Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2019, Page 12
VIÐTAL
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.1. 2019
S
tína er ein af þessum konum sem
manni finnst geta staðið undir heit-
inu kvenskörungur. Með eldrautt
sítt hár og bros á vör opnar hún
dyrnar og býður blaðamanni inn í
hlýjuna. Lífið hefur ekki farið mjúkum höndum
um hana en hún gefst ekki upp þótt móti blási.
Eftir lát eiginmannsins Kidda hefur Stína
gengið í gegnum erfiða sorgartíma. Með góðri
hjálp og dugnaði er hún komin út úr mesta
svartnættinu. Nú reynir Stína að lifa lífinu eins
og Kiddi hennar hefði viljað, að hafa gaman af
lífinu og nýta hverja stund því enginn veit hve-
nær kallið kemur.
Yfir góðum kaffibolla á fallegu heimili hennar
í Hafnarfirði segir Stína frá lífinu, fyrir og eftir
dauða Kidda. Hún hikar ekki við að nota húm-
orinn mitt í sorginni, en Stína er hlý, jákvæð og
hláturmild.
Frábært, ég hef fimm ár
Sjötti apríl 2006 líður Stínu seint úr minni en
þann dag greindist Kiddi fyrst með æxli í heila,
þá 24 ára gamall. Stína var þá 21 árs og áttu
þau eitt ungt barn, frumburðinn Ísak Þór.
„Þetta var góðkynja heilaæxli og við tók að-
gerð þar sem tekið var sýni og svo átti bara að
bíða og sjá til. En ári síðar hafði æxlið stækkað
og hann fór í aðra aðgerð og þá kom í ljós að
þetta var orðið að krabbameini. Þá fór hann í
þrjátíu skipti í geisla og svo í átta mánaða lyfja-
meðferð. Árið 2009 fengum við svo að vita að
æxlið væri horfið. Læknarnir skildu það ekki
því þeir höfðu ekki haldið að Kiddi fengi langan
tíma.“
Stína segir Kidda alltaf hafa verið jákvæðan
og lífsglaðan, sama hvað á dundi.
„Þegar ég horfi til baka finnst mér eins og
hann hafi vitað að hann myndi ekki lifa lengi.
Hann ætlaði að nýta allt úr þessu lífi. Þegar
hann greindist fyrst kom hann upp í vinnu til
mín á miðjum degi og sagði: „æ, þetta er
kannski dálítið ljótt orð en ég er kominn með
heilaæxli“. Ég fékk auðvitað sjokk en hann
sagði mér að slaka á. Sem betur fer ákváðum
við að gúggla ekki heilaæxli heldur hlusta bara
á það sem læknirinn segði. Annars hefði ég
komist að því að þessi tegund myndi koma aft-
ur. Við áttum alveg góða tíma frá 2009 til 2014
en þá var mig farið að gruna að það væri eitt-
hvað í gangi,“ segir Stína.
„En þarna á milli geisla og lyfjameðferðar-
innar árið 2007 vildi Kiddi vita hvað hann myndi
lifa lengi og læknirinn sagði í mesta lagi fimm
ár. Flestir hefðu sagt, guð minn góður, ég hef
bara fimm ár, en hann svaraði þá, „frábært,
geggjað, ég hef fimm ár!“ Og hann var virkilega
að meina það,“ segir hún og brosir.
Betra að vera ein með tvö börn
„Á þeim tímapunkti var ég heltekin af því að ég
vildi ekki vera ein með eitt barn og vildi ég að
Ísak Þór myndi eignast systkini,“ segir hún og
útskýrir að þeim var ráðlagt að frysta sæði
vegna þess að Kiddi yrði líklega ófrjór af lyfj-
unum.
„Svo þegar við fórum í Art Medica til þess að
frysta sæði vorum við spurð hvort við værum að
spá í barneignir í framtíðinni. Og ég svaraði:
„já, núna!“ Kiddi horfði á mig hissa en ég sagði
honum að ég ætlaði ekki að vera ein með eitt
barn. Hann sagði þá: „hún ræður þessu, ég er
að fara að drepast“,“ segir Stína og skellihlær.
„Þarna var ég 23 ára og búin að ákveða að ég
ætlaði ekki að vera ein með eitt barn, heldur
tvö, það væri miklu betra,“ segir hún og hlær
enn meir.
„Þannig í staðinn fyrir að frysta sæði fór ég
beint í tæknifrjóvgun sem heppnaðist í fyrstu
tilraun. Ég segi stundum að við höfum verið
saman á meðgöngu, ég ólétt og hann í lyfja-
meðferð. Hann kláraði lyfjameðferð í október,
sama mánuði og dóttir okkar Agla Björk fædd-
ist,“ segir Stína og lýsir því að þegar komið var
að fæðingu hafi hún leyft Kidda að sofa sem
mest því hann var mjög veikur. Hún vildi að
hann myndi safna kröftum til þess að vera við-
staddur sjálfa fæðinguna. Hún var því ein í
hríðunum og gekk um gólf. Á sömu stofu var
annað par. Eiginmaðurinn þar var aldeilis hissa
á þessu; að Kiddi skyldi bara sofa og ekki styðja
við konu sína sem væri nánast komin að fæð-
ingu.
„Ég hélt að hann myndi hjóla í Kidda. Ég sá
svipinn á honum. Hann var farinn að bjóða mér
aðstoð, þar til ég sagði honum sannleikann, að
Kiddi væri að klára erfiða lyfjameðferð,“ segir
hún.
„Maður hugsar eftir á, hvernig datt okkur í
hug að eignast annað barn, en það er þannig að
þegar maður fær svona fréttir, að það sé ekki
langt, eftir skiptir mestu máli að lifa. Að ein-
blína ekki á dauðann heldur hvað maður getur
gert í lífinu.“
Stína segir að hún hafi oft verið með miklar
áhyggjur af framtíðinni en að Kiddi hafi alltaf
verið jákvæður og lifað í núinu.
„Frasinn hans var, lífið er frá a-ö, það er bara
misjafnt hvað er langur tími á milli. Hvað ætlar
þú að gera? Ætlar þú að vera með áhyggjur af
einhverju sem gerist kannski eða ætlar þú að
lifa lífinu núna?“
Innst inn var ég að deyja
Á þessum tíma var mikið álag á Stínu. Hún var
nýbúin að ganga í gegnum erfiða áhættu-
meðgöngu, átti nú tvö lítil börn og veikan mann.
Hún segist hafa haldið að hún væri með fæðing-
arþunglyndi og leitaði til sálfræðings. Hann
sagði þetta vera álagstengt en einnig þjáðist
Stína af slæmum höfuðverk og var eitt sinn á
spítala í fimm daga.
„En þegar ég var búin að ganga á milli lækna
í ár, og hélt að ég væri að missa vitið, fór ég til
innkirtlasérfræðings. Þá var ég komin með
vanvirkan skjaldkirtil. Ég var komin á breyt-
ingaskeiðið og allt kerfið í vitleysu,“ segir hún
og nefnir að henni hafi liðið betur eftir að hún
fékk þá greiningu og rétta meðhöndlun.
„Ég fór til sálfræðings en setti líka oft bara
upp póker andlit; fór þetta bara á hnefanum.
Mér fannst ég ekki geta verið með endalaust
væl þegar Kiddi var svo hress, ég vildi ekki
„Ég má gráta og ég má hlæja og þótt
ég sé ekkja þá má mér finnast gaman.
Nú er ég komin á þann stað að ég er
tilbúin að halda áfram með lífið, þótt
auðvitað söknum við Kidda.“
Morgunblaðið/Ásdís
Kristín Þórsdóttir, eða Stína eins og hún er alltaf kölluð, er í dag ung ekkja með þrjú börn. Maður hennar Kristján Björn Tryggvason,
kallaður Kiddi, lést í júlí 2017 úr heilakrabba. Eftir lát hans þurfti Stína að finna taktinn í lífinu upp á nýtt, ein með börnin. Nú, einu
og hálfu ári síðar, hefur birt til í lífinu og ætlar Stína að nýta reynslu sína til að hjálpa öðrum og finna tilgang með dauða Kidda.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
’Hann dó með glott á vörum,alveg eins og hann væri aðhlæja að okkur þannig að viðhlógum bara, þar til við áttuðum
okkur á því að hann væri dáinn í
alvöru. Þá grétum við. Grátur og
hlátur er bara sitt hvor endinn á
sömu tilfinningu. En það var gott
að hann kvaldist ekki þegar hann
dó og hann fór með bros á vör.
Skiptir mestu máli að lifa