Morgunblaðið - 21.02.2019, Side 43

Morgunblaðið - 21.02.2019, Side 43
43 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019 Dúðuð Napurt er oft í febrúarmánuði og því bjó þessi ágæta kona vel um vitin á göngu niður Bankastræti. Eggert Tekjuskerðing almanna- trygginga gagnvart eldri borgurum og öryrkjum er alls ekki sjálfsögð og því síður að hún teljist vera einhvers konar samfélags- lögmál sem verði ekki brot- ið frekar en sjálft náttúru- lögmálið. Tekjuskerðing- unni var komið á með pólitískri ákvörðun og henni verður ekki breytt eða hún afnumin nema með pólitískri ákvörðun. Íslendingar sýndu snemma forsjálni og byggðu upp lífeyriskerfi sjóðsöfnunar þar sem miðað er við að hver kynslóð leggi fjármuni til hliðar á starfsævinni til efri áranna. Með því var fetuð sú braut sem Efnahags- og framfarastofnunin – OECD og Alþjóðabankinn mæla ein- dregið með af því samfélögin og efna- hagskerfin ráða ekki við það til lengdar að fjármagna eftirlaun með sköttum að mestu eða öllu leyti í svokölluðum gegn- umstreymiskerfum. Stefán Halldórsson, verkefnastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða, stýrði vinnu starfshóps þar sem íslenska lífeyris- kerfið var borið saman við lífeyriskerfi sem talin hafa verið eftirsóknarverð, í Englandi, Hollandi, Svíþjóð og Dan- mörku. Á Íslandi eru yfir 60% lífeyris greidd úr lífeyrissjóðakerfinu en innan við 40% koma frá Tryggingastofnun. Svo hátt hlutfall greiðslna úr lífeyrissjóðum þekkist hvergi annars staðar. Það sem stingur í augu við þennan samanburð er sú staðreynd að íslenska kerfið sker sig úr með mikilli tekjuteng- ingu lífeyris frá ríkinu. Hvergi annars staðar fellur lífeyrir úr opinbera kerfinu alveg niður ef tekjur frá lífeyrissjóðum fara yfir tiltekin mörk. Tekjutengingin hér er harkaleg og vandséð hvað réttlætir það að Íslend- ingar skrái sig á söguspjöld með slíku fyrirkomulagi. Skerðingin varðar tugi þúsunda manna. Til að mynda hefur komið fram hjá Hauki Arnþórssyni stjórnsýslufræðingi að með núverandi kerfi, sem komið var á 2016, hafi tala aldraðra, sem engar greiðslur fá frá Tryggingastofnun, komist upp í 13.000! Þá sýnir Haukur fram á með sannfær- andi rökum að ríkið tvískatti í raun líf- eyristekjur í núverandi kerfi, annars vegar hjá ríkisskattstjóra og hins vegar hjá Tryggingastofnun. Það er að segja að aldraðir greiði skatt af tekjum sínum líkt og aðrir en síðan annan skatt í formi skerðingar. Slíkt þekkist hvergi annars staðar. Hér er einfaldlega alltof langt gengið, þessu verður að breyta. Lýst er eftir pólitískum ákvörðunum þar að lútandi. Í umræðunni í samfélag- inu ber því miður nokkuð á því að tekjuskerðing í líf- eyriskerfinu sé eignuð líf- eyrissjóðunum eða jafnvel að hún sé þeim að skapi sem stjórna og starfa í líf- eyrissjóðakerfinu. Enginn fótur er fyrir slíku, þvert á móti. Á vettvangi Lands- samtaka lífeyrissjóða er sú skoðun ríkjandi að tekjuskerðingin sé langt fram úr hófi og úr henni verði að draga veru- lega. Stóra myndin sem við blasir er svo sú að þeir sem fara með löggjafar- og fram- kvæmdavald í landinu gera lífeyrissjóð- ina að meginstoð lífeyriskerfisins mun fyrr en til stóð en spara á móti ríkisút- gjöld vegna almannatrygginga með tekjuskerðingum. Í vor verða 50 ár liðin frá því for- ystumenn heildarsamtaka atvinnurek- enda og launafólks undirrituðu kjara- samninga sem mörkuðu tímamót vegna ákvæðis um aðild launafólks á almennum vinnumarkaði að lífeyrissjóðum. Sjóð- unum var ætlað það hlutverk að bæta kjör eldri borgara. Væri ekki rétt að aðilar vinnumark- aðarins beittu samstöðuafli sínu gagn- vart stjórnvöldum og tryggðu að samn- ingsbundið iðgjald til lífeyrissjóða nýttist sjóðfélögum fremur en ríkinu með óbein- um hætti, líkt og virðist gerast nú? Hví eiga eldri borgarar að þola þyngri skattbyrði en almennt gerist í þjóðfélag- inu, meira að segja langt umfram það sem telst vera hátekjuskattur? Eftir Þóreyju S. Þórðardóttur » Tekjutengingin hér er harkaleg og vandséð hvað réttlætir það að Íslendingar skrái sig á söguspjöld með slíku fyrirkomulagi. Þórey S. Þórðardóttir Höfundur er framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Óviðunandi tekjuskerð- ing í lífeyriskerfinu Hagur sjúklinga felst ekki í því að allt heil- brigðskerfið verði rekið eingöngu af ríkinu. Að- gerðir yrðu ekki fleiri, hjúkrunarrýmum myndi ekki fjölga, lyfjakostnaður ekki lækka og líklega yrðu sálfræðitímar ekki í boði án endurgjalds, svo tekin séu nokkur dæmi. Það má því spyrja hversu skynsamlegt það er að sami aðilinn reki allt kerfið, veiti þjónustuna, greiði fyrir hana og sinni um leið eftirliti. Þunginn í heilbrigðisstefnu til árs- ins 2030, sem heilbrigðisráðherra hef- ur lagt fram, er á ríkisrekstur. Lítil áhersla er lögð á sveigjanleika heil- brigðiskerfisins og valfrelsi sjúklinga með bættri þjónustu sem leiðarljós. Nauðsynleg samvinna ríkisrekstrar og einkarekstrar er lögð til hliðar. Kerfishugsunin hefur þannig náð völdum í stað þess að marka leiðina að því að sinna þörfum hinna sjúkra- tryggðu – allra Íslendinga. Hvernig þróast verð fyrir þjónustu þegar engin er samkeppnin? Hvað með einkareknar stöðvar sem ganga vel í dag, eins og Domus Medica, heilsugæslur, Orkuhúsið, SÁÁ og fleiri, sem bæði auka og bæta við þjónustu og veita ríkinu aðhald? Í stað þess að nýta þjón- ustu þeirra tekur ríkið ákvörðun um að senda sjúklinga í aðgerðir er- lendis á þreföldum kostnaði einkarekinnar stöðvar hérlendis. Það liggur í augum uppi að sú aðferðafræði er hvorki í þágu sjúklinga eða skatt- greiðenda. Frelsi á markaði er mik- ilvægt svo þjónusta og verð séu í þágu þeirra. Einokun ríkis er barns síns tíma. Aðgerðir umfram bið Frjáls markaður virkar. Hver hefði trúað því árið 2010 að í dag myndi flug til London kosta innan við tíu þúsund krónur, að óskemmd jarð- arber í öskjum væru til sölu í öllum verslunum Reykjavíkur og að ung- lingar pöntuðu sér vinsæla íþróttaskó frá útlöndum í gámavís. Hvern hefði grunað að við afgreiddum okkur sjálf úti í búð og að um 12% landsmanna væru af erlendu bergi brotin. Nei, ár- ið 2010 vildu fleiri flytja frá Íslandi en til, Icesave-fíaskóið hékk yfir lands- mönnum og mikil óvissa ríkti um framhaldið. Þökk sé auknu frelsi, samkeppni og sveigjanlegu efnahags- kerfi vænkaðist hagur okkar ansi hratt. Það er gott að við þurftum ekki að bíða til ársins 2030. Samkeppni um fólk Þrátt fyrir aukna hagsæld á Íslandi er aðgengi sjúklinga að heilbrigðis- þjónustu misjafnt. Bið eftir því að komast að hjá sérfræðingi eða í að- gerð er löng. Mörg dæmi er um að sjúklingar komist ekki að hjá sér- fræðingi á sviði þess sjúkdóms sem þeir glíma við. Sérfræðilæknum á Ís- landi hefur fækkað talsvert á síðustu árum, frost hefur verið í útgáfu sér- fræðileyfa og á ríkisspítalanum eru stöður sérfræðinga takmarkaðar og rétt staða ekki endilega laus fyrir þann sem hyggur heim til Íslands. Hvernig mun okkur ganga að laða að lækna til starfa að loknu sérnámi með eingöngu einn vinnuveitanda árið 2030 þegar læknarnir okkar sem flestir fara utan í sérfræðinám hafa heiminn að fótum sér? Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá erum við í alþjóðlegri sam- keppni um heilbrigðisstarfsfólkið okkar. Við erum að keppa við há- skólasjúkrahús, einkarekna spítala og læknastofur um starfsfólk víða um heim – einnig sjúklinga. Því er enn mikilvægara fyrir Ísland að eiga heil- brigðiskerfi sem býður upp á sveigj- anleika í rekstri og þjónustu. Upp- bygging kerfisins má ekki leiða til þess að ójöfnuðar gæti sem merki er um í dag. Það er mikilvægt að tryggja aðgengi allra óháð efnahag. Það er hlutverk sjúkratrygginga að stýra framboði með greiðsluþátttöku og ríkisins að sinna eftirlitsskyldu svo að kerfið sé ekki misnotað. Kostnaður umfram vöxt VLF Mikilvægasti hluti þess að ríkið standi ekki eitt að rekstrinum er kostnaðarhliðin. Mikil umræða hefur verið um framlag ríkisins, t.a.m. hversu stór hlutur af vergri lands- framleiðslu á að fara til kerfisins. Flest lönd, þ. á m. Ísland, glíma við aukinn kostnað heilbrigðiskerfisins og í reynd vex hann hraðar en verg landsframleiðsla hjá flestum þjóðum. Því er enn mikilvægara að hafa virka samkeppni svo að við stöndum undir kerfinu í heild. Hvatinn til að gera sem best þarf að vera til staðar eins og dæmin í heilsugæslunni í Reykja- vík sanna. Mikilvægasti þáttur ríkis- ins er að tryggja að við njótum sam- tryggingar fremur en að standa að rekstrinum öllum. Því ríkisrekstur hefur oftast þann hátt að vera óhag- kvæmur og þjónustan léleg. Heilbrigðiskerfið á að snúast um sjúklinginn, að hann fái úrlausn á hagkvæman og skjótan hátt. Að hann fái þá þjónustu sem hann þarf án þess að þurfa að íhuga hvernig aðkoma ríkis er með greiðsluþátttöku. Hag- kvæmara heilbrigðiskerfi hlýtur að opna möguleikann fyrir aukinni þjón- ustu eins og t.d. sálfræðiþjónustu. Ef við ætlum að vera samkeppnishæf þá verðum við að byrja í dag en ekki árið 2030. Við verðum að leyfa samkeppni og frelsi í stað einokun ríkisins. Ekki fyrir kerfið heldur fyrir þá sem þurfa á þjónustu þess að halda, til hagsbóta fyrir skattgreiðendur og það mikil- vægasta fyrir alla sjúklinga. Eftir Völu Pálsdóttur »Heilbrigðiskerfið á að snúast um sjúk- linginn, að hann fái úr- lausn á hagkvæman og skjótan hátt. Að hann fái þá þjónustu sem hann þarf án þess að þurfa að íhuga hvernig aðkoma ríkis er með greiðsluþátttöku.Vala Pálsdóttir Höfundur er formaður Lands- sambands sjálfstæðiskvenna. Framtíð heilbrigðiskerfisins byrjar á morgun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.