Morgunblaðið - 21.02.2019, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 21.02.2019, Blaðsíða 44
44 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2019 Módel: Brynja Dan Ég eyddi kvöldstund í að renna yfir sög- urnar um mig eftir konurnar í „stuðnings- hópi“ Aldísar Schram á netinu. (Þurfti þess vegna væntanlegra málaferla.) Höfundar skiptust í tvo hópa: Annars vegar voru hin- ar hugrökku, sem sögðu til nafns. Þeim hef ég þegar svarað. Hinar voru sýnu fleiri sem földu sig bak við nafnleynd. Þegar þetta er lesið saman, sést að margt er sameiginlegt með sög- unum. Dreissugur valdsmaður mis- beitir valdi sínu til að níðast á minni- máttar sakleysingjum. Svo breytist karakterinn í drykkfellt dusilmenni, sem konum og börnum stafar hætta af, þegar rökkva tekur. Subbulegustu sögurnar eru nafn- lausar. Það þýðir að höfundarnir þora ekki að standa við orð sín. Og sá sem rægður er, fær engum vörnum við komið. En ein sagan er undan- tekning að því leyti að þar er getið um stað (Ráðherrabústaðinn) og stund (árið 1996). Sagan er svona: Valdamaðurinn er veisluglaður en situr áfram eftir veislulok. Og er enn þurfandi. Hann er sagður æpa yfir tóman salinn: „Mig vantar kven- mann.“ Þegar engin gegnir kallinu, ryðst hann fram í eldhús og hremmir þar stúlkubarn. Hún er sögð 16 ára í sögunni, en verður 13 ára í endur- sögnum samfélagsmiðla. Þetta er eina sagan sem unnt er að sannreyna, bæði stað og stund. Ég mundi vel að ég hafði ekki komið inn fyrir dyr á ráðherrabústaðnum eftir starfslok í ríkisstjórn um mitt ár 1995, fyrr en mörgum árum síðar (til að sitja fund með utan- ríkisráðherra Eist- lands). Ég spurði því veisluhöld ríkisins, sem annaðist veitingar þar á þessum árum, hvort hann gæti staðfest þetta? Hérna er svarið: „Af gefnu tilefni vott- ar undirritaður það hér með, að Jón Baldvin Hannibalsson var aldr- ei veislugestur í Ráð- herrabústað á árinu 1996. Sögur um orð hans og athafnir í eða eftir veislu í ráðherrabústað á því ári fá því ekki staðist. Þess skal og getið, að enginn í starfsliði mínu í eldhúsi var eða hef- ur verið undir lögaldri.“ Jæja. Þá vitum við það. Sagan er uppspuni frá rótum. Tilbúningur. Skáldsaga – skálduð örsaga. Fyrst eina sagan, sem unnt er að sann- reyna, reynist vera uppspuni, stend- ur eftir spurningin: Hvað þá með all- ar hinar? Þar með rifjast upp gömul saga, nærri gleymd. Það var árið 2006. Mér barst í hendur kvikmynda- handrit, sem virtist vera eftir óþekktan en upprennandi höfund af erlendum uppruna. Júrí Khristovski. Um hvað var handritið? Jú, það var um hrokafullan valdamann, sem misbeitti valdi sínu til að níðast á saklausum fórnarlömbum. Og breyttist þegar rökkva tók í for- drukkinn delerant, sem konum og börnum stóð hætta af. En í kvikmyndahandritinu fékk þessi ódámur makleg málagjöld. Ungur og einarðlegur Rússi og kona hans, Vera (boðberi sannleikans) bjarga málum á seinustu stundu. Rússinn réttláti gengur í skrokk á hinum vesæla valdamanni. Barm- mikil og bólfimleg eiginkona hans, þ.e. valdamannsins, og móðir Veru, iðrast grátandi synda sinna og biður, skríðandi á fjórum fótum, um fyrir- gefningu Veru, sannleiksgyðjunnar, fyrir að hafa brugðist börnum sínum. Að lokum heyrum við kór (kvenna) kirkjunnar þar sem sópran sannleik- ans og hinn rússneski bassi réttlætis- ins lofsyngja drottinn allsherjar, sem bannfærir illmennið (föður Veru) en gefur fyrirheit um fyrirgefningu til handa hinni eigingjörnu móður, ef hún lýtur réttlátri reiði Guðs skil- málalaust. Amen. Hallelúja. Söguþráðurinn er sá sami og í sög- um #metoo-kvennanna. Sömu sögu- persónur. Sama kynlífsþráhyggjan. Sama heilagsanda upphafningin. Meira að segja keimlíkar verkn- aðarlýsingar. Er þetta allt saman hrein tilviljun? Eða eru allar þessar sögur spunnar í sömu leiksmiðjunni? Mér láðist að geta þess áðan, að þegar nánar er að gáð reynist höf- undarnafnið – Júrí Khristovski – vera skáldanafn. Höfundurinn, sem leynist þar að baki, er Aldís Bald- vinsdóttir, nú þekktari undir nafninu Aldís Schram. Eftir Jón Baldvin Hannibalsson » Subbulegustu sög- urnar eru nafn- lausar. Það þýðir að höf- undarnir þora ekki að standa við orð sín. Jón Baldvin Hannibalsson Höf. hefur kært slúðurbera í fjöl- miðlum fyrir tilhæfulausar sakar- giftir, ranghermi og gróf meiðyrði. Leikhússmiðjan ehf? Fyrir skömmu birt- ist í Morgunblaðinu frásögn af því að til stæði að opna 145 her- bergja hótel í miðborg- inni eftir eitt ár eða svo. Frásögnin var í formi viðtals við arki- tekt hótelbyggingar- innar og fulltrúa eig- enda þess, sem þó eru að reyna að selja hót- elið á þessu sama tímabili. Hér er ekki ætlunin að ræða hót- elbyggingar í miðbænum, hót- elbólur undanfarinna ára eða hvern- ig eigi að hafa ofan af fyrir ferða- mönnum og tekið skal fram að svo virðist sem vel verði farið með a.m.k. gamla Kvennaskólann, gangi þetta allt eftir. Hér er einungis ætl- unin að benda á það sem ekki kemur fram í þessum viðtölum og misræm- ið milli þess sem sagt er að stefnt sé að og þess sem í raun er stefnir að. Fram kemur að ætlunin sé að end- urgera ytra byrði Landsímahúss í upphaflegri gerð, þ.e. með múruðu yfirborði, að Kvennaskólinn verði áfram timburklæddur og nýbygg- ingar dragi í einhverju dám af ná- grönnum sínum, eldri húsum við Kirkjustræti og nágrenni, jafnvel sé ætlunin að í veitingasal við Austur- völl megi sjá gamla bita í loftum og veitingastaðurinn verði að ein- hverju leyti endurgerður. Reyndar kemur ekki fram að ásýnd Land- símahússins mun breytast töluvert þar sem einni hæð hefur verið bætt ofan á það frá fyrri tillögum, senni- lega í sárabætur fyrir að draga þurfti úr byggingarmagni við Ing- ólfstorg. Sagt er að verkið sé unnið í góðu samráði við Minja- stofnun Íslands, sem ekki samræmist alveg stöðu þessa máls í dag, með skyndifriðun á reitnum og stöðvun framkvæmda. Og í lok viðtalsins kemur svo fram að „Reykjavíkur- borg og borgarbúum“ sé umhugað um „að þarna verði opið torg fyrir almenning og lif- andi reitur með góðri stemningu í góðu veðri“. Haft er eftir arkitekt- inum að Minjastofnun leggist gegn þessum hugmyndum og telji að þarna eigi að vera afgirt kirkjugarð- storg þar sem umferð gangandi veg- farenda sé takmörkuð. Í viðtali við fulltrúa eigenda kemur fram að þau telji að markaðssetning á Íslandi annars vegar og Reykja- víkurborg hins vegar sé sú sama. Helsta aðdráttaraflið sé náttúran og fyrst og fremst sé verið að markaðs- setja náttúruupplifun. „Við erum mikið til að selja ferðir til borgar- innar og síðan dagsferðir út frá borg til að upplifa náttúruna“. Svo byrjað sé á hinu síðast nefnda verður að telja að þar sé nokkuð snöfurmann- Eftir Stefán Örn Stefánsson Stefán Örn Stefánsson »Um afstöðu Reykja- víkurborgar verður minna sagt, þar hvílir eins og oft áður rykský yfir meiningunni þang- að til séð verður hvernig vindarnir blása. Að sættast við staðinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.