Morgunblaðið - 21.02.2019, Page 6

Morgunblaðið - 21.02.2019, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019 UpplifðuParís sp ör eh f. Sumar 1 Hin dásamlega Parísarborg er aldrei meira heillandi en einmitt á vorin. Við munum sjá það helsta sem borgin hefur upp á að bjóða og fræðast um staðhætti og sögu. Louvre safnið, Champs-Elysées verslunargatan, Concorde torgið, Notre Dame, Montmartre og Sacre Cæur eru bara nokkrir af þeim fjöldamörgu stöðum sem við sjáum. 15. - 19. maí Fararstjóri: Laufey Helgadóttir Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 Reykjavík Verð: 169.400 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! miklar áhyggjur af öryggi ferða- manna, ekki síst á þjóðvegunum. „Það þarf að tvöfalda vegi, aðskilja akstursstefnur og laga einbreiðar brýr en að sama skapi þarf að efla fræðslu og forvarnir enn frekar.“ Sigurjón sagði að Sjóvá ynni náið með viðskiptavinum sínum í ferða- þjónustu, bæði bílaleigum og fyrir- tækjum sem gerðu út stærri hóp- ferðabíla að því að auka öryggi. „Við erum með sérstakan ferða- þjónustuhóp innan félagsins sem sérhæfir sig í þjónustu og forvarna- starfi með ferðaþjónustufyrir- tækjum. Til dæmis vorum við með fund í síðustu viku með um fimmtíu atvinnubílstjórum hópferðabifreiða þar sem haldnir voru þrír fyrir- lestrar og rætt um öryggismál,“ sagði Sigurjón. Fyrir fundinn gerði Sjóvá könnun á meðal hópferðabílstjóra um ým- islegt sem laut að öryggismálum. Niðurstaðan sýndi að flest rútufyr- irtækin leggja áherslu á að tryggja öryggi farþega sinna. Nánast allir bílstjórarnir, eða 95% af 182 bíl- stjórum sem svöruðu könnuninni, kváðust upplýsa farþega sína um bílbeltaskyldu áður en lagt væri af stað. Að sögn bílstjóranna er bílbeltanotkun í rútum orðin mjög algeng og notar mikill meiri hluti farþeganna beltin. „Það er því verið að gera margt vel og mikill vilji hjá þeim sem koma að þessum málum að vinna saman að því að auka ör- yggi á vegum landsins,“ sagði Sigur- jón. sagði Jónas. „Ef rútubílstjórar eða leiðsögumenn vilja hafa allt á hreinu þá þurfa þeir nú að leita upplýsinga á 4-5 stöðum á netinu. Við höfum þegar stigið fyrsta skrefið til þess að þessar upplýsingar verði allar að- gengilegar á Safetravel.is með því að setja upp kort um veður, færð og aðstæður á ferðamannastöðum.“ Styðja slysavarnastarfið Sigurjón Andrésson, forstöðu- maður markaðsmála og forvarna hjá Sjóvá, sagði að tryggingafélagið hefði styrkt Slysavarnafélagið Landsbjörg allt frá stofnun. „Við er- um aðalstyrktaraðili Slysavarna- félagsins Landsbjargar og vinnum forvarnarstarf á mörgum víg- stöðvum með þeim. Meðal annars höfum við stutt Hálendisvaktina og staðið með þeim í að byggja upp vef- inn Safetravel.is. Það verður áfram samstarf okkar í milli um öryggi ferðafólks og heimamanna á Ís- landi.“ Sigurjón sagði að Sjóvá hefði Guðni Einarsson gudni@mbl.is „Við erum langöflugasti miðillinn sem miðlar upplýsingum um veður og færð til erlendra ferðamanna á landinu í dag,“ sagði Jónas Guð- mundsson, hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg (SL), um vefinn Safe- travel.is. Þar er miðlað viðvörunum og upplýsingum um ástand á vinsæl- um viðkomustöðum til ferðamanna á íslensku, ensku, frönsku, þýsku og kínversku. Einnig getur fólk lagt þar inn áætlanir um ferðir sínar. „Stærsti dagurinn til þessa var þegar um 29.000 einstakir notendur komu á síðuna. Við fáum stundum hundruð fyrirspurna á dag um færð frá fólki sem kemur að lokunum eða vill fá nánari upplýsingar. Þeim er svarað í gegnum netspjall sem er öllum opið.“ Jónas nefndi að þegar Hellisheiði, Þrengsli, Lyngdalsheiði og fleiri vegir á Suðurlandi lokuðust fyrr í vetur hafi netspjall Safetravel- .is bókstaflega logað. Ferðamenn sem komust ekki í náttstað eða ann- að spurðu hvað þeir ættu að gera og var leiðbeint eftir megni. Safetravel.is notar einnig sam- félagsmiðla til að miðla upplýs- ingum. Í fyrra var t.d. sett viðvörun vegna aðsteðjandi óveðurs á Face- book. Á innan við sólarhring höfðu meira en 400.000 manns skoðað færsluna. Jónas sagði að samkvæmt könnun sem gerð var á meðal er- lendra ferðamanna á Íslandi væri Safetravel.is þekktasta íslenska upplýsingasíðan um veður og færð. Slysavarnafélagið Landsbjörg (SL) setti slysavarnaverkefnið Safe- travel.is af stað árið 2010. Verkefnið hefur notið stuðnings ferðamála- ráðuneytisins, Ferðamálastofu, fyr- irtækja innan Samtaka ferðaþjón- ustunnar, Vegagerðarinnar, Vatna- jökulsþjóðgarðs, Umhverfis- stofnunar, Ferðafélags Íslands, Sjóvár og fleiri. Auk þess að birta upplýsingar á veraldarvefnum er Safetravel.is með 100 sjónvarpsskjái á viðkomustöðum ferðamanna um allt land þar sem birtast upplýsingar um veður og færð frá Vegagerðinni og Veðurstofunni auk viðvarana vegna veðurs, lokana eða annars. Jónas sagði að sammælst hefði verið um það hér á landi að benda erlendum ferðamönnum á að nota Safetravel-síðuna til að leita sér upplýsinga. „Við höfum rætt við Sjóvá um hvort þeir vilji koma með okkur í að þróa síðuna enn lengra,“ Safetravel.is Upplýsingar Þríhyrningarnir á korti Safetravel.is tákna að hægt er að fá nánari upplýsingar um aðstæður og veður með því að smella á táknin. Stuðlað að auknu öryggi ferðamanna  Vilja efla Safetravel.is  Sjóvá með ferðaþjónustuhóp Jónas Guðmundsson Sigurjón Andrésson Þrennt liggur enn slasað á Land- spítalanum eftir alvarlegt umferð- arslys á Suðurlandsvegi austan við Hjörleifshöfða á fimmtudag í síð- ustu viku. Í slysinu rákust saman tvær fólksbifreiðar með erlendum ferðamönnum og hefur lögreglan nú tekið skýrslu af ökumönnum. Oddur Árnason, yfirlögreglu- þjónn á Suðurlandi, segir ökumenn- ina hafa slasast minna en farþega. Einn hinna þriggja sem enn eru á sjúkrahúsi var þó ökumaður annars bílsins. Oddur segir málið enn vera í rannsókn og hafa meðal annars vitni verið kölluð til skýrslutöku. Áreksturinn var harður og bend- ir allt til þess að annar bíllinn hafi snúist í hálku, farið yfir á öfugan vegarhelming og í kjölfarið lent framan á hinum bílnum sem kom úr gagnstæðri átt. Björgunarmenn þurftu að beita klippum við að koma fólkinu út úr bílflökunum og voru hinir slösuðu fluttir með þyrlu Landhelgisgæslu Íslands á sjúkrahús. Ekkert bendir til ölvunar- eða glæfraaksturs. Búið að yfirheyra báða ökumenn  Þrennt liggur slasað á Landspít- ala eftir árekstur Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Slysstaður Þrennt var flutt með þyrlu á sjúkrahús eftir slysið. Magnús Heimir Jónasson Stefán Gunnar Sveinsson Fjölskylda og vinir Jóns Þrastar Jónssonar, sem hvarf sporlaust í Dublin fyrir 12 dögum, hafa fengið aðstoð frá heimamönnum við leit að Jóni. Skipulögð leit hefur staðið yfir síðustu daga og stendur til að stækka leitina um helgina. „Um helgina lítur út fyrir að við fáum mikinn fjölda heimamanna til að aðstoða við okkur við skipu- lagða leit. Þannig að það er allt á fullu við að skipuleggja ennþá stærri leit um helgina. Það eru heimamenn að aðstoða okkur núna með því að keyra okkur á milli leitarsvæða og annað óumbeðnir. Þannig að það eru margir Írar búnir að bjóða fram aðstoð og það er von á fjölmenni um helgina að leita. Ég vona að það gangi eftir,“ segir Davíð Karl Wiium, bróðir Jóns, í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að leitin hafi hingað til gengið vel þó að hún hafi engan árangur borið enn. „Við erum eiginlega bara að klára leitar- svæðin sem eru skipulögð og erum ennþá að leita og hengja upp spjöld. Það er að bætast í hópinn hjá okkur.“ Davíð segir einnig að eitthvað af ábendingum hafi borist sem alltaf taki tíma að vinna úr. Spurður um samskipti sín við utanríkisþjónustuna hérlendis í tengslum við hvarf bróður síns segir Davíð þau hafa verið lítil fyrstu tíu dagana sem bróðir hans hafi verið týndur. „Ég veit að við náðum loksins í gegn hjá utan- ríkisþjónustunni fyrir nokkrum dögum. Þau lofuðu að vinna í mál- inu og utanríkisþjónustan og konsúllinn hér í Dublin settu sig í samband við lögregluna,“ segir Davíð, en bætir við að fjölskyldan hafi þurft að standa að nær öllu varðandi leitina upp á eigin spýtur. Davíð segist vera að vissu leyti ósáttur við vinnubrögðin hjá utan- ríkisþjónustunni og að fjölskyld- unni finnist skrítið að svo virðist sem engir verkferlar séu til staðar um hvernig eigi að bregðast við þegar íslenskir ríkisborgarar týn- ist í útlöndum. „Ég vona hins veg- ar að þetta muni horfa til betri vegar á næstu dögum,“ segir Davíð Karl að lokum. Írar aðstoða við leit að Jóni Þresti  Tólf dagar síðan Jón Þröstur Jónsson hvarf  13 Íslendingar sjá um skipulagða leit í Dublin  Heimamenn skutla Íslendingum óumbeðnir milli leitarsvæða  Stefna á fjölmenna leit um helgina Horfinn Jón Þröstur Jónsson hvarf sporlaust í Dublin og er hans nú ákaft leitað. Er m.a. víða búið að hengja upp myndir af honum í borginni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.