og hingað til hefur verið unnið að sem og sérhæfðum eignaflokkum, svo sem í skuldabréfa- og fasteignaverkefnum. „Í kjölfar þessa leyfis getum við þá tekið næsta skref í okkar þróun og stýrt eignum með formlegum hætti og þannig veitt viðskiptavinum okkar víðtækari þjón- ustu.“ Kvika fær víðtækari heimildir til þess að stýra fjárfestingum  Mun áfram beina sjónum að skuldabréfa- og fasteignaverkefnum Morgunblaðið/Árni Sæberg Sjóðir Kvika fékk starfsleyfi sem rekstraraðili sérhæfðra sjóða ytra. ● Frekar rólegt var um að litast í Kaup- höll Íslands í gær, en Úrvalsvísitala að- allista lækkaði um 0,24%. Mest hækkuðu bréf tryggingafélags- ins VÍS, eða um 1,01% og næstmesta hækkunin varð á bréfum leigufélagsins Heimavalla, en bréf þess hækkuðu um 0,88%. Þá hækkuðu bréf Haga um 0,79%. Mesta lækkunin varð á bréfum tæknifyrirtækisins Origo, 0,94% en næstmest lækkaði Arion banki eða um 0,56%. Þá lækkaði Síminn um 0,54%. Úrvalsvísitala aðallista lækkaði um 0,24% STUTT Í bréfi til hluthafa kemur fram að keppinautur MiMedx, eigi nú í veruleg- um vanda vegna brotthvarfs helstu stjórnenda þess, forstjóra, fram- kvæmdastjóra og fjármálastjóra, afskráningar af NASDAQ-hlutabréfa- markaðnum og yfirstandandi sakamálarannsóknar. Í ofanálag hefur fyrirtækið vegna erfiðleikanna sagt upp um fjórðungi sölumanna sinna á síðustu mánuðum. Telja forsvarsmenn Kerecis að þessir erfiðleikar á vettvangi MiMedx skapi tækifæri til að fylla það tómarúm sem af þeim hlýst. Í umfjöllun um þessa stöðu á markaðnum kemur fram að tekjur MiMedx hafi numið 1 milljón dollara árið 2011 en hafi á árinu 2017 numið 325 milljónum doll- ara, jafnvirði ríflega 39 milljarða króna. Sóknarfæri á markaði STÓR KEPPINAUTUR Í ÚLFAKREPPUBAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Nýsköpunarfyrirtækið Kerecis vinnur nú að hlutafjáraukningu og hefur í því skyni nálgast núverandi hluthafa sína. Skv. upplýsingum sem Morgunblaðið hefur undir höndum er stefnt að því að afla fyr- irtækinu 7,5 milljóna dollara, jafn- virði ríflega 900 milljóna króna, með útgáfu nýs hlutafjár. Enn sem komið er liggur ekki fyrir á hvaða gengi hið nýja hlutafé verður selt en miðað við nýleg viðskipti með óverulegan hlut í félaginu er heild- arvirði fyrirtækisins fyrir hluta- fjáraukninguna 9,5 milljarðar króna. Kerecis var stofnað árið 2009 en það framleiðir sáraumbúðir sem hafa að geyma efni úr þorskroði sem notað er til að hjálpa húð- og líkamsvef að gróa eftir slys, skurð- aðgerðir og sjúkdóma af ýmsu tagi. Meðal þeirra sem nýtt hafa sér tækni fyrirtækisins eru sjúklingar sem orðið hafa fyrir vefjamissi eft- ir brjóstatöku eða krabbameins- meðferð, sykursýkissjúklingar sem glíma við fótasár vegna sjúkdóms- ins og ýmsir fleiri. Samkvæmt bréfi sem Guðmund- ur Fertrand Sigurjónsson, forstjóri

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.