Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2019, Page 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 03.02.2019, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3.2. 2019 HEILSA Útsölustaðir: Öll apótek, heilsuverslanir og heilsuhillur stórmarkaðanna. Herjar vetrarkvefið á Bio-Kult Candéa eykur mótstöðuafl líkamans Inniheldur góðgerla, hvítlauk og greipkjarnaþykkni. Góð og öflug vörn fyrir mótstöðu líkamans 2.100 millilítrar af djús. Hvað er það? Þaðeru t.d. sex flöskur af mismunandi safa/hræringi í fallegri pappakippu frá Gló. Það var allavega leiðin sem ég valdi til að brjóta upp neyslumynstrið. Ekki vegna þess að ein- hver hefði mælt með því, heldur vegna þess að ég hafði rekist á þessa lausn á netinu. Hún er dálítið dýr, en hvað um það. Ég hef ábyggilega spanderað peningum með óábyrgari hætti áður en að kaupa mér sex safaflöskur á 3.900 krónur. Blandaði tengdó í málið En ég bætti um betur og keypti mér þriggja daga skammt af herlegheitunum. Tvo þeirra nýtti ég sjálfur, á þriðjudag og fimmtudag, en þriðja skammtinum skutlaði ég til tengda- móður minnar en hún sýndi þessu uppátæki mínu áhuga og sagðist vilja prófa. Einhverjir myndu fella það undir góðvild í hennar garð en konan mín sagði að þetta væri til marks um hversu hrekkjóttur ég væri. Henni varð ekki meint af og svo nægjusöm er hún að það var langt liðið á kvöld þegar hún áttaði sig á að hún ætti sjöttu flöskuna eftir! Sömu sögu er ekki al- veg að segja af mér sjálfum. Ég mændi á flösk- urnar og eftir því sem leið á daginn þyngdist róðurinn nokkuð. En þessum sex drykkja safa- kúr fylgja leiðbeiningar frá Gló. Í fyrsta lagi er maður hvattur til að byrja daginn á góðum te- bolla eða heitu vatni með sítrónu. Það er ágætis byrjun og raunar nauðsynleg þar sem maður getur ekki vitjað pakkans fyrr en upp úr kl. 10. Ég sótti pakkann (ásamt samstarfsfélaga sem ákvað að taka áskorun þar um) og við vorum sammála um að þessir sex 350 ml safabrúsar virkuðu ekki stórir að sjá, a.m.k. ekki þegar maður leiðir hugann að því að þetta sé eina fæð- an sem maður muni innbyrða þann daginn. En þá er aðeins að bíta í skjaldarrendur og láta ekki hugfallast. Fyrsti drykkurinn er grænn og léttur, frem- ur tilbrigðalítill og honum er gott að sporð- renna strax í kjölfar þess að pakkinn er sóttur. Ef maður skipuleggur daginn vel má miða við að innbyrða safa á tveggja tíma fresti frá 10 að morgni til 20 að kvöldi. Í pakkanum eru tveir hræringar eða „smoothies“ sem hafa að geyma matarmeiri skammta, einkum trefjar. Ég ákvað fyrir mitt leyti að tímasetja þá tvo kl. 12 og 20, annars vegar til að seðja sárasta hungrið í há- deginu (eins og venja er) og svo kl. 20 til að gera kvöldið þægilegra fram að svefni. Safar sem koma á óvart Þegar ég hafði fengið mér hræring kl. 12 skellti ég mér svo í rauðrófusafann kl. 14 og hann kom skemmtilega á óvart. Liturinn afgerandi, bragðið nokkuð sérstakt en eftir fyrsta sopa var þetta ljúffengt í meira lagi. Klukkan 16 var það svo gulrótarsafi sem er afar sætur og góður. Það skýrist af því að út í hann er blandað ananassafa og appelsínusafa. Þegar klukkan sló sex drakk ég svo túrmer- iksafann, sem er sterkur og afgerandi á sína vísu eins og rauðrófusafinn. Í lok dags kvað ég svo upp þann dóm að túrmerikið hefði komið mest á óvart og raunar reynst besti drykkur dagsins. Það var sannarlega gott að komast svo í seinni hræringinn klukkan 20 en það verður að viðurkennast að ég var nokkuð orkulaus upp úr kl. 16 og fram að svefni. Það bætti svo ekki úr skák að ég mætti á lyftingaæfingu hjá Ívari um miðjan dag og gengur það þvert á ráðleggingar Gló um að taka það rólega dagana sem maður „djúsar“. Minna mál en ég óttaðist Allt fór þetta hins vegar vel og reyndist minna mál en ég óttaðist. Svengd er alls ekki versta tilfinning í heimi og það er ágætt að kynnast henni aðeins oftar en maður gerir alla jafna í allsnægtasamfélagi. Það er einnig ágætis lexía að það er hægt að draga úr svengd eða komast hjá henni með hollari hætti en þeim að belgja sig út af brauði eða kexi. Það má t.d. gera með góðum tebolla, kaffibolla eða stóru glasi af ís- köldu vatni. Í því efni sem ég hef lesið um „djúsföstur“, sem vara gjarnan frá einum degi og upp í þrjá til fimm daga, segir að með þeim sé tækifæri til að afeitra líkamann. Ekki get ég vitnað um hvort ég hafi verið „minna“ eitraður í lok þess- ara daga í vikunni en það var sannarlega létt á kerfinu og kannski er ágætt að gefa meltingar- veginum frí öðru hvoru – ekki síst þegar maður er vanur að borða vel og oft dálítið þungan mat. Ég mæli með því að taka safadaga af þessu tagi, þótt ekki væri til annars en að reyna með óvanalegum hætti á staðfestuna. Þetta er kannski önnur birtingarmynd þeirrar áráttu að hlamma sér ofan í kalda potta hvar sem maður kemur að þeim. Ekki eins erfitt og það sýnist Dagurinn er oftast rammaður inn af föstum venjum. Þær sem hvað mest áhrif hafa á okkur eru matmálstímarnir, morgun-, hádegis- og kvöld- verður. Oft er svo snakk á milli. Núna í vikunni tók ég tvo daga út og neytti bara fljótandi fæðu. Innihald flasknanna sex virkar ekki mjög seðjandi ásýndar en bragð- gott er það og meinhollt. Það gengur heilsubylgja yfir land- ið og hefur gert um nokkurt skeið. Við sjáum það á líkams- ræktarstöðvunum, bókunum sem skrifaðar eru um ketó, grænmetisfæði og lágkolvetna- lífsstíl og ýmsu fleiru. Og það veitir svosem ekki af; þjóðin fitn- ar þrátt fyrir þetta og alltof margir bíta úr nálinni með lífs- stílstengdum sjúkdómum á borð við sykursýki. Mörg ónýt hné tengjast því að fólk er of þungt. Margt af því sem fjallað er um grípur mann ekki sérstaklega eins og gengur og gerist og ekki kemst maður yfir að lesa allt sem gefið er út um heilsu og hreyf- ingu. En það á sannarlega ekki við um nýja þætti sem Síminn hefur tekið til sýningar sem nefn- ast Lifum lengur. Þar eru á ferð- inni átta þættir sem sjónvarps- konan Helga Arnardóttir hefur framleitt. Þar er fjallað um mik- ilvæga heilsutengda þætti á borð við heilsu, næringu, hreyfingu og svo andlega heilsu. Í kynningu á þáttunum er sagt að þeir séu á mannamáli og það er satt. Í þáttunum ræðir Helga við sérfræðinga, bæði íslenska og er- lenda, um ofangreint efni. Í þátt- unum tókst henni t.d. að útskýra fyrir mér með skiljanlegri hætti en áður hvað áunnin sykursýki er – og ég er ekki frá því að ég hafi dregið úr sykuráti síðan. Það er líka skemmtileg til- breytni í íslensku sjónvarpi að hægt sé að nálgast alla þættina átta, og þurfa ekki að bíða í átta vikur eftir því að serían klárist. Síminn er í þessu efni kominn inn á 21. öldina, ólíkt RÚV. Af hverju má ég ekki ráðstafa út- varpsgjaldinu mínu til þeirra sem mæta mínum þörfum og áhugasviðum? ÍSLENSKIR HEILSUÞÆTTIR Gott innlegg Helga hefur framleitt mjög áhuga- verða þætti um heilsu, Lifum lengur. Pistill Stefán Einar Stefánsson ses@mbl.is ÞYNGD SKREFAFJÖLDI MATARÆÐI ÆFINGAR 92,9 kg 84,6 kg 84,1 kg Upphaf: Vika 20: Vika 21: 16.294 13.526 15.121 12.123 2 klst. 2 klst. HITAEININGAR Prótein 35,2% Kolvetni 34,9% Fita 29,9%

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.