Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2019, Page 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2019, Page 15
Hilmar Snær á fleygi- ferð í sviginu á ÓL í Pyeongchang árið 2018. AFP Foreldrar hans, Hrönn Harðardóttir og Jón Örvar Kristinsson, eru bæði læknar og Hilmar Snær útilokar ekki að feta í fótspor þeirra. „Það kemur alveg til greina, eins verkfræði. Mér finnst hún líka spennandi,“ segir Hilmar Snær og af óræðum svipnum að dæma mun mér ekki takast að veiða þetta upp úr honum hér og nú. Hann hefur ekki gert upp hug sinn. Hilmar Snær er að ljúka stúdentsprófi eftir þriggja ára nám og talið berst að því nýja fyr- irkomulagi. „Það eru skiptar skoðanir um þessa breytingu í mínum félagahópi; að stytta framhaldsskólann úr fjórum árum í þrjú,“ seg- ir hann. „Persónulega hefði ég alveg verið til í eitt ár í viðbót. Bæði upp á námið sjálft og eins félagslífið sem er frábært í Verzló.“ Ekki búinn að toppa Hilmar Snær leyfir sér ekki að horfa langt fram í tímann þegar kemur að keppni á skíð- um. „Auðvitað langar mig að halda áfram, alla vega meðan ég er að bæta mig og áhuginn er fyrir hendi. Ég veit að ég er ekki búinn að toppa í þessu sporti. Það er hins vegar svo margt sem spilar inn í dæmið, svo sem hvaða nám ég mun fara í og æfingaaðstaðan. Til að taka sem mestum framförum þarf ég að geta æft og keppt reglulega erlendis. Þess vegna verð ég eiginlega að taka stöðuna á hverju hausti. Sjá hvar ég stend.“ Næstu Ólympíuleikar verða í Peking eftir þrjú ár og Hilmar Snær segir alltof snemmt að segja til um hvort hann verði þar meðal kepp- enda. „Í ljósi þess sem ég sagði hér áðan þá er ég ekki tilbúinn að svara því nærri því strax. En verði ég ennþá á fullu í skíðunum yrði gam- an að vera með. Það er ekki nokkur spurning. Ólympíuleikarnir eru æðsta markmið flestra íþróttamanna.“ 3.2. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 „Árangurinn var frábær. Hann var bara hársbreidd frá því að standa á verðlaunapalli,“ segir Þórður Georg Hjörleifsson, þjálfari Hilmars Snæs hjá Skíðadeild Víkings, spurður um frammistöðuna á HM í Slóveníu. „Eigi ég að vera alveg hreinskilinn þá bjóst ég við topp fimm hjá honum í sviginu; hann hefur verið í þannig formi. Þessi árangur staðfestir að hann er í hópi bestu svigmanna í heiminum í sínum keppnisflokki. Stórsvigið liggur ekki alveg eins vel fyrir honum en hann hefur samt verið að bæta sig þar og vantar ekki mikið upp á að komast í hóp þeirra tíu til fimmtán bestu.“ Spurður hvort Hilmar Snær hafi burði til að verða ennþá betri er Þórður ekki seinn til svars.„Já, svo sannarlega. Hann hefur metn- aðinn og viljann til að ná lengra og fara alla leið, ef því er að skipta.“ Að sögn Þórðar er mikilvægt að Hilmar Snær hafi tök á að æfa og keppa erlendis. „Þó aðstaðan sé ágæt hér heima þá er hún ennþá betri víða erlendis og þess vegna er nauðsynlegt fyrir hann að fara reglulega utan til að æfa og reyna sig við þá bestu. Í því sambandi má ég til með að nefna stuðning Íþróttasambands fatlaðra sem hef- ur hjálpað honum að komast upp á þetta háa plan.“ Spurður um framhaldið þá segir Þórður mikilvægt fyrir Hilmar Snæ að keppa á sem flestum mótum erlendis til að taka sem mestum framförum. „Ég veit að árangurinn í vetur hefur kveikt hressilega í honum. Hilmar er hins vegar skynsamur strákur og veit að ekkert kemur af sjálfu sér. Þetta er vinna og aftur vinna. Það er langt í næstu Ólympíuleika en að sjálfsögðu stefnum við leynt og ljóst á þá. Hvort af því verður mun tíminn leiða í ljós.“ Talið berst að lokum að karakternum og Hilmar Snær skorar ekki síður hátt í þeim efnum hjá þjálfara sínum. „Hann er topp- karakter með höfuðið skrúfað rétt á sig. Hrikalega flottur strákur. Það sér maður ekki síst á því hvað hann er skipulagður og sinnir náminu vel með öllum þessum æfingum. Hann er líka mjög góður í hóp, jákvæður, hvetjandi og alltaf stutt í spaugið. Hilmari Snæ eru allir vegir færir.“ „Hrikalega flottur strákur“ Þórður Georg Hjörleifsson hefur þjálfað Hilmar Snæ með góðum árangri. Morgunblaðið/Hari

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.