Morgunblaðið - 21.02.2019, Blaðsíða 38
38 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019
BAKSVIÐ
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Tóbaksframleiðendurnir Philip
Morris og British American Tobacco
hafa stofnað til samstarfs dóttur-
fyrirtækja sinna sem sinna vísinda-
rannsóknum við tvö af keppnisliðum
Formúlu 1, Ferrari og McLaren, en
rúmur áratugur er frá því tóbaks-
auglýsingar voru upprættar í For-
múlunni.
Bandaríska risafyrirtækið Philip
Morris International (PMI) hóf sam-
starf við Ferrari í fyrrahaust, en
löngum prýddi merki Marlboro-
vindlinganna keppnisbíla ítalska liðs-
ins. PMI samdi á ný við Ferrari í
október síðastliðnum og merkti bíla
liðsins með auglýsingunum „Mission
Winnow“ og táknmerki sem skír-
skotar til hvítrauðra þríhyrninga
gömlu Marlboro pakkanna.
„Markmiðið með Mission Winnow
er að skýra á ljóslifandi hátt helgun
okkar til viðvarandi þróunarstarf-
semi. Þetta frumkvæði beinir kast-
ljósinu að hinu nýja Philip Morris og
samstarfsaðilum og skuldbindingum
okkar og almennri löngun til að þróa
það besta,“ útskýrir samskiptastjóri
tóbaksrisans, Tommaso di Giovanni.
Ferrari reið á vaðið
Frá því í japanska Formúlu 1
kappakstrinum í Suzuka í Japan í
október í fyrra hafa bílar Ferrari,
hjálmar ökumanna og klæðnaður
skartað þriggja hvítra örva tákn-
merki Mission Winnow.
Yfirvald formúlunnar, Alþjóða
akstursíþróttasambandið (FIA),
hefur frá 2006 lagst hart gegn
hvers konar auglýsingum eða
styrkveitingum frá vindlinga- og
tóbaksfyrirtækjum. Vegna mikilla
erfiðleika keppnisliða við að afla
styrktarfjár til að halda bílum til
keppni og ná endum saman í bók-
um sínum gefur augaleið að tekjur
af auglýsingum stórra tóbaksfyr-
irtækja freista.
Bílar McLaren munu bera auglýs-
ingarnar „A Better Tomorrow“, vís-
indarannsóknarfyrirtækis í eigu
British American Tobacco (BAT)
sem fæst við þróun rafretta sem ekki
er eins mikill ágreiningur um. BAT
segist ætla að rannsaka gaumgæfi-
lega reglur einstakra ríkja um
tóbaksauglýsingar. „Við eigum enn
eftir að ákveða hvaða vörumerkjum
við ýtum fram í hvaða löndum, en
vitaskuld munum við virða reglu-
verkið hvert á sínum stað,“ segir
talsmaður breska tóbaksrisans.
Marlboro-mennirnir
Vaxandi andstaða er við samstarf
þetta milli fyrirtækja í Formúlunni
og tóbaksfyrirtækjanna. Lagst er
gegn því að slaka á reglum um aug-
lýsingabannið og fer spennan í þeim
þrætum stigvaxandi. Spurt er hvort
Formúluliðin séu að notfæra sér
smugur í regluverkinu til að ná í fé
til örlátra tóbaksfyrirtækja. Kings-
ley Wheaton, markaðsstjóri BAT,
segir að samningurinn við McLaren
einblíni á „hættuminni vörur“, ekki
tóbak. Einblínt sé með honum á
„breytingaferli“ og það markmið
BAT að „bjóða neytendum tóbaks og
nikótíns um heim allan betri
morgundag“. Wheaton segir sam-
starfið við McLaren munu sveifla
áherslunni til rafretta fyrirtækisins,
svo sem Vype og Vuse. BAT hefur
ekki átt aðild að Formúlu 1 frá 2006.
Fyrirtækið kom þar til skjalanna
1999 sem aðal-styrktarfyrirtæki liðs-
ins British American Racing. En er
þrengt var að möguleikum Form-
úluliðanna til að auglýsa tóbaksvörur
datt botninn úr þátttöku BAT. Sagði
tóbaksrisinn skilið við íþróttina með
öllu í aðdraganda keppnistíðarinnar
2007.
Framkvæmdaraðilar Ástralíu-
kappakstursins í Melbourne segjast
áhyggjufullir vegna málsins. Merk-
ingar Philip Morris á bílum Ferrari
og samfestingum ökumanna liðsins í
japanska kappakstrinum hafi verið í
trássi við ástralskar reglur er sjón-
varpað var frá mótinu. „Mótshald-
arar (AGPC) í Ástralíu hafa átt í
stöðugum upplýsingaskiptum í
þessu mikilvæga máli við alla sem
hlut eiga að máli. AGPC mun leggja
sig fram um að mót sem við stöndum
fyrir uppfylli kröfur ríkisvaldsins,“
sagði talsmaður mótshaldara í
Melbourne við AFP-fréttstofuna í
vikubyrjun.
Framangreindur Di Giovanni þótt-
ist hins vegar vita betur og segir að
Philip Morris hafi engin lög né reglur
brotið. „Merkingarnar á klæðnaði og
bílum og á netsíðu okkar á verald-
arvefnum uppfylla áströlsk lög og
reglur og í Viktoríufylki,“ staðhæfði
hann. „Sem stendur eigum við í sam-
skiptum við mótshaldara til að reyna
átta okkur á áhyggjum þeirra,“ bætti
hann við.
Boltinn í ráðuneytinu
Talsmaður AGPC sagði við AFP-
fréttastofuna, að boltinn væri hjá
heilbrigðis- og félagsmálayfirvöldum
Viktoríuríkis, og að ráðuneytið og
mótshaldarar í Melbourne væru í
sambandið við Ferrari vegna máls-
ins, til að komast til botns í því hvort
Mission Winnow-merkingin bryti
gegn lögum um bann við tóbaks-
auglýsingum í Ástralíu.
Þessu til viðbótar staðfesti ástr-
alska fjölmiðlastofnunin (ACMA) að
á þeim bæ væri verið að yfirfara upp-
tökur á útsendingum Network Ten
og Fox Sports frá japanska kapp-
akstrinum í fyrra til Ástralíu með til-
liti til auglýsingabannsins. Stendur
sú rannsókn enn yfir, að sögn
ACMA.
Þá hefur framkvæmdastjórn Evr-
ópusambandsins (ESB) staðfest að
samningar Ferrari og McLaren við
tóbaksfyrirtækin séu komin til
gaumgæfilegrar skoðunar í höfuð-
stöðvunum í Brussel. Talsmaður þess
segir málið verða tekið afar gagn-
rýnum tökum, jafnvel þótt tóbaks-
vörur séu ekki beinlínis auglýstar.
Allsherjarbann ríkir við tóbaks-
auglýsingum og styrktarsamningum
á ESB-svæðinu. Í tilskipun 2003/33/
EC kemur líka fram, að tóbaks-
bannið taki einnig til styrktarsamn-
inga sem óbeint hafi auglýsingaráhrif
í för með sér. Í viðbótarákvæði frá
2014 nær bannið einnig til rafretta og
annarra „hættuminni“ vara.
Smokra sér inn í Formúlu 1
Tóbaksfyrirtæki hafa verið að smeygja sér inn í raðir keppnisliðanna í Formúlu 1 sem bráðvantar
fé til að halda bílum sínum út til keppni Áratugur frá því að tóbaksauglýsingar voru upprættar
AFP
Á braut Carlos Sainz á McLaren-bílnum við þróunarakstur í Barcelona
í vikunni. Auglýsingin A better tomorrow er á vængjum og búk bílsins.
AFP
Áberandi Auglýsing Philip Morris, Mission Winnow, er úti um allan bíl Ferrari og á búnaði ökumannanna Sebastians Vettel (nær) og Charles Leclerc.