Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2019, Qupperneq 15
27.1. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
að nýta það til þess að byggja mig upp, kannski
var það það sem ég þurfti,“ segir Stína.
Nokkrum dögum eftir að hún hóf námið í
markþjálfun fór hún í ferðina. „Ég ákvað að ég
mætti setja mig í fyrsta sæti og finna út hver ég
væri, án Kidda. Hver er Stína, ekki Stína hans
Kidda? Þótt það hljómi svo væmið þessi frasi að
finna sjálfan sig, þá er það svo rétt. Ég var svo
týnd, búin að tapa kjarnanum mínum.“
Hún segir ferðina hafa verið nákvæmlega
það sem hún þurfti. „Þarna voru yndislegar
konur á öllum aldri og það var slakað á og ég
náði að meðtaka það sem ég hafði gengið í
gegnum. Svo eru Asoreyjar fallegasti staður
sem ég hef komið til. Þarna fann ég að mér
mætti finnast gaman; ég hafði verið í sorg og
fannst ég ætti að vera í sorg. En ég áttaði mig á
að Kiddi hefði ekki viljað að mér þætti ekki
gaman. Þarna hugsaði ég, ég ætla að taka
Kidda á þetta. Lifa fyrir daginn í dag og gera
það sem mér fannst gaman. Þegar ég kom til
baka fannst mér eins og hefði birt til. Þetta
breytti mér gjörsamlega. Ferðin var vendi-
punktur á mínum bataferli.“
Að finna villikerlinguna
Annað sem hjálpaði Stínu mikið á erfiðum tím-
um var að sækja tíma og námskeið hjá Anda-
gift. „Vinkonur mínar höfðu á þessum tíma opn-
að Andagift, súkkulaðisetur. Þar er djúpslökun
og tónheilun og þar er drukkið cacao. Mér
fannst svo frábært að þær hefðu þorað að hætta
í sínu og prófað eitthvað nýtt. Þær voru að
fylgja draumum sínum og voru miklar fyrir-
myndir fyrir mig. Ég fór á villikerlinga-
námskeið hjá þeim en ég hafði sagt þeim að ég
væri týnd og vildi fá útrás og fá að vera bara
ég,“ segir Stína og útskýrir að á námskeiðinu á
maður að finna „villikerlinguna“ í sér.
„Af því við erum settar í kassa, allt frá
bernsku. Sitja beinar, ekki vera brussur, vera
sætar og fínar. Ekki segja of mikið þína skoðun.
Maður á ekki að gráta heldur fara á hnefanum.
Þarna voru komnar saman konur sem töluðu
saman. Til að finna villikerlinguna í sér. Við fór-
um í innri skoðun, við fórum í svett, við kveikt-
um bál í Öskjuhlíð og brenndum miða þar sem
við losuðum okkur við það slæma,“ segir hún.
„Svo líður manni svo vel af því að drekka
þetta súkkulaði og þetta hafði góð áhrif á gigt-
ina mína. Líkaminn slakar á. Þarna er líka hægt
að fara í hádegistíma og ég fer eins oft og ég get
og syng möntrur, eitthvað sem ég vissi ekki að
væri til. Það er gott að gefa sér tíma til að
syngja möntrur, drekka súkkulaði, hlæja eða
gráta. Andagift hefur verið björgunarbáturinn
minn,“ segir Stína og segir þetta algjörlega
magnaða upplifun.
„Í öllu þessu stressi og þessum hraða í dag er
gott að geta komið þarna inn og slakað á.“
Stína segist einnig hafa farið í meðferð sem
nefnist EMDR sem er notuð við áfallastreitu.
„Hún virkaði ótrúlega vel. Ég og krakkarnir
höfum öll verið í þessu. Í stuttu máli er þetta að-
ferð til þess að vista erfiðar minningar annars
staðar í heilanum þannig að þær hafi ekki eins
mikil áhrif á mann. Ég var hjá Margréti Blön-
dal [hjúkrunarfræðingi og EMDR-meðferðar-
fræðingi] sem er gullmoli, í hverri viku síðasta
sumar og það breytti öllu fyrir mig.“
Sjálfsmynd og kynheilbrigði
Stína kláraði markþjálfunarnám í Evolvia og er
nú í framhaldsnámi sem hún klárar næsta vor.
Hún fékk ACC-réttindi hjá alþjóðlegum mark-
þjálfasamtökum nú í vikunni. Stína stofnaði ný-
verið fyrirtækið Eldmóður markþjálfun og er
strax komin með viðskiptavini og fer einnig í
fyrirtæki.
„Ég er að koma mér af stað í þessu, og fór
líka í haust í brautargengi kvenna í Nýsköp-
unarmiðstöð Íslands, af því að ég kann ekkert
að reka fyrirtæki, þannig ég tók eina önn í því.
Svo er ég að fara af stað með eitt ástríðuverk-
efni sem er að tala um sjálfsmynd og kynheil-
brigði við unglinga, fara í framhaldsskóla og
grunnskóla. Ég fer í fyrsta skólann núna í jan-
úarlok og vona að fleiri skólar óski eftir því að
ég komi. Þetta er bland af forvarnarfræðslu og
markþjálfun en þarna er ég að tala um reynslu
mína en ég var unglingur með skerta sjálfs-
mynd. Ég hefði þurft að heyra þetta þegar ég
var sextán ára,“ segir hún.
„Það er búið að vinna mikið í vímuefna-
forvörnum síðustu tíu ár sem hefur borið mik-
inn árangur en það mætti tala meira um kyn-
heilbrigði og sjálfsmynd. Margir krakkar eru
með brotna sjálfsmynd og sum þjást af kvíða
og þunglyndi. Mér var nauðgað af tveimur
strákum þegar ég var sextán ára og fékk ég
ekki þá aðstoð sem ég hefði þurft að fá af því ég
sagði engum frá þessu; enda taldi ég þetta
sjálfri mér að kenna. Eftir þetta fór ég að
drekka mikið og fór í sjálfskaðandi hegðun. Ég
uppgötvaði ekki fyrr en hjá sálfræðingi þegar
ég var 28 ára að þetta hefði verið nauðgun. Lík-
aminn hafði slökkt alveg á sér; ég hljóp ekki út
af því ég var lömuð. Það er svo mikið um þetta,
og stelpur og strákar kenna sér um. Mig langar
að segja krökkum að ekki segja ekki neitt. Ég
get talað út frá reynslu og mér finnst mikilvægt
að opna á umræðuna. Þarna er ég að finna til-
gang í því slæma sem gerðist.“
Annað sem Stína hefur áhuga á er kynlífs-
markþjálfun. Blaðamaður viðurkennir að vita
ekkert um hvað það snýst.
„Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á öllu sem
viðkemur kynlífi og mig langaði að verða kyn-
fræðingur. En það er langt og mikið nám og
þegar ég byrjaði í markþjálfun sá ég að það er
til eitthvað sem heitir „sex coach“. Það er ótrú-
lega algengt erlendis. Þá tekur maður fólk í við-
töl og tekur annan vinkil en kynlífsráðgjafar.
Mig langar að læra meira um þetta, til að geta
talað við bæði unglinga og fullorðna. Kynlíf er
svo mikið tabú en ætti ekki að vera það. Það
gæti verið svo auðvelt að leysa vandamál ef það
væri opnað á umræðuna,“ segir hún.
„Ég er líka markþjálfi hjá Krafti en mig
langar að gefa til baka af því að við fengum þar
svo mikinn stuðning. Það var til dæmis aldrei
talað um kynlíf og krabbamein. Það er svo
margt sem maður upplifði þessi ellefu ár sem
Kiddi var með krabbamein sem maður ekki
þorði að ræða. Ég ætla að ræða opinskátt um
það sem fáir tala um, en ég var með vinnustofu
núna í janúar hjá Krafti, ég og Áslaug Krist-
jánsdóttir kynfræðingur, til að opna um-
ræðuna,“ segir hún. Það gekk ótrúlega vel og
var greinilega mikil þörf á slíkri umræðu að
sögn Stínu.
„Ég ætlaði að byrja í þessu fjarnámi í „sex
coaching“ í febrúar en þetta er í virtum skóla í
Kaliforníu. En svo var ég að frétta um daginn
að ég fæ ekki námslán af því að þetta er fjar-
nám. Ég veit ekki hvernig ég á að fjármagna
þetta, vonandi finnst einhver lausn á því,“ segir
hún og hlær.
Mér má finnast gaman
Stína notar sára lífsreynslu til góða og segist
verða að finna tilgang með dauða Kidda.
„Það skiptir svo miklu máli að fræða. Og ef
það er hægt að nýta reynsluna til góðs er það
þess virði. Ég vil ekki detta í fórnarlambs-
hlutverkið. Ég á auðvitað slæma daga þar sem
ég vil ekki fara fram úr. En þeir eru orðnir
miklu færri. Maður þarf að finna tilgang í hlut-
unum. Ég á þrjú börn og vil vera fyrirmynd
fyrir þau og ég reyni að tala mikið um pabba
þeirra, það góða. Ég er komin á góðan stað
núna með sjálfa mig og börnin mín; það hefur
mikið breyst á síðustu mánuðum.“
Er framtíðin björt?
„Já. Af því að ég er búin að sjá á einu ári hvað
maður gert mikið með því að vinna í hlutunum
og vinna í sjálfum sér. Ég er búin að finna
Andagift sem nærir sálina og ég gef sjálfri mér
rými til þess að finna alls konar tilfinningar. Ég
má gráta og ég má hlæja og þótt ég sé ekkja þá
má mér finnast gaman. Nú er ég komin á þann
stað að ég er tilbúin að halda áfram með lífið,
þótt auðvitað söknum við Kidda. Draumur okk-
ar barnanna er að kaupa lóð uppi í sveit og
byggja lítinn kofa og fara að rækta tré. Við er-
um að safna klinki. Það er svo gaman að stefna
að einhverju saman. Þetta tekur örugglega
hundrað ár, miðað við klinkið sem komið er í
krukkuna,“ segir Stína og hlær.
Spurð hvort hún vilji segja eitthvað að lokum
svarar Stína: „Ekki bíða með að gera eitthvað.
Þú veist ekkert hvað þú hefur langan tíma.“
„Ég ákvað að ég mætti setja mig í
fyrsta sæti og finna út hver ég væri,
án Kidda. Hver er Stína, ekki Stína
hans Kidda? Þótt það hljómi svo
væmið, þessi frasi að finna sjálfan sig,
þá er það svo rétt. Ég var svo týnd,
búin að tapa kjarnanum mínum.“
Morgunblaðið/Ásdís
Þessi fjölskyldumynd var tekin árið 2016. Kiddi var þá orðinn mjög veikur, þótt það sæist ekki utan
á honum. Hér eru þau hjón með börnin þrjú, Ísak Þór, Öglu Björk og Bóas Örn.
Morgunblaðið/Ásdís