Morgunblaðið - 21.02.2019, Qupperneq 30
Sitthvað hefur verið ritað um
störf Ásgeirs Ásgeirssonar. Ævi-
saga hans kom út árið 1992,
skráð af Gylfa Gröndal og bókin
Fyrstu forsetarnir - Embætti
þjóðhöfðingja Íslands á 20. öld -
sem núverandi forseti Guðni Th.
Jóhannesson skráði kom út
2016. Einnig æviágrip í langri
grein eftir Guðmund G. Hagalín
sem kom í Andvara árið 1973.
Fleira mætti tiltaka en tímbært
er að varpað sé á ný ljósi á ævi
og störf Ásgeirs, segir Tryggvi
Pálsson. Þannig sé ný bók sín
fyrst og síðast byggð á rituðum
heimildum og svo sínum eigin
minningum. Margt frá ferli Ás-
geirs sem vert sé að rannsaka og
skrifa um bíði sagnfræðinga
framtíðarinnar. Vert sé til dæmis
að kanna stjórnmálaferil Ásgeirs
til hlítar, skrifa um og rannsaka.
Hafa beri í huga að aðgengi að
ýmsum samtímaheimildum sé
mun betra en áður, og muni þar
mjög um vefinn timarit.is
Sagnfræð-
ingar kanni
feril og störf
MARGT RITAÐ UM ÁSGEIR
30 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019
Fagleg og persónuleg húsfélagaþjónusta
Eignarekstur leggur áherslu á að einfalda
og hagræða málin fyrir húsfélög
Traust - Samstaða - Hagkvæmni
eignarekstur@eignarekstur.is • www.eignarekstur.is • Sími 566 5005
Ráðgjöf
Veitum faglega ráðgjöf
til húsfélaga
Bókhald
Höfum umsjón með
bókhaldi fyrir húsfélög
Þjónusta
Veitum persónulega þjónustu
sem er sérsniðin að hverju
og einu húsfélagi
SVIÐSLJÓS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Ásgeir forseti á stað í hjarta og
vitund þeirra sem kynntust honum
en eðlilega fer því fólki fækkandi.
Hann er á hinn bóginn fjarlægur
yngra fólki sem er miður því hann
er góð fyrirmynd í samfélagi sam-
tímans. Mér finnst nauðsynlegt að
viðhalda þessari sögu og arfleifð
móðurafa míns,“ segir Tryggvi
Pálsson hagfræðingur.
Afrek á langri starfsævi
Út kom á dögunum Ásgeir Ás-
geirsson – Maðurinn og meist-
arinn. Þar segir Tryggvi frá ævi og
störfum Ásgeirs (1894-1972) sem
var guðfræðingur að mennt og var
svo um sína daga biskupsritari, al-
þingismaður, forsætisráðherra,
fræðslumálastjóri, bankastjóri og
annar forseti íslenska lýðveldisins.
Þá starfaði Ásgeir í frímúrararegl-
unni og gekk í stúkuna Eddu árið
1920. Á löngum ferli innan regl-
unnar gegndi Ásgeir þar ábyrgðar-
stöðum og varð stórmeistari henn-
ar árið 1961 til dánardægurs. Á
þessu ári er liðin öld frá því fyrsta
frímúrarastúkan á Íslandi var
stofnuð og er þess minnst meðal
annars með upprifjun á ævi og
störfum stórmeistara.
„Sem barnabarn Ásgeirs þekkti
ég hann náið og vissi sitthvað um
afrek hans á langri starfsævi. Mér
var fullljóst hversu góður og gegn-
heill hann var,“ segir Tryggvi sem
hóf fyrir um tveimur árum að safna
efni til bókarinnar góðu. Á fundi í
stúkunni Snorra á dögunum flutti
hann erindi um Ásgeir. Bókin
góða, sem erindið byggðist á, kem-
ur svo væntanlega út innan tíðar í
rafænni útgáfu hjá Forlaginu.
Stóð gegn flokkshlýðni
Ásgeir fæddist 13. maí 1894 að
Kóranesi á Mýrum þar sem faðir
hans rak verslun. Þegar Ásgeir var
sjö ára flutti fjölskyldan til Reykja-
víkur og inntökupróf í Mennta-
skólann í Reykjavík þreytti Ásgeir
aðeins 12 ára gamall. Stúdentsprófi
lauk Ásgeir vorið 1912, 18 ára gam-
all, og hóf þá nám í guðfræðideild
HÍ. Eftir það gerðist hann um hríð
biskupsritari hjá tengdaföður sín-
um, Þórhalli Bjarnarsyni, biskup.
Fór svo utan til framhaldsnáms og
bast þá Svíþjóð og sænskri menn-
ingu sterkum böndum. Kynnti sér
guðfræðideildir og lýðháskóla, að-
hylltist þar frjálslynda stefnu og
átti sú afstaða hans eftir að breyta
ýmsu í kristinfræðslu á Íslandi.
Ásgeir var kjörinn á Alþingi fyr-
ir Vestur-Ísafjarðarsýslu árið 1923
fyrir Framsóknarflokkinn. Hann
var seinna utan flokka og svo þing-
maður Alþýðuflokks 1937 til 1952.
Forseti sameinaðs Alþingis á Al-
þingishátíðinni 1930 og vakti fram-
ganga hans þar virðingu og traust.
Forsætisráðherra í kreppu
„Vegna traustrar stöðu sinnar í
einmenningskjördæmi, stöðu sem
byggðist umfram allt á persónu-
fylgi hans, gat Ásgeir verið sinn
eigin herra í stjórnmálum. Hann
stóð gegn öllum ismum og blindri
flokkshlýðni,“ segir Tryggvi. Ás-
geir var forsætisráðherra 1932 til
1934, það er í miðri heimskrepp-
unni. Var jafnframt eindreginn
stuðningsmaður vestrænnar sam-
vinnu. Af öðru sem Ásgeir lét sér-
staklega til sín taka í stjórnmálum
voru utanríkis- og landhelgismál,
ríkisfjármál, bankamál, kjördæma-
skipan, fræðslu- og skólamál sem
og menning og kirkja.
„Það er athyglisvert að haftatím-
inn í efnahagsmálum Íslands hófst
fyrir alvöru þegar Ásgeir hætti
sem forsætisráðherra og stóð yfir
fram að viðreisnarstjórninni sem
hann átti sinn þátt í að mynda sem
forseti,“ segir Tryggvi sem er hug-
stæð sú varfærni sem Ásgeir sýndi
í lausn viðfangsefna.
„Sjálfur hef ég oft leitt hugann
að því hversu mikil slagsíða er í op-
inberri umræðu og söguritun.
Þeirra sem eru friðarins menn,
leysa málin bak við tjöldin og bera
klæði á vopnin er síður getið en
þeirra sem berjast með sverðum
og háreysti á opinberum vett-
vangi.“
Nýtti daginn vel
Ásgeir Ásgeirsson var forseti Ís-
lands frá 1952-1968 eða í alls sex-
tán ár. Um forsetakosningarnar
1952 hefur oft verið fjallað og þeim
gjarnan lýst sem ósigri flokksræð-
isins. Eigi að síður var Ásgeir í
embættistíð sinni áhrifamikill í
pólitískum efnum. Beitti sér gegn
því að sósíalistar fengju að halda
um stjórnartaumana, vann greinar-
gerðir um nauðsyn efnahags-
aðgerða og kom því loks til leiðar
að viðreisnarstjórnin var mynduð.
Sú stjórn sat í þrjú heil kjörtímabil
eða frá 1959-1971.
Um frímúrarastarf skal haldið til
haga því sem fram kom í erindi
Tryggva Pálssonar að á skildi Ás-
geirs sem stórmeistari voru kjör-
orðin Carpe diem. „Í daglegu tali
er mörgum tamt að túlka spakmæl-
ið sem „njóttu dagsins“. Sú létt-
væga túlkun er hins vegar lítt í ætt
við þá siði sem Ásgeir hafði tamið
sér, að nýta daginn og fresta ekki
til morguns því sem gera þurfti.
Hann var sífellt að,“ segir Tryggvi.
Hamingjumaður
Sem barn og unglingur var
Tryggvi mikið á Bessastöðum hjá
afa sínum og ömmu, Ásgeiri og
Dóru Þórhallsdóttur. Sama máli
gegndi um hin barnabörnin.
„Að fara suður á Bessastaði héð-
an úr bænum var talsvert meira
ferðalag en það er nú. Við tókum
því gjarnan strætó að Álftanes-
afleggjaranum og vorum sótt það-
an frá Bessastöðum og vorum þar
oft helgarlangt, í sérstakri veröld.
Þarna var stórt kúa- og alifuglabú,
æðarvarp, tínd voru kríu- og hettu-
máfsegg, róið á Bessastaðatjörn og
svo mætti áfram telja. Afi var
sveitamaður í eðli sínu jafnframt
því að vera heimsborgari þegar svo
bar við. Og almennt get ég sagt að
afi Ásgeir hafði jákvæða afstöðu til
lífsins og mannlegra samskipta og
tók ákvarðanir út frá þeirri sýn.
Var fyrir vikið sannkallaður ham-
ingjumaður,“ segir Tryggvi.
Sveitamaður og heimsborgari
Ævisaga Ásgeirs Ásgeirssonar forseta Tryggvi Pálsson skrifar um móðurafa sinn Fyrirmynd
gegn flokkshlýðni Var forsætisráðherra, fræðslumálastjóri og stórmeistari frímúrareglunnar
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Höfundurinn „Ásgeir hafði jákvæða afstöðu til lífsins og var sannkallaður hamingjumaður,“ segir Tryggvi Pálsson.
Forsetahjónin Ásgeir og Dóra Þór-
hallsdóttir við dyr Hótel Borgar.
Bókamaður Ásgeir hér í bókhlöðu
Bessastaða sem hann lét reisa.