Morgunblaðið - 21.02.2019, Síða 42

Morgunblaðið - 21.02.2019, Síða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Sagan sýnir að„vitlausir“kjarasamn- ingar eru skaðræði og mest fyrir þá sem á að umbuna. Fáar þjóðir búa yfir jafn mörgum sann- indamerkjum um þetta og okk- ar. En verstu dæmin kunna að vera gleymd. En hverjum á að kenna um „vitlausu“ samning- ana? Það væri ósanngjarnt að skella allri skuldinni á skamm- sýna eða veikburða aðila á vinnumarkaði. Þeir stjórnmála- menn eru til sem telja það afturför að nokkur skil urðu á milli verkalýðs- og stjórnmála- flokka og vilja fella hlutina í forn horf. Stjórnmálaflokkar á vinstri- kantinum kunna að hafa misst áhrif við þau skil, en hagur launþega batnaði. Á áttunda áratugnum var enn náið spil á milli stjórnmála- og kjarabar- áttu sem endaði með ólgu og upplausn og stórskaða fyrir al- menning. Efnahagslega upp- lausnin var sýnu verst. Verð- bólgan fór upp í 130 prósent mælt til þriggja mánaða, en í 80% verðbólgu miðað við heilt ár. Óhöndugt var að stunda fyrirtækjarekstur við þær að- stæður. Eftir 5 ára uppnám í efna- hags- og stjórnmálum var mynduð ríkisstjórn Sjálf- stæðis- og Framsóknarflokks sem greip til aðgerða. Þær voru ekki til vinsælda fallnar en minntu mest á stefnumál sem kynnt voru sem „leiftursókn“ haustið 1979 og tókst að af- flytja. Ofsahraði verðbólgunnar var skelfilegur skaðvaldur. Vorið 1983, eftir þinglausnir, voru mörg bráðabirgðalög sett sem ekki hafði verið þingmeiri- hluti fyrir og var aðeins kropp en ekki kerfisbreytingar. Minnihlutastjórnin var á förum vegna kosninga. Helsta verk- efni nýrrar ríkisstjórnar var að höggva á víxlverkun verðlags og launa. Aðgerð var óhjá- kvæmileg og hlaut að koma mishart niður. Misgengishóp- urinn eða Sigtúnshópurinn lét til sín taka og lengt var í að- gerðunum. Margir kröfðust þess að „al- menningur“ slyppi við afleið- ingarnar. Raunveruleikinn sagði annað. Þótt ekki væri við „almenning að sakast“ þá stóð enginn annar undir höggum leiðréttinganna. Enda var að- gerðin björgunaraðgerð við sama almenning. Hún gerði gagn og menn fengu viðspyrnu gegn tryllingi skrúfugangsins. Kjarasamningar sýnast komnir í öngstræti. En umræð- an um þá hefur valdið tjóni í nærri ár. Það er óvenjulegt. Við gerð síðustu samninga gleymdu aðilar sér í óvenjulega hag- stæðu árferði og var kaup- máttur launa hækkaður að ystu mörkum. Ekki eru dæmi um slíkar hækkanir í neinu nágrannalandi. Þau fyrirtæki eru til sem gátu borið þessar byrð- ar áfram og það jafnvel þótt að- stæður breyttust. En fjarri því öll. Mörg þeirra fækka nú fólki í nauðvörninni. Fyrirtækin höfðu neyðst til að teygja sig mjög langt í krafti tekjutopps sem orðið hafði í þjóðfélaginu. Slíkir toppar hafa flestir lækk- að ört. En það hefur engin áhrif á gildandi kjarasamninga. Misserum saman hefur verið talað af fullkomnu ábyrgðar- leysi um að nauðsynlegt sé að bæta ofan á þær hækkanir. Þeir sem þannig tala hækka ekki kaupmátt síns fólks. Þeim hlýt- ur að vera ljóst að störfum muni fækka hratt og það er spírall sem er ógæfulegt að starta. Önnur afleiðing er stór- aukin verðbólga með hratt vax- andi vöxtum. Ruglingsleg umræða um kjaramál hefur þegar hægt á starfsemi þjóðfélagsins. Og það áður en óábyrgum yfirlýsingum er breytt í gerðir. Samdráttur í sameignlegum tekjum þjóðar- innar er handan við hornið. Helsta viðskiptasvæði hennar, evrusvæðið, er komið í veruleg vandræði. Sama gildir um Kína. Vanhugsaðar efnahagsþving- anir gagnvart Rússlandi ásamt olíuverðslækkun hafa gert langstærsta ríki heims erfitt fyrir. Þótt Bandaríkin ein hafi tekið stórt og gott stökk efna- hagslega síðustu ár heldur það eitt ekki heiminum uppi. Við sjálf höfum mjólkað ótæpilega hinn nýja síldargróða, ferðaiðn- aðinn. Okkur tekst ekki að út- rýma ferðamönnunum, en þeir gætu flutt sig frá þessum gráð- ugu gestgjöfum. Talsmenn verkalýðsfélaga segja að „útspil“ ríkisstjórn- arinnar hafi ekki náð að liðka fyrir kjaraviðræðum. Slíkt er gert með kaffi og vínarbrauði. Við sérstakar aðstæður getur á hinn bóginn verið réttlætanlegt að ljá máls á atbeina sé það sameiginlega mat að aðilar komist ekki lengra en telji sig geta unað við niðurstöðuna fá- ist lokahnykkur frá ríkisstjórn. Hafi trúnaðarmenn aðila stað- fest við ríkisstjórn að tiltekin atriði gætu nýst sem lokaskref og þau atriði falli innan eðlilegs ramma þá getur ríkisstjórnin komið að málinu. Fyrr spilar hún engu út. Ætli aðilar, annar eða báðir, að misnota kjarasamninga til að breyta stjórnmálalegum áherslum landsins þá hafa þeir þar með hindrað aðkomu ríkis- stjórnar að verkefninu sem þeir bera alla ábyrgð á að leysa sjálfir. Það er ömurlegt ef óráðsmönnum tekst að gera skaðaverk á viðkvæmum tímum} Horfir ekki vel Þ að er hægt að færa málefnaleg rök fyrir því að þingið eigi að gera sem minnst, hafa sem minnst afskipti af almenningi og fyrirtækjum, setja lítið af lögum og reglugerðum (sem flest hver eru íþyngjandi) og gæta þess aðeins að sinna nauðsynlegum verkefnum. Það er líka hægt að færa málefnaleg rök fyrir því að þingið eigi að grípa inn í ákveðin atriði, móta stefnu um ákveðin mál, létta byrðum, einfalda kerfi og þannig mætti áfram telja. Það er hins vegar einkennilegt að lesa skrif þingmanna um að vinna þeirra snúist um að gera ekki neitt, þeir nái litlum árangri og að málin þeirra fari ekki í gegnum þingið. Fyrir utan það að vera ekki rétt þá er þetta undarlegt viðhorf kjörinna fulltrúa til þess hlutverks sem þeim er ætlað. Það er dálítið eins og menn ætli sér að útskýra fyrirfram skort á dugnaði eða annað árangursleysi. Eitt er ljóst að árangur þingmanna er ekki mældur í fjölda fyrirspurna. Á undanförnum árum hafa mörg þingmannamál farið í gegnum þingið. Um sum þeirra ríkir pólitísk sátt en fyrir öðrum þurfa þingmenn að berjast. Á þessu er allur gangur eins og eðlilegt er. Frumvarp mitt um breytingar á lögum um nálgunarbann er á lokametrunum í þinginu og það mun að öllu óbreyttu verða samþykkt í dag af því að hér er um að ræða mikilvægt mál sem þingmenn voru allir sam- mála um að afgreiða. Þeir þingmenn eru til sem verja, eða eyða eftir því hvernig á það er litið, megninu af starfstíma sínum í það að ætla öðrum illt. Þeir telja alla aðra en sig sjálfa vera spillta, allir aðrir en þeir sjálfir séu með annarlegan tilgang í störfum sínum og svo framvegis. Þá er svo sem ekki skrýtið að þeir nái ekki árangri í störfum sínum, því mark- miðin eru óljós og stefnan er engin. Stað- reyndin er sú að jafnvel þó svo að stjórn- málamenn greini á um mörg stefnumál er meginþorri þeirra að vinna starf sitt af heil- indum og í góðum tilgangi. Mikilvægt er fyrir stjórnmálamenn er að hlusta á og skilja fólkið í landinu. Af þeirri ástæðu hefur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafið hringferð um landið þar sem almenn- ingur á milliliðalaus samskipti við þingmenn og varpar fram sjónarmiðum sínum um hin ýmsu mál. Með þau samtöl í farteskinu snúa þingmenn aftur til starfa sinna vitandi hvað það er sem brennur helst á fólki. Þannig höld- um við fókus á þau málefni sem skipta raunverulega máli. Það skiptir máli að heyra og skilja hvað brennur á þeim sem reka fyrirtæki, stór og smá, hvort sem er á lands- byggðinni eða á höfuðborgarsvæðinu. Það skiptir máli að vita hvað brennur á þeim sem búa við skertar samgöngur. Það skiptir máli að vita hvað það er sem bætir líf fólks, bæði í félagslegu og efnahagslegu tilliti. Við hlustum á fólkið í landinu. Þess vegna vitum við hvert við stefnum, áfram veginn og upp á við. Áslaug Arna Sigurbjörns- dóttir Pistill Við stefnum áfram Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og ritari Sjálfstæðisflokksins. aslaugs@althingi.is STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Heimilisofbeldismálum hjálögregluembættum álandinu fækkaði milli ár-anna 2017 og 2018. Frá 2015 til 2017 fjölgaði heim- ilisofbeldismálum en vísbending er um að tilkynningarhlutfall þessara brota hafi aukist. Þetta má lesa úr svari Sig- ríðar Á. Andersen dómsmálaráðherra við fyrirspurn Ásgerðar K. Gylfa- dóttur, varaþingmanns Framsóknar- flokksins. Þóra Jónasdóttir, stöðvarstjóri á lögreglustöðinni við Dalveg í Kópa- vogi sem sinnir útköllum í Kópavogi og Breiðholti, segir að breytt verklag lögreglu í heimilisofbeldismálum hafi opnað nýjar leiðir fyrir lögreglu til að aðstoða bæði þolendur og gerendur heimilisofbeldis þegar lögregla er köll- uð inn á heimili. Þóra segir að áður en verklagi var breytt árið 2015 hafi lögreglu- menn farið á vettvang heimilisofbeldis og oft þurft að ganga út úr aðstæðum sem hún var ekki sátt við vegna skorts á úrræðum. Eftir breytingarnar séu nú fleiri úrræði í boði. „Heimilisofbeldi hefur gengið milli kynslóða og við erum jafnvel að ganga inn í og stoppa ofbeldi í fjórðu kynslóð og koma þeim skilaboðum til skila að ofbeldi á heimilum sé hvorki samþykkt né liðið,“ segir Þóra og bendir á að lögreglan kalli nú til barnavernd og félagsþjónustu ef börn séu á heimilinu eða skráð á það. Þóra segir samstarfið við barnavernd og fé- lagsþjónustu hafa gengið mjög vel. Einnig sé rannsóknarlögreglumaður kallaður til að rannsaka ofbeldið og túlkur ef þolandi eða gerandi skilja ekki íslensku. Barnavernd veiti börn- um áframhaldandi aðstoð og félags- þjónustan grípi inn í með aðra aðstoð við börn en einnig fullorðna sem hana vilji þiggja. „Við bendum konum á Kvenna- athvarfið ef því er að skipta og ger- endum sem oftast eru karlmenn til Heimilisfriðar þar sem þeir geta feng- ið aðstoðar í reiðistjórnun og öðru sem til þarf,“ segir Þóra og sem telur að nýja verklagið komi í mörgum til- fellum í veg fyrir áframhaldandi of- beldi. Vissulega sé ítrekað farið inn á sömu heimilin en alltaf sé stigið inn í málin á sama hátt „Í ítrekuðum tilfellum er hægt að bæta við nálgunarbanni, neyðar- hnappi, krækju á síma brotaþola eða farin Selfossleiðin og gert sam- komulag við geranda um að hann komi ekki nálægt heimilinu í ákveðinn tíma. Þetta er vægara úrræði en nálg- unarbann og hefur gefist vel,“ segir Þóra sem telur nýtt verklag ekki síst hafa skilað árangri fyrir börn á heim- ilum þar sem ofbeldi er beitt. Þóra segir að börn eigi ekki að þurfa að horfa upp á heimilisofbeldi og það skipti miklu máli að grípa strax inn í og bjóða áframhaldandi aðstoð. Þóra segir að þolendur heimilisofbeldis sem ekki treysti sér til að tilkynna það á næstu lögreglustöð geti leitað sér að- stoðar í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þol- endur ofbeldis. Kvennaathvarfið „Þegar lögreglan tók upp nýtt verklag merktum við að konum sem vísað var til okkar frá lögreglu eða fé- lagsráðgjöfum fjölgaði. Það virðist eins og það hafi dregið úr því aftur á meðan konum sem vísað er til okkar frá öllum fagaðilum hefur fjölgað,“ segir Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfs- ins. Hún segir að í tilfellum kvenna sem komu í Kvennaathvarfið 2018 hafi lögregla verið kölluð til í 40% tilfella. Sigþrúður segir það gott mál að þolendur og gerendur fái aðstoð þegar lögreglan sé kölluð til en hefur áhyggjur af því hversu fáar konur kæri. Hún segir jákvætt að færri kon- ur fari aftur heim í óbreytt ástand en áður var. Fleiri úrræði vegna heimilisofbeldis Fjöldi heimilisofbeldismála 2015 til 2018 Eftir lögregluembættum Höfuðborgarsv., 701 mál Landsbyggð, 167 mál 2015 2016 2017 2018 Heimild: Dómsmálaráðuneytið 900 800 700 600 500 400 300 200 100 0 807 823 888 868 3 6 7 9 11 36 41 54 81%19% Alls 868 mál Árið 2018 Norðurland vestra Vestfirðir Vestmannaeyjar Austurland Vesturland Suðurland Norðurland eystra Suðurnes „Nýjar verklagsreglur lögregl- unnar vegna heimilisofbeldis hafa skilað árangri og fleiri leita til okkar,“ segir Andrés Proppé Ragnarsson sálfræð- ingur sem stýrt hefur Heim- ilisfriði, meðferðar- og þekk- ingarmiðstöð um ofbeldi í nánum samböndum. Andrés segir að flestir leiti sér að- stoðar hjá Heimilisfriði eftir tilvísun frá lögreglu eða fé- lagsmálayfirvöldum en vel- ferðarráðuneytið sé með þjónustusamning við Heim- ilisfrið. Karlar til ábyrgðar er undanfari Heimilisfriðar en það var stofnað 1998 og stóð eingöngu karlmönnum til boða til 2014. Úrræði Heimilisfriðar standa nú öllum kynjum til boða og telur Andrés að konur séu lík- lega um 10 til 11% þeirra sem leita sér hjálpar vegna þess að þær beiti ofbeldi í nánum samböndum. Andrés segir samstarfið við lögreglu og félagsmálayfirvöld alveg til fyrirmyndar. Hjálp til að hætta ofbeldi HEIMILISFRIÐUR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.