Morgunblaðið - 21.02.2019, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 21.02.2019, Blaðsíða 38
38 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019 BAKSVIÐ Ágúst Ásgeirsson agas@mbl.is Tóbaksframleiðendurnir Philip Morris og British American Tobacco hafa stofnað til samstarfs dóttur- fyrirtækja sinna sem sinna vísinda- rannsóknum við tvö af keppnisliðum Formúlu 1, Ferrari og McLaren, en rúmur áratugur er frá því tóbaks- auglýsingar voru upprættar í For- múlunni. Bandaríska risafyrirtækið Philip Morris International (PMI) hóf sam- starf við Ferrari í fyrrahaust, en löngum prýddi merki Marlboro- vindlinganna keppnisbíla ítalska liðs- ins. PMI samdi á ný við Ferrari í október síðastliðnum og merkti bíla liðsins með auglýsingunum „Mission Winnow“ og táknmerki sem skír- skotar til hvítrauðra þríhyrninga gömlu Marlboro pakkanna. „Markmiðið með Mission Winnow er að skýra á ljóslifandi hátt helgun okkar til viðvarandi þróunarstarf- semi. Þetta frumkvæði beinir kast- ljósinu að hinu nýja Philip Morris og samstarfsaðilum og skuldbindingum okkar og almennri löngun til að þróa það besta,“ útskýrir samskiptastjóri tóbaksrisans, Tommaso di Giovanni. Ferrari reið á vaðið Frá því í japanska Formúlu 1 kappakstrinum í Suzuka í Japan í október í fyrra hafa bílar Ferrari, hjálmar ökumanna og klæðnaður skartað þriggja hvítra örva tákn- merki Mission Winnow. Yfirvald formúlunnar, Alþjóða akstursíþróttasambandið (FIA), hefur frá 2006 lagst hart gegn hvers konar auglýsingum eða styrkveitingum frá vindlinga- og tóbaksfyrirtækjum. Vegna mikilla erfiðleika keppnisliða við að afla styrktarfjár til að halda bílum til keppni og ná endum saman í bók- um sínum gefur augaleið að tekjur af auglýsingum stórra tóbaksfyr- irtækja freista. Bílar McLaren munu bera auglýs- ingarnar „A Better Tomorrow“, vís- indarannsóknarfyrirtækis í eigu British American Tobacco (BAT) sem fæst við þróun rafretta sem ekki er eins mikill ágreiningur um. BAT segist ætla að rannsaka gaumgæfi- lega reglur einstakra ríkja um tóbaksauglýsingar. „Við eigum enn eftir að ákveða hvaða vörumerkjum við ýtum fram í hvaða löndum, en vitaskuld munum við virða reglu- verkið hvert á sínum stað,“ segir talsmaður breska tóbaksrisans. Marlboro-mennirnir Vaxandi andstaða er við samstarf þetta milli fyrirtækja í Formúlunni og tóbaksfyrirtækjanna. Lagst er gegn því að slaka á reglum um aug- lýsingabannið og fer spennan í þeim þrætum stigvaxandi. Spurt er hvort Formúluliðin séu að notfæra sér smugur í regluverkinu til að ná í fé til örlátra tóbaksfyrirtækja. Kings- ley Wheaton, markaðsstjóri BAT, segir að samningurinn við McLaren einblíni á „hættuminni vörur“, ekki tóbak. Einblínt sé með honum á „breytingaferli“ og það markmið BAT að „bjóða neytendum tóbaks og nikótíns um heim allan betri morgundag“. Wheaton segir sam- starfið við McLaren munu sveifla áherslunni til rafretta fyrirtækisins, svo sem Vype og Vuse. BAT hefur ekki átt aðild að Formúlu 1 frá 2006. Fyrirtækið kom þar til skjalanna 1999 sem aðal-styrktarfyrirtæki liðs- ins British American Racing. En er þrengt var að möguleikum Form- úluliðanna til að auglýsa tóbaksvörur datt botninn úr þátttöku BAT. Sagði tóbaksrisinn skilið við íþróttina með öllu í aðdraganda keppnistíðarinnar 2007. Framkvæmdaraðilar Ástralíu- kappakstursins í Melbourne segjast áhyggjufullir vegna málsins. Merk- ingar Philip Morris á bílum Ferrari og samfestingum ökumanna liðsins í japanska kappakstrinum hafi verið í trássi við ástralskar reglur er sjón- varpað var frá mótinu. „Mótshald- arar (AGPC) í Ástralíu hafa átt í stöðugum upplýsingaskiptum í þessu mikilvæga máli við alla sem hlut eiga að máli. AGPC mun leggja sig fram um að mót sem við stöndum fyrir uppfylli kröfur ríkisvaldsins,“ sagði talsmaður mótshaldara í Melbourne við AFP-fréttstofuna í vikubyrjun. Framangreindur Di Giovanni þótt- ist hins vegar vita betur og segir að Philip Morris hafi engin lög né reglur brotið. „Merkingarnar á klæðnaði og bílum og á netsíðu okkar á verald- arvefnum uppfylla áströlsk lög og reglur og í Viktoríufylki,“ staðhæfði hann. „Sem stendur eigum við í sam- skiptum við mótshaldara til að reyna átta okkur á áhyggjum þeirra,“ bætti hann við. Boltinn í ráðuneytinu Talsmaður AGPC sagði við AFP- fréttastofuna, að boltinn væri hjá heilbrigðis- og félagsmálayfirvöldum Viktoríuríkis, og að ráðuneytið og mótshaldarar í Melbourne væru í sambandið við Ferrari vegna máls- ins, til að komast til botns í því hvort Mission Winnow-merkingin bryti gegn lögum um bann við tóbaks- auglýsingum í Ástralíu. Þessu til viðbótar staðfesti ástr- alska fjölmiðlastofnunin (ACMA) að á þeim bæ væri verið að yfirfara upp- tökur á útsendingum Network Ten og Fox Sports frá japanska kapp- akstrinum í fyrra til Ástralíu með til- liti til auglýsingabannsins. Stendur sú rannsókn enn yfir, að sögn ACMA. Þá hefur framkvæmdastjórn Evr- ópusambandsins (ESB) staðfest að samningar Ferrari og McLaren við tóbaksfyrirtækin séu komin til gaumgæfilegrar skoðunar í höfuð- stöðvunum í Brussel. Talsmaður þess segir málið verða tekið afar gagn- rýnum tökum, jafnvel þótt tóbaks- vörur séu ekki beinlínis auglýstar. Allsherjarbann ríkir við tóbaks- auglýsingum og styrktarsamningum á ESB-svæðinu. Í tilskipun 2003/33/ EC kemur líka fram, að tóbaks- bannið taki einnig til styrktarsamn- inga sem óbeint hafi auglýsingaráhrif í för með sér. Í viðbótarákvæði frá 2014 nær bannið einnig til rafretta og annarra „hættuminni“ vara. Smokra sér inn í Formúlu 1  Tóbaksfyrirtæki hafa verið að smeygja sér inn í raðir keppnisliðanna í Formúlu 1 sem bráðvantar fé til að halda bílum sínum út til keppni  Áratugur frá því að tóbaksauglýsingar voru upprættar AFP Á braut Carlos Sainz á McLaren-bílnum við þróunarakstur í Barcelona í vikunni. Auglýsingin A better tomorrow er á vængjum og búk bílsins. AFP Áberandi Auglýsing Philip Morris, Mission Winnow, er úti um allan bíl Ferrari og á búnaði ökumannanna Sebastians Vettel (nær) og Charles Leclerc.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.