Morgunblaðið - 21.02.2019, Side 1

Morgunblaðið - 21.02.2019, Side 1
F I M M T U D A G U R 2 1. F E B R Ú A R 2 0 1 9 Stofnað 1913  44. tölublað  107. árgangur  AÐILD AÐ DÖNSKU KAUPHÖLLINNI SPRENGJU- SÉRFRÆÐ- INGAR ATVINNUBLAÐ MORGUN- BLAÐSINS ÞJÁLFUÐU Í ÍRAK 34 16 SÍÐNA SÉRBLAÐVIÐSKIPTABLAÐ Síðumúla 30 - Reykjavík | Sími 533 3500 Hofsbót 4 - Akureyri | Sími 462 3504 Wizar HÆGINDASTÓLL Fyrir lífsins ljúfu stundir. Verð frá 199.900 Litir: Efni: Leður/tau 360° snúningur | Innbyggður fótaskemill Hallanlegt bak | Stillanlegur höfuðpúði Þær Steinunn Axelsdóttir (t.v.) og Terissa Andrustis voru önnum kafnar í gróðurhúsi Lambhaga, stærsta framleiðanda og seljanda á fersku salati hér á landi, þegar ljósmyndari Morgunblaðsins leit þar inn í gær. Hafberg Þórisson, garð- yrkjumaður og stofnandi Lambhaga, segir fyrirtækið munu taka í notkun sambærilegt gróðurhús í Mosfellsdal í haust. Morgunblaðið/Árni Sæberg Ferskt salat svo langt sem augað eygir Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Icelandair Group hefur sent flugvéla- framleiðendunum Boeing og Airbus erindi þar sem kallað er eftir form- legum viðræðum um möguleg kaup félagsins á nýjum þotum sem ætlað er að bætast við flota þess á komandi árum. Miða viðræðurnar samkvæmt heimildum ViðskiptaMoggans að því að fá úr því skorið með hvaða hætti stórum hluta núverandi flota félags- ins, þ.e. hinum svokölluðu 757-vélum frá Boeing, verður lagt og nýrri og sparneytnari vélar teknar í notkun í stað þeirra. Á komandi vikum tekur Icelandair í notkun sex nýjar Boeing 737 MAX- vélar, en þær eru í hópi þeirra 16 véla þeirrar tegundar sem félagið tekur við á árabilinu 2018-2021. Þótt stjórn- endur Icelandair muni vera mjög ánægðir með reynsluna af MAX-vél- unum frá Boeing er ljóst að þær henta ekki til notkunar á alla áfanga- staði félagsins, þ.e. þá sem lengst þarf að sækja á. Enn sem komið er hefur Boeing ekki boðið upp á vélar sem leyst geta 757-vélarnar fyllilega af hólmi en framleiðslu þeirra var hætt árið 2004. Gert er ráð fyrir að Boeing muni koma með slíka vél á markað ár- ið 2025. Heimildir ViðskiptaMoggans herma að Icelandair vinni eftir þrem- ur sviðsmyndum sem bæði geri ráð fyrir blönduðum flota Airbus- og Bo- eing-véla en að einnig komi til greina að aðeins verði skipt við annan hvorn framleiðandann. Icelandair hefur átt áratugalangt samstarf við Boeing en þegar samningar um fyrrnefndar 737 MAX-vélar voru undirritaðir kom einnig til greina að ganga til samn- inga við Airbus. Draga Boeing og Airbus að borðinu  Icelandair Group stígur næstu skref í flotamálum sínum MViðskiptaMogginn Líklegt er að kjaraviðræðum VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnu- lífsins verði slitið í dag. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Efl- ingar, segir í samtali við Morgun- blaðið að viðræðuslit séu rökrétt niðurstaða af þeirri stöðu sem við- ræðurnar séu komnar í. ASÍ og BSRB sendu í gær frá sér yfirlýsingar vegna skattatillagna ríkisstjórnarinnar, en bæði félög segja tillögurnar ganga of skammt til að duga þeim lægst launuðu. »4 Viðræðum slitið í dag? Sólveig Anna Jónsdóttir  Tillögur duga ekki  Háskólamenntuðum einstakling- um í aðildarfélögum BHM sem leita eftir þjónustu VIRK starfsendur- hæfingarsjóðs hefur fjölgað stór- lega á seinustu árum. Eru geðræn vandamál algengasta ástæðan en stoðkerfisvandamál eru einnig al- geng. „70 prósent þeirra sem eru í þjónustu VIRK eru konur,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, for- maður BHM, við Morgunblaðið. »4 Háskólamenn fjöl- mennir hjá VIRK  „Krakkarnir fara út fyrir þæg- indarammann og fá tækifæri til þess að reyna á það sem þeir hafa lært og fengið þjálfun í að gera,“ segir Kristinn Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Bandalags íslenskra skáta, en hópur ungra skáta er nú á Hellisheiði þar sem þeir láta reyna á getu sína í vetraraðstæðum. »26 Ungir skátar takast á við vetrarríkið

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.