Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2019, Qupperneq 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 27.01.2019, Qupperneq 28
Nú eru tuttugu vikur síðan ég lagði úr höfn og hóf átak í átt til betri heilsu. Stærsta áskorunin er ekki að lyfta þyngra eða róa lengra. Að halda einbeitingu á verkefninu sem ég lagði fyrir mig er miklu stærri hindrun. Tuttugu vikur eru ekki ýkjalangur tími.Að minnsta kosti ekki við fyrstu sýn.En þær eru þó 38,5% af árinu. Hvað varst þú að gera 8. september síðastliðinn? Ekki man ég hvað ég var að gera þann dag. En af sérstökum ástæðum man ég hvað bærð- ist sérstaklega um í huga mér dagana í kring- um þennan ágæta laugardag. Það var veg- ferðin sem ég var að leggja upp í, eins konar tilraunaverkefni í átt til betri heilsu. Mark- miðið var skýrt, 10 kg niður og að miðað skyldi við hálft ár, eða 26 vikur. Markið við sjóndeildarhringinn Og nú eru sem sagt liðnar 20 vikur, nánar til- tekið 77% af tímanum sem ætlaður var í verk- ið. Góðu fréttirnar eru þær að þegar litið er til þyngdarmarkmiðsins eru 83% markmiðsins í höfn (að því gefnu að það hrökkvi ekki mikið á mann að nýju næstu sex vikurnar). Eini gall- inn á gjöf Njarðar er sú staðreynd að það reynist sífellt erfiðara að höggva í þyngdina, fyrstu vikurnar eru skilvirkastar í þeim efn- um. Það sést enda vel á grafinu sem Sigurður, samstarfsmaður minn á Mogga, hefur útbúið og birt er hér til hliðar. Það minnir helst á hæðarlínur í aðflugi flugvélar. Henni er beint hratt niður meðan verið er að lækka flugið úr mikilli hæð. Svo réttir hún sig af þegar flug- völlurinn nálgast, einhver smá ókyrrð í lofti, upp og niður en ekkert alvarlegt, og svo ætti örugg lending að verða reyndin við markið. En ég geri tímabilið að baki að umfjöllunar- efni að þessu sinni því ég finn að einbeitingin sem átak af þessu tagi krefst á sér ekki vin í tímanum sem það tekur. Fyrst er maður full- ur eldmóðs og ætlar að láta hendur standa fram úr ermum. Ekki dregur það úr hvat- anum að maður skuli skrifa um framgang verkefnisins í blöðin. Og fyrst um sinn er lítið sem ekkert mál að standa við stóru orðin – og þannig fjúka kílóin líka af. En svo er það ým- islegt sem glepur, þægindalífið, freistingar í mat og drykk og annir af ýmsum toga. Og það er fleira. Það er alltaf hætt við, þegar hluti ár- angursins er kominn í hús, að maður slaki á aðhaldinu. Og ég skal fyllilega viðurkenna að það er reyndin í mínu tilviki. Ég hef slakað á pressunni og það veldur því að ég er ekki nú þegar kominn í mark. Hefði ég haldið sama dampi og í upphafi átaksins í september, októ- ber og nóvember, væru 10 kíló farin, án efa. Sígandi lukka er best En það var svo sem ekki markmiðið að ná markmiðunum á undan áætlun. Hluti af því sem ég hef haft til hliðsjónar er að árangur sem næst yfir lengri tíma er líklegri til að haldast í horfinu þegar fram í sækir. Ofurátak þar sem öllu er kollvarpað í einni svipan er líklegra til að fara í vaskinn þar sem árang- urinn er undirbyggður. Það sér maður vel í lyftingunum. Sá sem djöflast í tækjum og með lóð með miklum þyngdum, án þess að styrkja vöðva og bein yfir lengra tímabil, er líklegur til að lenda í meiðslum eða þrjóta örendið. Þá er verr af stað farið en heima setið. En aftur að einbeitingarskortinum, sem líkast til er mesta ógnin við að ég nái markmiðinu. Það er erfitt að átta sig á hvað sé best að gera til þess að vinna gegn honum. En ég held þó að ég hafi fundið svarið, á óvæntum stað – og þó. Á miðvikudagskvöldið, eftir strembna vakt í vinnunni, skellti ég mér með vinnufélögum í kalda pottinn í Garðabænum. Að þessu sinni var vatnið afar kalt enda lofthitinn í kringum -5°. Ég entist ekki lengi, tórði í 10 mínútur en gafst þá upp. En orkuhleðslan og endurnær- ingin sem svona ferð felur í sér er á við 8 tíma svefn. Kaldi potturinn eins og hugleiðsla eða endurstilling Og það rímar svo sem við það sem helstu spekingarnir sem lagt hafa stund á sjó- og klakabað segja. Þetta er ekki síður andlegt ferðalag en líkamlegt. Og það gildir þá hið sama um þessar ferðir og átakið sem nú er langt komið. Af þeim sökum ætla ég núna, á síðustu metrunum, vikunum sex, að stunda kalda pottinn af meiri ákefð en ég hef gert að und- anförnu. Ég held að það tryggi einbeitingu og að ég missi ekki sjónar á markmiðinu. Svo er líka mikilvægt að setja hlutina í samhengi. Það eru sex vikur eftir. Þær renna fljótt sitt skeið þótt einn og hálfur mánuður séu. Það er mun skemmra í markið en á punktinn þegar lagt var af stað. Það myndi aldrei borga sig að snúa við! Tíminn er ekki besti vinur ein- beitingarinnar Þyngdarþróun á 20 vikum Heimild: Heimilisbaðvogin 95 90 85 80 75 70 kg 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20vika: 92,9 84,6 84 ,6 kíló 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 27.1. 2019 HEILSA Þorrinn genginn í garð. Honum fylgir einatt vond lykt. Maður mætir á leikskólann með syn- inum, fær sér sviðasultu og harðfisk en sökum þess að ein- hverjum fannst þjóðráð að kenna tveggja ára gömlum börnum að borða hákarl þá ilmar maður allan daginn og vonar að allir muni að það er fyrsti dagur þorra og að þetta tengist ekki bilaðri þvottavél heima fyrir. En staðreyndin er nú sú að inn á milli leynist ýmis- legt góðgæti í þorramatnum og það er ekki fjarri lagi að þetta sé sumt alveg meinhollt. Við feðgarnir erum t.d. sérstakir áhugamenn um sultuna fyrr- nefndu. Og hún getur verið holl og góð. Í henni er t.d. engin kol- vetni að finna (LKL-fólkið kæt- ist yfir því). Það kann að hræða einhverja frá því að leggja sér hana til munns að fitan er oft 8- 10% en það er holl fita. En svo er það prótínið. Það er 15% sem ætti að kæta alla þá sem stefna að því að byggja upp vöðvamassann! En svo er það staðreyndin sem fæstir vildu kannski heyra. Það hollasta af öllu hollu eru hrútspungarnir alræmdu. Þar er prótínhlut- fallið hvorki meira né minna en í kringum 19% og fitan gjarnan ekki meiri en 3-4%. Engin kol- vetni! Pungarnir eru sannkölluð ofurfæða. Hvað sem öðru líður er gott að við skulum halda í hefðirnar. Og svo er það með þorrablótin. Þar gilda sömu reglur og varð- andi jólahlaðborðin. Meðal- hófið er best og þótt þorrabjór- inn sé freistandi þá er hann eitur fyrir þá sem vilja grennast. HEFÐIRNAR ERU GÓÐAR Þorrahollt Þorramaturinn er í mörgum tilvikum alveg meinhollur. Morgunblaðið/Ómar Pistill Stefán Einar Stefánsson ses@mbl.is ÞYNGD SKREFAFJÖLDI MATARÆÐI ÆFINGAR 92,9 kg 84,5 kg 84,6 kg Upphaf: Vika 19: Vika 20: 31.692 16.294 13.699 15.121 3 klst. 2 klst. HITAEININGAR Prótein 26,3% Kolvetni 40,2% Fita 33,5% Útivist & ferðalög NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA fyrir mánudaginn 28. janúar. SÉRBLAÐ Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Útivist og ferðalög föstudaginn 1. febrúar Meira fyrir lesendur

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.